<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, janúar 15, 2006

Ætli það sé ekki kominn tími til að fagna nýju ári, þó það sé umþaðbil hálfur mánuður síðan það nýja gékk í garð. Ekki að ég ætli að fara að mæta með einhvað í líkingu við;"Best of 2005", því mér finnst heldur seint fyrir svoleiðis lista. En gamla árið var svosém ágætt, ekkert slæmt sko, heldur svona svífandi látlaust.
Ég vona auðvitað fyrir allar aldir að þetta 2006 ár muni standa uppúr, í herlegheitum og öllu því sem skemmtilegt og fagnandi er.

Pétur leiddi þeirri staðreynd að mér um daginn að allt fólk ætti sinn eigin lit. Hann hefur þessu sérstöku augu , sem gera það að verkum að stundum sér hann einungis svart og hvítt, og stundum bara í ákveðnum litum. Hann þekkir persónur eftir litasamsetningum.
Ég fékk það tildæmis uppúr honum að ég væri yfirleitt þessi blái einstaklingur, en þennan tiltekna dag var ég himinblár, algjörlega (enda nýbúinn að borða dýrindismorgunverð á Gráa Kettinum (american pancakes a la grów kjétt)). Fróði var hinsvegar gulur, hvað svo sém það á að þýða.
En ég var annars ánægður með þetta, þó svo ég viti ekki neitt hvað himinbláu einkenni mín eiga að þýða, en Pétur sagðist annars hallast afskaplega mikið að rauðum persónum. Furðulegur náungi.

Á leiðinni aftur uppí skóla töluðum við afskaplega mikið um bækur. Undanfarið hef ég líka fengið heldur betur mikinn áhuga á bókum, en finnst samt óþæginlegt að lesa margar í einu, sem gerir það að verkum að ég get ekki lesið alla þessa hrúgu bóka sem mig langar eiginlega að lesa allar núna á örskotsstundu. Nei, Sjálfstætt fólk á huga minn allan þessa dagana, og það er ekkert slæmt, allsekki, ætli það sé ekki fínt að Ísl403 drífi mig í gegnum þessa bók, því það er staðreynd að þegar ég ætlaði að lesa þessa bók síðastliðið sumar, virkaði hún ekki öðruvísi á mig heldur en svefnpilla á andvaka mann. Já það var gott þá, en núna verð ég.

Svo er enskuáfanginn sem ég er í víst allur uppfullur af bókum líka, og ég meina þetta tekur allt tíma, sem og sjálfurskólinn... já hann tekur nefnilega smá tíma.. þá hef ég ekki tíma í allt þetta stúss sem mig langar að vera í. Titlar eins og; Óbærilegur léttleiki tilverunnar, John Lennon ævisagan sem ég fékk í jólagjöf; Góði Dátinn Svejk, og fleira og fleira eru á endalausum lista af verkum sem ég verð að komast yfir fyrr eða síðar.. en þessi skóli, þessi skóli tekur allan tíma minn sem annars gæti ég notað í bókalestur, já eða einhvað annað.

Sökum þessa hef ég líka ákveðið að ég ætla að taka skólann á þrem og hálfu ári. Kannski ekki allt útaf þessu, heldur meira útaf ég nenni þessu ekki ennþá. Verst er kannski að ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera í framhaldinu, svo ég veit ekki alveg hvaða áfanga ég á að mér að taka til að gera það sem ég ætla mér, og það sem ég ætla mér er einhvað sem ég veit ekki, og já ringulreið algjörlega..
Ég var einmitt að hripa niður hvaða áfanga ég ætti eftir að taka í síðastliðnum Eðl203(jááá tvöööhundruð!(Mont)). En já málið með það var að ég varð uppiskroppa með áfanga, og ég á ekki nema þrjár annir eftir , eftir þessa önn. Má ég taka íslensku áfanga í kjörsvið á náttúrufræðibraut? einhver endilega að svara þessari spurningu, ég hef velt þessu mikið fyrir mér. Hvernig fer það annars saman að vera með Eðlisfræði- og ÍslenskuKjörsvið? skrítin samsetning en svona er það bara.

Já ég byrjaði á bók, hef lengi verið að skrifa niður allskonar skyssur af sögum mér til gamans og yndisauka, og núna um daginn ákvað ég að skella því saman. Ég náði 5 köflum, þó svo að það eigi eftir að fara lengra með þá. Til gamans má geta þess að uþb einn kaflinn er tekinn upp af blogginu mínu, af færslu sem var skrifuð í apríl á síðasta ári. Gaman ? ójá.
Ef hún lýtur einhverntíman dagsins ljós, sem ég efast auðvitað ekkert um.. þá læt ég "ykkur" vita, ekki örvænta.

Ég hef líka ákveðið að gefa út disk með komandi vori, eða hugsanlega. Samt bara svona heimabrugg í 12tóna eða einhvað álíka. Það er samt galli að þar sem ég kann ekki á trommur þá er þessi plata algjörlega trommulaus, svo það vantar ákveðna vídd í lögin. Sömuleiðis var Hlynur ekki hrifinn af því að ég raddaði sjálfan mig, og ef ég ætti nú syntha.. en já... kannski ég hói bara saman hljómsveit þegar ég er kominn með fulla plötu.. en sjáum nú til með það..

og nú ætla ég svo sannarlega að hætta þessum vangaveltum því ég er algjörlega kominn langt yfir mitt bloggsvið sem á að einkennast af glettnum setningum og ótvíræðum kaldhæðnis atviksorðum. Eða er það annars ekki?

jón helgi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?