<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, nóvember 25, 2005

Skammdegið er orðið drungalegt og veturinn er að hefja innrás á íslenskt líferni. Lærin á útigangandi fólki frjósa saman við hreyfingu, og þar af leiðandi standa lifandi gjörningar hér og þar um borgina, fastir í sama sporinu frá því snemma sama morgun, löngu orðnir of seinir í vinnuna.

Það virðist hálf skrítið hversu kalt er orðið útifyrir en samt er ekki hálka og enginn snjór liggur yfir götunum. Það má segja að ég fari að kvíða fyrir veðrinu sem verður komið eftir jól, sá stinningskaldi og norðanvindur sem á eftir að hrella mig til að vera inni fyrir undir sæng eins lengi og oft og ég get, og gerir það að verkum að ég verð hundveikur, hóstandi og spýtandi hori í eitt bréfið á eftir öðru (það hefði mátt orða þetta fínlegar, ég veit).
Það er þó kannski ekki aðal málið að byrja að kvíða fyrir veðrinu sem kemur einhverntíman eftir jól, heldur kannski meira því að prófin eru að hefjast innan viku. Próf. JólaJólaPróf!. Já ég er ekki sáttur, ég nenni ekki að fara að læra endalaust og endalaust. Endalaus kvíði um að maður nái ekki prófum og þurfi að sitja annan eins, leiðinlegan og þreytulegan (því það er nú líklegast mestu líkurnar á að maður falli í þeim), áfanga eina önnina enn. Ekki nóg með það að það sé kvíði fyrir prófum sem byrji innan viku, en vikutörnið er nú einar tvær vikur af lífi mínu á önn, eða rúmlega mánuður á hverju ári (vá!), og þá eru venjulega prófin dreyfð yfir þennan tíma, en ég er svo gífurlega lukkulegur, algjör lukkunnar pamfíll, að ég fæ að fara í 3 próf fyrstu 2 dagana, 2 fyrsta daginn og 1 annan. Fyrstu Þrjú prófin AF Sex, eru á fyrstu 2 dögunum AF 14!, það er agalegt má segja. En lítið við því að gera annað en að byrja að læra.
Ég hef komist að ástæðunni fyrir því afhverju ég hef aldrei komið mér fyrir í pólitík. Ástæðan er aðallega sú, ja kannski fyrst og fremst að ég hef aldrei kynnt mér stefnur flokka og veit nánast ekkert um þetta, en hin ástæðan sem ég er núna að tala um er sú að ég verð alltaf svo ákaflega pirraður út í fólk í svona stjórnarstöðum. Ég er ekki að tala um allt fólk í stjórnarstöðum, allsekki. Ég er enginn anarkisti, þó svo að ég hafi gengið í þessháttar bol lengi vel, og ég er heldur ekki að segja að ég sé einhvað á móti þeim sem hallist að anarkisma. Bara til að útiloka allar sprengjur.
Já það sem ég er að tala um er fólk í stjórnarstöðum sem er bara virkilega heimskt. Svona vitlaust. Fólki sem er alveg sama um hagsmuni annara en gerir bara einhvað útaf því finnst það rökrétt en síðan er það algjör vitleysa, en útaf því að sú manneskja sagði það - valdamikil og stjórnsöm, þá verða margir sammála. Fólk með brenglaða rökhugsun.

Sem dæmi má um þetta taka (kannski sérstaklega útaf því að ég hef engann annan sérstakan í huga núna), td hana Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra. Sá kvenmaður er dæmi um það sem ég vill kalla brenglaða rökhugsun, allavega í þessum málum, því ég hef aldrei skyggnst neitt inní annað líf hennar heldur en það opinbera.
Allavega þá er ég að tala um bæði það að hún vilji endilega stytta framhaldsskólana niður í 3.ár, sem og lokun listdansskólans sem var ákveðið í morgun.

Stytting framhaldsskólanna? Afhverju? Þótt Þorgerður Katrín hafi átt hörð og erfið ár í menntaskóla því hún var svo ógeðslega leiðinleg, þá réttlætir það ekki að hún megi skemma "bestu ár" okkar hinna sem höfum bara alveg ágætlega gaman að því , og reynum að vera ekki alveg eins mikil fífl og hún er (afsakið orðalagið). Gaman að því að yfirleitt virðist hún vera sú eina sem er sammála því sem hún leggur til, fyrir utan einhverjar stjórnmálasleikjur sem hún á fyrir hundsspott og þjóna.
Þeir einu sem koma nálægt þessu og þurfa að ganga í gegnum þetta, eru hinsvegar ekki sammála. Ætli það hafi verið af ástæðulausu að það söfnuðust einhvað um 7þúsund unglingar fyrir framan Alþingishúsið hérna fyrr á árinu til að mótmæla þessari styttingu? Eða þá að kennarar hafi mótmælt einnig hérna um daginn?
Nei það er ekki neitt einhvað uppúr þurru - heldur meira svona útaf því að allir sem viðriðnir eru, eru á móti þessari styttingu. Og ekki er ég heldur að sjá hvað hún Þogga græðir á þessu. Yfirlesnir unglingar komnir útá vinnumarkað 19 ára í staðinn fyrir 20, og nenna jafnvel ekki að takast á við lífið eftir óverdós af námi. Eða þá að reyna að komast í háskóla 19 ára, en yrði þá ekki háskólasysteminu kollvarpað vegna þess að það væri ekkert pláss fyrir einhvern auka árgang þarna, og allt þjóðfélagið færi í vitleysu?
Það er heldur ekki eins og það sé ekki til nóg af valmöguleikum fyrir fólk sem vill taka skólann á styttri tíma en fjórum árum, því jú, allt er þetta einungis spurning um val, sem mér finnst að maður ætti að fá að velja um sjálfur.
Það er nóg af vali fyrir. Flestir skólar hafa þann valkost núna hvortiðer að leyfa fólki að taka skólann á þrem árum. Þú getur tekið MH á eins stuttum eða löngum tíma og þú vilt, bara að þú komist yfir allt námsefnið þá ertu frjáls um að fara. Þú getur alltaf farið í Hraðbraut og tekið menntaskólann á tveim árum, bara ef þú kærir þig um það, og svo best ég viti geturðu líka skráð þig sérstaklega á þrjú ár í Verzlunarskólanum.
Svo ég sé ekki tilganginn. Enda er hann enginn!

Einnig eins og ég sagði, á að loka Listdansskólanum, og er það líka hugmynd hennar Þoggu-Brjál. Hún er hamlaus og það er virkilega að valda skaða og algjörum usla í þjóðfélaginu.
Ekki það að ég komi nokkuð nálægt þessum skóla, en ég á nokkrar vinkonur í þessum skóla (já ég á vini!), og auðvitað Konrað, besta vin minn.
Þetta er eins og að ákveða bara að loka Bónus keðjunni. Útaf engri ástæðu. Ekki útaf það valdi nokkrum meinum fyrir þjóðina eða menningarlíf eða hvað sem það er sem manneskjunni dettur í hug, heldur bara útaf því að hún Þorgerður Katrín hefur einfaldlega ekkert betra að gera sem menntamálaráðherra íslands og í stað þess er hún að koma með allskonar hugmyndir til að skaða ungmenni þjóðarinnar.
GETURÐU EKKI EIGNAST BÖRN? ER ÞAÐ OKKUR AÐ KENNA? ÆTLARÐU ÞESSVEGNA AÐ FARA ILLA MEÐ OKKUR, FRAMTÍÐ ÍSLANDS, BARA ÚTAF ÞVÍ AÐ ÞÚ ERT GETULAUST LÍTIÐ GREY!!?!??!? nei og haltu svo kjafti.

Þetta seinasta var bara til að vera kúl samt..

Nú er það spurningin; er það kannski einfaldlega ég sem er með svona brenglaða rökhugsun?
Allavega þá er þetta ástæðan fyrir því að ég hef rosalega mikið haldið mig frá stjórnmálum, svo ég geti með besta móti sleppt því að hlusta á ruglið í svona fólki. Ef svo væri ekki, væri ég án efa búinn að fjárfesta í all mörgum byssum og skjóta einn og annan í bræði minni. Þetta er mín leið til að halda mér rólegum.Ég las einmitt svo góða færslu hjá honum Marteini áðan sem fjallaði um sömu málefni sem virkjaði mig allverulega til að blogga því þetta er orðið heldur betur langt held ég...
Ég ætti kannski að senda Þoggu-Brjál link á bloggið mitt og sjá hvað hún segir við hugmyndum mínum um getuleysi hennar?

Jæja yfir í léttari málefni. Ég er mikið búinn að babbla um að bloggið mitt sé orðið tveggja ára. Er þá ekki tímabært að skipta um bloggkerfi? Allavega prufa. Við skulum nú ekki deyða þessa síðu strax. Hlynur var nefnilega að bjóða mér þjónustu hjá http://www.pineapple.is og ég ætla allavega að prufa það og sjá hvort ég geti gert þá síðu að "minni eigin", með eigin hönnuðu útliti. Ég prufa allavega, og læt vita hvernig gengur og hvort ég skipti. Já ég læt vita, ekki örvænta.

Sigur Rós á sunnudaginn?
Harry Potter í kvöld?

Allavega er ég farinn,
kv. nonni.


þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Jæja það hlaut að koma að því að ég myndi láta verða úr þessu.. þeas að blogga aftur. Frístundabloggarinn ég á greinilega ekki margar frístundir miðað við bloggfærslufjöldann en hvað get ég sagt, ég hef ekki verið að gera neitt það merkilegt að ekki hafi ég haft tíma til að blogga.. kannski að efniviðurinn hafi verið einhvað snjáður þá hvað um það.

Eins og greint var frá í síðustu færslu þá var ég á leiðinni í óðrík.. jæja við unnum! Jibbí.. neii..
nei semsagt það var þannig að daginn eftir að ég skrifaði þetta blogg, að þá vorum við afskrifaðir úr keppninni, vegna þess að Arnar pjé stóðst ekki lyfjapróf.. og einhver álíka smávæginleg atriði, á borð við að Andri hafi verið færður í fangaklefa í kvennafangelsi eftir nokkra röð atburða sem ekki verður greint frá, og ég.. jahh við skulum líka bara sleppa því að greina frá því hvað gerðist fyrir mig..
Hinsvegar var ekkert að Adda, og hann tók þátt í keppninni án okkar.. þeas hann reddaði laginu, hann fékk nokkra valinkunna tónlistarmenn til að spila með sér lagið okkar.. eða ehh.. og já sigraði! og til hamingju með það, þó það sé sirka mánuður síðan keppnin var..

Vá próf.. jeij próf meina ég.. já próf að byrja eftir viku og fyrstu 2 dagana fer ég í þrjú próf andskotinn hafi það.. JÁ ÉG SAGÐI ANDSKOTINN HAFI ÞAÐ.. samt ekkert svo pisst.. bra smáomg... eða já.. eðaðeaðeaðeaðeðaeaðeaðaeðaeðað

hei já ég er að lesa þessa mjög góðu bók, ilminn, gaurinn drepur stelpu og fiiinnur þar með hinn fullkomna ilm.. kaldhæðnislegt? neinie ekkert svo.. meira svona flippaður gaur.
Hann er víst frekar ljótur, og franskur, og hann .. nei lesið bara bókina, ég fann mitt eintak liggjandi á glámbekk.. á bókasafni..

Síðan keypti ég mér föt um helgina í fyrsta skipti síðan í sumar.. 2peysur og einar buxur á sama verði og matti fjárfesti í einum gallabuxum sem ekki má þvo í átta mánuði.. er það ekkert mikið eða er þetta bara ég?

Svo klipping.. ég stuttur, úllala...
Annars mæli ég með nýja Death Cab for Cutie disknum..
ég er búinn að missa það
drop
bless

This page is powered by Blogger. Isn't yours?