<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 22, 2006

Ég bjó mér til unaðslega samloku, var bara að klára hana rétt í þessu. Ég bjó til nokkurskonar subway, notaðist við langlokubrauð frá myllunni. Skinku, ost og kjúkling hitaði ég í öbbaranum svokölluðum og síðan skellti ég smá af káli, tómatós og gúrks á fjallið og sprautaði eftir það heilögu frönsku sinnepi yfir klabbið alltasaman. Síðan var því lokað saman og borið fram með pepsiglasi.

Ég horfði á myndina Good Will Hunting í gærkvöldi. Rosa góð mynd. Hún innihélt samræður sem gerðu það að verkum að ég þurfti að halda fyrir munninn á mér til að skella ekki uppúr og vekja fjölskylduna af værum blundi.

Konan:,,Hérna er símanúmerið mitt. Getum farið og fengið okkur kaffibolla saman."
Will Hunting:,,Já, eða við getum bara farið og borðað fullt af karamellum."

Ef einhverjum dettur nokkurn tíman í hug að bjóða mér í kaffibolla þá mun ég án efa nota þetta, hjé.

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Ókey, sjáiði einhvað líkt með þessu tvennu?Ekki? jæja..


Já svona er líf mitt skemmtilegt.

Ég er ekki frá því að ég hafi drukkið bestu mjólk sem ég hef nokkurntíman smakkað í dag. Opnaði nýja fernu af fjörmjólk sem rennur út 27.apríl. Góð dagsetning greinilega. Ísköld og frábær. Ég ætlaði meiraðsegja að ganga svo langt í því að sanna mál mitt með því að færa matta mjólkurglas út í bíl og skinkuhorn sem meðlæti en ég fann ekki plastglas. Ég bara varð að tjá mig um þetta því mömmu virtist vera nokkuð sama.

Nú veit ég svo sannarlega ekki hvað ég á að gera við sjálfan mig, því einhvað þarf ég að gera fremur en ekkert. Allt þetta páskafrí sem nú er búið hef ég ekki opnað eina bók sem tengist skóla. Það er slappt útaf ég þarf svo margt að gera, og nú þarf ég að skila heimadæmum á morgun sem ég kann ekkert í því þetta er úr námsefninu sem ég átti að vera að læra þegar ég var ekki að læra það í vikunni þegar kórinn var að æfa með sinfóníunni og þar af leiðandi missti ég af öllu, og ekki er ég að gera margt í því. (Ef þetta er í tíunda skipti sem þú lest setninguna hérna á undan og botnar ekkert í því hverju ég er að reyna koma frá mér þá færðu samt leyfi til að halda áfram að lesa. Annars ekki.)

Já ekki hef ég ennþá auglýst bloggið mitt eins og ég hef talað um eins og óður hundur (eins og þeir tali, jé jé), þessvegna er ég ennþá að tala við sjálfan mig og fæ engin komment. Ég vil að þú sem lest þessa setningu, ekki endilega allt bloggið, en ef þú lest þetta hérna HÉR þá vil ég biðja þig vinsamlegast um að kvitta, þó það sé ekki nema nafnið. Ekki vera feimin/n. Gaman að sjá hvort einhver umferð sé um þessa síðu þó svo að fólk hafi ekki margt til málanna að leggja um efnið sem er á síðunni.

Ég keypti mér plötuna með Arctic monkeys, þó svo að ég hafi allsekki átt efni á því, en hún er samt rosa góð svo það borgaði sig.. held ég.

Fór í partý til Matta í gær, það var gaman. Ég var reiddur heim, það var fyndið.

Jæja gleðilegt sumar krakkafólk.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Sko það er nú meira ruglið, en ég var nú bara andvaka hér í gærfyrrinótt, ss ekki nóttina í nótt, því ég var að vakna, heldur hina stórskemmtilegu nótt á undan henni.
Einhvernveginn tókst mér að ákveða það að bloggið mitt væri orðið hið versta í sögu blogga, og vildi því meina að blómaskeið mitt í blogginu væri runnið til sjós. Í tilefni að því þá ákvað ég að HUGSA lengstu og bestu bloggfærslu sem ég hafði nokkurntíman skrifað. Það gekk ákaflega vel, þar sem ég hugsaði hvert orð í þessu blessaða bloggi, og get ég alveg undirstrikað það sjálfur að hún var afskaplega góð, eiginlega alveg rosalega góð!
En hvað um það, hvaða stóryrði sem ég mun hafa um þessa bloggfærslu þá fær enginn að vita hversu virkilega stórkostleg hún var því að ég man varla orð úr henni.
Það er nefnilega málið, að á milli svefns og vöku þá gerast hlutirnir. Allavega fyrir mig. Ég verð afskaplega listrænn og hugvitssamur og sko ég hefði getað fundið upp ljósaperuna eða hjólið á milli svefnsogvöku ef það hefðu bara ekki einhverjir fokkhausar verið búnir að því á undan mér!

En annars þá stakk ég upp á því að fá mér einkaritara, því allt fer nú í fokk þegar ég loksins ætla byrja skrifa, þá man ég ekki neitt. Þetta er alltaf svona augnablikið sem gildir og þessvegna vantar mig einkaritara.. í blogg..
Fyrsta svar við þessari hugmynd minni var nú sú að Gígja væri nú orðin ritari mhinga og þar bæri henni skilda með að hjálpa mér með svona! Og ég er algjörlega sammaála því, þannig að næst þegar það kemur færsla frá mér hingað þá verður það ekki frá minni hendi en þið vitið hver skrifar.. ritari mh-inga.

Jæja kóræfing féll niður í dag segir smsið, vona enginn sé að ljúga að mér.

sunnudagur, apríl 16, 2006

Ég held það sé ekkert annað í þessari stöðu að gera en að óska fólki gleðilegt pásk.

Ég stóð einnig sjálfan mig að því að vera að umbreytast í algjört nörd. Það er alltílæj að vera nörd þegar það kemur að skóla eða öðruháttar sem maður græðir á og tek ég fram að ég ber meiraðsegja mikla virðingu fyrir þessháttar fólki, þótt ég myndi kannski ekki endilega kalla það nörd.. því jah þaað hljómar frekar neikvætt.
EEEEN hvað um það, þá er ég ss að standa sjálfan mig að því að vera breytast í tölvunörd. Allavega síðan þetta páskafrí byrjaði þá hef ég ekki hætt að spila þennan blessaða tölvuleik sem gerði það að verkum að ég fékk vírus hérna fyrir nokkrum dögum og blablabla.. ég skil ekki hvað hefur orðið um mig. Mér þótti nú betra þegar ég eyddi tímanum í gítarglamr, en núna er það ekkert annað en þessi tölvuleikur sem á mig allan. Allavega þá hefur páskadagur gjörsamlega orðið fórnarlamb þessa tölvuleiks. Ég held ég hafi ekki gert neitt annað en að drekka mjólk og kaffi og spila þennan tölvuleik, sem og ég nartaði aðeins í bónus-páskaegg númer 3, sem moms fékk með keyptu gosi, augljóslega í bónus.

Ég held hinsvegar að staðan sem ég er í núna bjóði ekki upp á neitt annað en að fara spila þennan blessaða tölvuleik.. gta.
Ps. Ég er líka ánægður að sjá að fólk komi hingað þó svo að ég hafi verið sama og hættur að blogga. Ég tek kannski uppá því að auglýsa það á msn.. babbara..

Ekki fara í páskaungann.

Gleeeðifréttir!, pabbi fann alla músíkina sem ég sagðist hafa eyðilagt hér í blogginu að neðan inná gamla harðadisknum mínum. Jábs, svona getur maður stundum verið lukkunar pamFíll.
Matti er kominn með bílpróf og ég held virkilega að ég sé að standa sjálfan mig að því að vera semi hræddur með honum í litla jálknum hans Sölva, á reiðispani. Annaðhvort keyrir hann alltof hratt eða þá alltof hægt, maðurinn kann sig ekki það er alllavega víst.
Aðfaranótt Páskadags. Tek það fram að ég fyrirlít fólk sem djammar á páskadag ( þeas næsta kvöld/nótt). Ekki það að skoðun mín ætti að breyta skipulögðu djammsessjóni ykkar...

Ég held ég verði virkilega að fara láta einhvern vita að ég sé byrjaður að blogga aftur.

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Hehehehe... djók.

Ég er að hugsum að byrja skrifa hérna daglega, eða allavega oftar en ég var byrjaður að gera, semsagt einhvað. Það fyndna við það er að það halda allir að ég sé hættur að blogga svo ég er eiginlega að tala við sjálfan mig og pósta því á netið. Mjög útlenskuvænt "sad", en það er samt sem áður fyndið. Heheheheh..

Já ég komst að því líka að blogg þurfa ekki alltaf að vera ritgerðir eins og ég hafði vanið sjálfan mig á.. gott að ég er að verða gáfaður.. enda borðaði ég fisk í matinn. Er það samt ekki bara bull að það virki þannig? eða ss þannig að maður verður gáfaður af fiskáti. held það sko.. allavega heyrði ég um daginn einhvern í útvarpinu efast um velgjörðir lýsis í þágu landsmanna.. og ekki lýgur útvarpið, ekki nema á 1.apríl, og ég held það hafi ekki verið 1.apríl, þó það geti svosém verið. Ef svo var þá var þetta fáránlega lélegt 1.apríl grín.

Já ég setti inn tölvuleik á tölvuna mína í gær útaf ég hafði ekkert að gera. Tölvan mín var stútfull af tónlist og þessháttar góðgæti en ég þurrkaði hitt og þetta út til að hafa pláss fyrir bansettann tölvuleikinn. Síðan ætla ég að vera rosa tæknivæddu og sniðugur og ná mér í no-cd crack til að þurfa ekki að nota geisladisk við spilun tölvuleiksins. Endar það ekki þannig að ég eignast svona skemmtilegan vírus með crackinu sem ég asnast í að opna og tölvan fer í fokk. Síðan í þunglyndisbrjálæði mínu ákveð ég að formatta tölvuna og þurrka alla tónlistina út og öll mín gögn. Auðvitað dauð sá ég eftir þessu þegar ég vaknaði í morgun og núna á ég ekkert inná tölvunni. Stundum þoli ég ekki sjálfan mig, og mér fyndist það ekki skrítið ef þér fyndist það sama um mig.

Jæja...

mánudagur, apríl 10, 2006

Hið langþráða frelsi hefur brostið á. Ég veit ekki hvort á að fagna eða einfaldlega gera eitthvað annað, en allavega veit ég fyrir víst, að ég veit ekki hvað ég á að gera við sjálfan mig.
Þrautseigar kóræfingar, margslunginn skóli og alltsem við kemur honum, ótvíræð fjölskylda og gítareffektaflipp, hafa bundið saman líf mitt meira og minna síðustu mánuði. Allavega síðan um síðastliðin jól.
Núna eru þessar blessuðu kóræfingar farnar að lúta lægra haldi og fátt eftir í þeim efnum að gera, ekki nema eitt vorvítamín í bland við útskriftir og þessháttar. 6.apríl hefur sagt sitt síðasta - allavega þetta árið, og ferðin til akureyrar er löngu liðin.
Skólinn er enn á sínum stað og alltaf jafn ánægjulegt að takast á við eitt próf á dag, einfaldlega til þess að reyna að koma blessuðu skapinu í lag. Ekki það að ég kvarti ekki eins og vit laus maður, en þó er lúmskt gaman að þessu öllu ef lesið er á milli línanna. ( Um leið og ég skrifaði síðustu málsgrein, reyndi ég að lesa milli línanna í þessum texta sem ég er að rita. Þar var ekkert nema hvítur bakgrunnur og fátt lesefni.. pff.)
Fjölskyldan hefur svosém ekki verið með nein læti. Bróðirinn fjárfesti í íbúð og bróður-barnið er alltaf glatt við sig. Bróður-konan er hress og systirin er fermd. Annars eru mamman og pabbinn kát, enda mætti ég hress og glaður, laus allrar þynnku, til fermingarveislu í dag og þessvegna eru allir sáttir og allt rosa gaman.
Um gítareffektaflipp hef ég nákvæmlega ekkert að segja.
Já.. það er komið páskafrí.

Ég fór hinsvegar í messu í morgun. Ég leiddi augun að því hversu afskaplega þreytandi það væri að sitja klukkutíma langa messu. Mér datt þá í hug hvort ekki væri hægt að hressa aðeins upp á mannskapinn. Messur eru nú oftast haldnar snemma á sunnudagsmorgnunm þegar fólk er oft á tíðum nývaknað og ef nú er talað um unglingana sem margir hverjir eru vanir því að fara á fætur einhvað fram eftir degi.
Morgunverðarhlaðborð.
Ég held að ég myndi glaður skunda í messu á morgnana við þá tilhugsun að geta sest niður með sjérjós skál og kaffibolla og hlustað á prest lesa upp úr bókmenntaverki, og heyra flutta afskaplega fallega músík, og jafnvel taka þátt í herlegheitunum með því að fara með ljóð ( í þessu tilfelli sálma ). Já ég held þetta myndi svo sannarlega ýta undir kristni landsmanna. Það er ótrúlegt hvað matur getur gert fyrir fólk.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?