<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 27, 2005

Fegurðin kemur ekki að sjálfu sér. Þar sem útlit mitt hefur einhvað unnið í því að síga oní vask síðastliðna daga og vikur ákvað ég , ákvað og ekki ákvað, að fá mér fegurðarblund. Ekki þessi hefðbundni lúr heldur eitt stykki fegurðarblundur. Langt síðan ég hef sofið svona langt fram eftir. Þegar ég var að fara í sturtu var pápi að koma heim úr vinnunni. Það samræmir sér ekki alveg.

Stelpur eru sumar svo heppnar að hafa náttúrulega fegurð, aðrar baða sig í meiki. Við strákar erum svo heppnir að annaðhvort erum við sætir eða ljótir, við þurfum allavega ekki að eyða 67þúsund kalli í meik, sem líka myndi annars gera okkur enn ógeðslegri viðrini en við erum fyrir.
Það er líka ástæðan fyrir að ég sef lengur og verð þarafleiðandi fallegri.. eða hvað? Er ég að blekkja sjálfan mig? nei ég held sko ekki..

Jólafríið hefur liðið áfram eins og einhvað sem líður ákaflega hratt. Ég stóð sjálfan mig að því í gær að brjóta hefð og helgi jólahátíðanna. Það var samt ekki eins erfitt og það hljómaði, eina sem ég þurfti að gera var að segja; "Ég ætla að fá eitt ostborgaratilboð", og rétta afgreiðslukonunni 799kr. Og satt best að segja er það ekki það erfiðasta sem ég hef gert. Þó þetta hafi án efa verið það fyndnasta sem ég gerði allt jólafríið. Já jólin mín eru greinilega ákaflega þunglynd. En þau eru samt skemmtileg.. það er ekki það!

Fékk lánaða fyrstu seríu af Scrubs hjá frænda mínum - ég vil kenna því um þennan langa fegurðarblund(eða þakka?) því ég sem ætlaði að fara sofa, fór ekki að sofa.. og horfði alltoflengi á scrubs, sem er án efa mjög fyndið.. heahea... ehm..

Jólagjafir;
Benni Hemm Hemm - Benni Hemm Hemm
John Lennon - Ævisaga
Harry Potter - og Blendingsprinsinn
Hanskar
2xHitchikers guide to the galaxy

Eftir að hafa ákveðið það að hún væri ekki nema einn annar blettur í risastóru stjörnukorti, og sætt mig við tildrög þess, eða þannig, þá fann ég hvernig 7unda stig geðveilu læddist aftan að mér þegar ég sló einn hljóm á píanó geðveikinnar. Og það gékk í gegnum mig þangað til ég endaði á gólfinu afslappaður og nokkuð vel dauður.

Takk fyrir mig.

fimmtudagur, desember 22, 2005

Jæja, 3 dagar til jóla, og 4 dagar í það að ég hafi ekki bloggað í mánuð. Mér líður eins og þetta sé mín skilda. Hversu innihaldsslaust sem það verður þá er þetta eins og vinna mín. Ég einfaldlega VERÐ að blogga einu sinni í mánuði. Þetta verður engin romsa um pólitík og mínar skoðanir, hátt í áttablaðsíðnaritgerð, blogg, eins og síðasta færsla, en nokkrar línur saka nú ekki.. svona mín jólagjöf til þeirra sem bíða í óvæni eftir að ég bloggi aftur.. ef það er einhvað þarna úti ennþá.

Jólin, jólin.. jólin eru tími stress og græðgi. Ég er hættur að skilja jólin. Snýst allt um að hafa engan tíma til neins og vera endalaust stressaður. Alltaf. Fólk verður ósátt ef það fær ekki 270 jólagjafir, og ennþá ósáttara ef hver og ein er ekki helst yfir 10.000 kallinum.
Nei, ég fylgi ekki þessum pakka.
Þó svo að jólafríið mitt hafi byrjað í miklu stressi, sem leiddi til þess að ég fékk nánast anoraxíu eftir að hafa ekki borðað neitt og mikilli andvöku, sem ég hugsa sé yfir núna, þá er ég ekkert að stressa mig á gjöfum. Ég fór í nokkrar búðir og keypti einhvað fínt handa fjölskyldunni. Ég fæ ekkert margar gjafir og ég er sáttur við það. Og þó ég fái ekki nema einn geisladisk frá maogpa þá er það enginn heimsendir.
Jólin eiga að vera gleði með fjölskyldu, vinum og ættingjum. Auðvitað er ég ekkert á móti pökkum þó. Alltaf gaman að fá pakka frá fólki sem manni þykir vænt um. Kannski er ég bara afbrýðisamur útaf ég fæ ekki 270 pakka, heldur einhvað í kringum þrjá.

Ég fór að syngja á Kleppi með kórnum, og það var eiginlega alvöru jólastemning ef einhvað var. Það var bara einhvað svo æðislegt. Var búinn að gleyma þessari gleði sem er svo auðvelt að fylla hjörtu fólks með, einungis með því að dansa í kringum jólatré!
Já við kláruðum prógrammið og þá drógu hjörtur, högni, grímur og guðm.óskar, upp hljóðfærin, og það var spilað og sungið og gengið í kringum jólatréð. Og það var svo sannarlega jólalegt. Maður fékk vægt nostalgíukast og mundi virkilega fyrir hvað jólin standa. Ást, umhyggju og vinskap.

Já jæja.. ég er að horfa á einhverja hommamynd í sjónvarpinu.. bless

This page is powered by Blogger. Isn't yours?