<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 28, 2006

Það er skemmtilega langt síðan ég kom hingað síðast, loggaði mig inn og birti færslu. Rúmlega þrír mánuðir hafa liðið án þess að ég hafi stigið fæti mínum hingað inn (enda væri sá hlutur nokkuð ógerlegur í framkvæmd) en nú hef ég loksins dregið aðra löppina yfir dyrakarminn og rétt næ að teygja mig í lyklaborðið til að hripa þessi orð hérna niður í laptoppinn minn.

Ég get nú ekki annað sagt en ég hafi verið staðráðinn í því að hætta að blogga. Það skiptir svosém ekki máli þó ég byrji að blogga hérna aftur, umferðin var hvortiðér lítil sem engin þegar ég hætti. Bloggfærslur komu á mánaðrfresti og afhverju ekki að halda þá uppi bloggsíðu sem endurnýjar sig á 3ja mánaða fresti. MAÐUR SPYR SIG NÚ BARA SVONA! helv(#"$

Það er nefnilega ákveðin saga í hausnum á mér sem mig vantar að koma frá mér endanlega. Það er gaman að segja frá henni en eg er búinn að segja frá henni frekar oft svo hérna legg ég endalínuna og ef fólk vill heyra þessa sögu verða þau bara að lesa hana hér.

Það vildi þannig til að ég fór í afmæli á föstudaginn var. Það vildi einnig þannig til að ég var með áfengi við hönd, enda á ég það til að vera nokkuð drykkfelldur, má svosém kalla það alkahólisma. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að alkar eiga það til að vera drykkfelldir.. en þó ekki allir. Ég myndi flokka mig í hóp alka sem eru ekki drykkfelldur en á það þó til.. svona við stöku tækifæri.
Allaveganna, þá kom ég í þetta afmæli vel á 4bjór og alltígóðu með það, og bara hress og ofurskemmtilegur eins og ég á til að vera. Þegar ég kom úr afmælinu var ég kominn á 7unda bjór og allt í góðu ennþá. Fór bara snemma heim því það lá þannig á mér og var kominn heim til mín um þrjú leitið. Ekkert rugl í gangi þetta kvöldið.

Það gerist svo næsta morgun þegar ég vakna, og þá hafði ég verið búinn að fara að sofa, að ég vakna nærbuxnalaus. Ég bölva í háum hljóðum þar sem ég finn ekki nærbuxurnar mínar í fljótu bragði, en ég sef yfirleitt alltaf í nærbuxum, en ég þarf svo ískyggilega mikið að pissa. Í þokkabót við þetta er ég með fáránlegan hausverk, ég sem fæ aldrei hausverk eftir gleðigleði (ég meina hvað í fjandanum á hausverkur svosém að vera?), og ofan á það stendur fata á miðju gólfinu í herberginu mínu, og bongótromman mín sem ég hef átt til að nota fyrir náttborð hafði tekið á rás og var nú staðnæmd undir skrifborðinu mínu.
Án þess að kippa mér neitt upp við það frekar rölti ég í þunnindum fram á klósett og skvetti smá vökva upp úr maganum á mér, en þó, bara smá.
Eftir þessa klósettferð geng ég fram á vit móður minnar sem tekur svo sannarlega ekki vel á móti mér;
Mam: "Hvað í fjandanum er að þér drengur?!?"
Jón: "Hm..Ha?, hvað meinarðu?"
Mam: "Afhverju ælirðu eins og þú eigir lífið að leysa?! Hvað varstu að gera barn?"
Jón: (án þess að skilja neitt í neinu) "Ha?, hvað meinarðu?" (svo best ég viti vissi hún ekki einu sinni að ég hefði verið að enda við að æla)
Mam: "Manstu ekki eftir því eða!?"
Jón: (enn einu sinni án þess að skilja hvert heimurinn væri að fara) "Ha? Hvað í fj*ndanum meinarðu?"
Í framhaldi af þessum samræðum segir mamma mín mér skemmtilega sögu sem byrjar á því að segja að hún hafi verið ánægð að ég hafi komið svona snemma heim, því yfirleitt á hún erfitt með að sofa þegar ég er á gleðigleði langt fram eftir nóttu. Eftir þá þakkarræðu kemur hinsvegar saga sem ég man ekki eftir, og er varla viss um að ég trúi.
Það var þannig að móðir mín vaknar um hálffimm leitið við óhljóð úr herberginu mínu. Þar ligg ég búinn að æla yfir mig allan, allan veginn og meirhluta koddans - allt gert í SVEFNI - og þar af leiðandi hefði átt auðvelt með að drukkna í minni eigin ælu ef það hefði ekki verið fyrir tilvist móður minnar. Blessunarlega sit ég enn hér lifandi og get skrifað þessa sögu niður.
Móðir mín reynir að drulla mér framúr, án afláts þar sem ég sýni einhvað lítið lífsmark, en nær að lokum að koma mér inn á klósett þar sem ég loka mig af og kveiki á sturtunni. Þar inni er ég í rúmlega tíu mínútur og að sögn mömmu tókst mér meðal annars að æla á sturtuhengið.. en í stað þess að fara í sturtu .... þá fer ég úr nærbuxunum og trítla aftur inní herbergi á sama tíma og ég kasta þeirri kveðju að mömmu að það sé allt í góðu með mig, og fer aftur að sofa..

Sko að muna ekki einhvað svona, og eftir svona vægt fyllerí þá veit eg ekki hvað er að ské. Mamma ítrekar við mig að ég eigi bara að hætta að drekka, sem væri náttúrulega vitur kostur, en einhverra hluta vegna bætir mamma alltaf við að þetta sé alltaf að gerast, en ég get nú reyndar alveg sagt það og undirstrikað með góðri samvisku að þetta hefur aldrei gerst áður og gerist vonandi aldrei aftur. Allavega ef þetta gerist aftur á ég örugglega eftir að enda með að drukkna í minni eigin.. já.. jæja ákvað bara að koma með smá innskot svona fyrst sumarfríið er búið og skólinn er loksins byrjaður. Já lífið er undarlegt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?