<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, október 26, 2005

Eins og veðrið, þá breytast vindáttir og skap bloggarans með einu fingrasmelli af og til. Bloggarar, sem og fólk yfirhöfuð, eiga góða daga og slæma og það er fátt við því hægt að gera til að breyta því. Stundum hefur sólin skinið á mig þegar ég skrifa færslur hérna en í eitt skiptið, og ég nefni aðeins eitt skipti því það er virkilega viðeigandi núna, færði ský fyrir sólu og allt varð frekar dimmt.
Gott dæmi um þessa skjótu breytingu er síðasta færsla mín, sem yfirhöfuð var virkilega vitlaus og leiðinleg. Útskýring á því má vera sú að hún var skrifuð þegar ég ætlaði að vera farinn að sofa þetta laugardagskvöld, en ákvað að bæta úr því að langt hefði verið síðan ég skrifaði síðast hér á síðuna, og eins og sjá má ef seinasta færsla er lesin þá svo sannarlega kippti ég því í liðinn.
Og til þess að koma í veg fyrir allan misskilning þá er ég ekki hættur að blogga þegar þessi stund líður, en einhver má vita hvað koma skal í lífi þessarar blessuðu bloggsíðu.

Jæja! úr ruglinu í enhvað annað ennþá verra. Ég er kominn með einhvað stórfurðulegt æði fyrir gömlu starwars myndunum. Arnar Pjé var svo elskulegur að lána mér þetta og ég eiginlega reyni að horfa á þetta alltaf þegar stund gefst og ég er í skapi. Eins og stendur er ég búinn með mynd IV og kominn langt á leið með mynd V, svo það má sjá á þessu að ég hef ekki mikinn tíma í að horfa á myndirnar, og þrátt fyrir það hrannast heimavinnan upp á mig. Ég einfaldlega skil ekki hvað ég geri við tímann ( segi ég þegar ég sit hérna við tölvuna , og geri ekki neitt annað en að skrifa óskup tilgangslaust blogg, sem flestir eru hættir að lesa eftir að hafa haldið mig hafa gefið upp öndina).

Jæja... annað árið í röð sem ég og aðrir ákvuðum að taka þátt í lagasmíðakeppni MH; Óðríki Algaula. Hljómsveit sú ber nafnið Friends4ever, og spila þeir partyslagarann Love is like a circus, án efa við miklar og góðar undirtektir viðstaddra (skulum við vona ef við náum að klára að æfa lagið fyrir keppnina). Höfundur þessa stórfína lags er enginn annar en gulkrulluhausinn Eysteinn Hjálmarsson , og bróðurhelmingur Mammút veitir mér og Adda lið við að þrusa þessum partytónum út um hátalarakerfið á Miklagarði.

Á meðan ég man þá auglýsi ég eftir fylgdarfólki á Sigur Rós, þann 27.nóv, svo ef þú/þið eruð að fara þá endilega skildu eftir þig slóð (hvort sem það er af drullu eða einhvað á tölvutækuformi)...

Jæja ég kveð, og megi allir drottsins englar vaka yfir ykkur öllum. PEACE & LOVE!! nei ók.. ble

sunnudagur, október 23, 2005

Það vill svo skemmtilega til að ég hef komist að þeirri niðurstöðu að flestar færslur sem ég skrifa byrja á "það", rétt eins og þessi. Þetta sá ég þegar ég renndi yfir byrjunarsetningar síðustu pósta, á leið minni að skrifa þessa færslu sem ég er að skrifa akkúrat núna.

Pælingin er sú í dag, að hugmynd mín um jónsmánuði hafi verið afsönnuð. Var Jesú til eða ekki? því get ég ekki svarað, en maður getur svarað með spurningum. Eins og "Trúir þú á sköpunarsöguna eins og hún er í biblíunni?" eða "Hefurðu lært efnafræði?".
Nú er ég með pælingu í mót við jónsmánuðahugmyndina, en sú hugmynd er sú að líftími blogga sé ekki endalaus. Ekkert frekar en við mannfólkið, eða allt kvikt sem gengur þessa jörð, þá eru blogg ekki ódauðleg eins og einhverjir seiðkarlar frá 15.öld.
Þegar ég komst að því að bloggið mitt væri nú orðið tveggja ára, fór ég að spá í því að önnur nýrri blogg eru yfirleitt mun aktívari en þetta hér. Ég er ekki valdur fárra skrifa á þessu bloggi heldur getum við kennt gigt og hrörnun um þetta. Bloggið er einfaldlega kominn á gamlan aldur og er sljóvara og ekki eins ferskt og þessi nýju.
Af þessu má lesa að 1 manns ár, er á við 50 bloggár, og þar af leiðandi er bloggið mitt að ganga sitt hundraðasta ár á lífi.
*Þessi pæling kom útaf því að mér fannst bloggið mitt vera að deyja.. ehm.

'
Ég hef verið að hlusta á mikið af margskonar skemmtilegri tónlist undanfarið, og fjárfest í nokkrum eigulegum diskum. Fór í kolaportið fyrir stuttu og keypti eftirfarandi

Wilco - a ghost is born
Pink Floyd - Wish you were here
My bloody valentine - Loveless : snilld
Marc Bolan & T-rex - Classic :einnig Snilld
The Stranglers - Peaches (the very best of the stranglers)
Neil Young - Harvest

og síðan tvær vínyl:

Pink Floyd - Dark side of the moon :jebbjebb..næs
Genesis - Sold England by the pound

Jé.. svo er það bara mars volta, blonde redhead og mozart í tækinu! rosa arty og kúl.. eða einhvað..


Keypti mér mbox2 í gær , svona upptökugræjur, rosa kúl.. virkar ekki
eða pro tools gefur mér error, uhh skil ekki svona fle

Leigði mynd með steina áðan , High Fedelity, sem er klassísk snilld
og svo horfði ég á um daginn Star Wars iv A new hope, sem er náttúrulega ennþá meiri klassík

og svo ætla ég bara að fara að skjóta mig því ég er svo arty og felippaður gaur og á ekki armband á airwaves svo ég keypti mér bara miða á sigur rós og get tendrað eld með gasi og súngið falsettu bara yfirhöfuð dáið því það er svo mikið trend og það eru hvortiðer uþb allir hættir að lesa þessa síðu sökum hrukkna í andlitsfari bloggsins að ég get bara dáið hvað og hvenær og bara fokkó bæ!

fimmtudagur, október 13, 2005

Það má nú með sanni segja að þetta blessaða blogg sé orðið tveggja ára! Byrjað að fá fyrstu tennurnar og rétt byrjað að labba, eða svona næstum.
Reyndar miðað við sum blogg má nú bara segja að þetta blogg sé orðinn gamall kall sko, ekki alltaf sem þetta lifir svona lengi - en það er líka bara útaf því að ég hef ekki nennt að skipta og reyndar enga löngu til þess haft, enda blogga ég svo sjaldan.
Ég sá nú samt einhversstaðar þarna þegar ég var að fara að kríeita bloggið að ég væri búinn að posta uþb 80 póstum síðan ég stofnaði bloggið í október 2003. Það er nú ekki beint mikið fyrir heil tvö ár miðað við bloggara sem blogga á hverjum degi og jafnvel oft á dag en þá hefði ég getað verið búinn að skrifa uþb 700 pósta, en ég meina.. það lifa ekkert allir í jónsmánuðum eins og ég.

Ég lenti í skemmtilegu atviki fyrir nokkrum dögum, nánar tiltekið föstudaginn seinasta. Ég kom heim af kóræfingu, skítþreyttur, um hálfsjö leitið, og ákvað fyrir einhverja einskæra tilviljun að tékka á því hvort ég hafi fengið bréf í póstinum(sem gerist nú ekki íkja oft á þessum aldri). Þegar ég gengfram í eldhús, þáviti menn, bíður mín ekki alsherjar stórt bréf á borðinu.
Þegar ég síðan opna bréfið, kemur út stórt blað sem stendur á einhvað á þá leið "Teiknaðu mynd af pabba þínum og þú getur unnið skíðaferð til akureyrar".
Og ég bara einhvað What?, halda þau að ég sé þroskaheftur - ég kann ekkert á skíði!
Síðan sé égalltíeinu skrifað á blaðið nafnið mitt og gamla heimilisfangið og það stendur sko Jón Helgi Hólmgeirsson 9ára.
Síðan sé ég glita í snepil með blaðinu sem á stendur einhvað á þá leið að ég hafi semsagt sent inn mynd í myndasamkeppni þegar eg var níu ára til Sævars karls og nú hafi þeir fundið hana og ákveðið að senda hana til baka - Nú geturðu séð hvort teiknistíllinn hafi einhvað breyst.
Og viti menn, myndin fylgdi með - þessi flotta mynd af pabba í sparifötunum sem ég teiknaði og litaði þegar ég var níu ára! það fannst mér svo sannarlega gaman að sjá.

Já það er fimmtudagsmorgun og klukkan er orðin tólf. Ég var vakinn af mömmu hans hlyns, sem spurði mig út í einhvað símanúmer - alltaf gaman að heyra í henni fyrir hádegi.
En allavega þá er ég í vetrarfríi og var á balli í gær. Það var alveg óvenju gaman, og ég minglaði við fullt af busum og kynntist helling af fólki og dansaði eins og brjáli. Síðan fékk ásrún gat á hausinn og gró var öll út í blóði og allt endaði vel, svo best ég viti.. jú nýjustu fréttir segja að hún lifi, það er nú gott.

en já ég ætla gera einhvað, einhvað einhvað einhvað


This page is powered by Blogger. Isn't yours?