<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 29, 2005

Besta leið til að drulla mér í það að blogga var greinilega að klukka mig. Takk KATRÍN uhh.. en já jæja ég hef semsagt verið klukkaður af katrínu fellibyl og ég þarf að skrifa um mig fimm staðreindir og hér læt ég þá flakka... :

Staðreynd 1.
Ég heiti Jón Helgi Hólmgeirsson. Ég var skírður í höfuðið á báðum öfum mínum sem hétu s.s. báðir Jón. Helgi er komið beinustu leið úr haus foreldra minna fyrir utan hversu helgur gaur ég er og hversu skemmtilegur ég er um helgar, og hólmgeirsson er víst komið beinustu leið úr nafni föður míns. Í gegnum tíðina hef ég verið kallaður öllum fjandanum af nöfnum. Jóngi, Jónsi, Jonni, Jonny, Jói(af einhverjum algjörum fávita) og öllu sem tengist þessum stöfum sem koma fyrir í Jón nafninu. Síðan tók ég upp nafnið Nonni rétt áður en ég stofnaði þessa bloggsíðu sem var fyrir rúmum tveim árum (Shjæsen!!) og Hólms kom í eftirdragi af því að ég var með einhvern ómældan áhuga á Sherlock Holmes á þeim tíma í einhverjar tvær vikur eða einhvað og útaf því að John Holmes er með fáránlega stórt typpi.

Staðreynd 2.
Ég er í MH. Ég er á öðru ári í MH. Það er virkilega fínt, svo er ég líka í kórnum og það er líka mjög gaman. Ég sit á 6.borði frá "klukku" eða vegg því klukkan er horfin. Ég á mjög fína vini sem sitja margir á sama borði og ég(nei ég sit ekki einn við einhverja tölvu uppi á miðgarði..). Einu sinni þegar ég var busi var orðið á götunni að við værum öll á bólakafi í fíkniefnaneyslu og héldum orgíur reglulega. Lítið af því var satt.. og mér fannst það fyndið.

Staðreynd 3.
Á hverjum morgni þarf ég að taka inn töflur. Ofnæmistöflur. En málið er að hvorki ég né nokkur annar( þá á ég aðallega við lækna) vita fyrir hverju í fjandanum ég er með ofnæmi fyrir. Svo ég hef verið á ofnæmislyfjum síðan ég veit ekki hvað. Þetta ofnæmi byrjaði að hrjá mig fyrir uþb tveim árum þegar ég kom heim frá Finnlandi held ég.. þetta lýsir sér í kláða. Ég get fengið ofsakláða eða einhvað ef ég tek ekki töfluna mína á morgnana. Ég byrjaði í einhverju vægu og fékk síðan aðrar og svo aðrar og nú er ég kominn á toppinn held ég og kominn í það uþb sterkasta, og samt tek ég stundum tvær.
Hm.. tvö ár síðan ég fékk þetta.. tvö ár síðan ég stofnaði bloggsíðuna.. ætli ég sé með ofnæmi fyrir.. nei.

Staðreynd 4.
Ég hef mikla unun af tónlist. Ég spila á gítar og hef gert það í nokkur ár eða uþb 4-5. Mér finnst ákaflega gaman að búa til effekta sýru úr gítarspilinu mínu og er framtíðarplan mitt að toppa Finnbob í gítareffektasafni.
Mér finnst fáránlega gaman að spila á öll hljóðfæri, og finnst mjög gaman að prufa ný hljóðfæri sem ég kann ekki á ef ég kemst í það, nú um þessar mundir er ég að fikta á orgel og trommur og það er geðveikt. Annars langar mig mest í glockenspiel.
Ég safna líka tónlist, og er kominn upp í rúmlega hundrað geisladiska og á í kringum hundrað vínylplötur - ég ætla að eignast safn þegar ég verð stór strákur.

Staðreynd 5.
Ég er Tvíburi, ég er digga það feitt. Lesið bara allar stjörnuspár um Tvíbura ef þið viljið vita einhvað um mig því þær eru oft mjög líkar mér... því ég er tvíburi......
Ég teikna líka mikið, og hefur það verið eitt af mínum aðal áhugamálum síðan ég var lítill. Það hafði verið áætlun mín að setja einhverjar teikningarmínar á netið og á þessa síðu og þessvegna stendur "Sketches einhavbð.." þarna uppi í uppihorninu á síðunni.
Uhh já ég kann heldur ekki muninn á hægri og vinstri en ég er hinsvegar mjög ratvís og veit yfirleitt í hvaða átt ég sný (n-s-a-v).

Þetta ætti að vera nóg - fleiri en ein staðreynd í hverrri og einni staðreynd.

Nú er komið að mér að klukka og þar sem ég nennti ekki að skrifa staðreyndirnar strax, þá er búið að klukka alla í kringum mig
en hér kemur klukkið mitt:

1.Sammi
2.Steinar Þór (því ég var feitt búnað panta það)
3.Snorri
4.Kristín
5.Þórdís

ps. þessir þrír neðstu eiga ekki bloggsíður og blogga ekki svo þau verða bara að skrifa staðreyndir niður á blað og senda þær til guðs.

Jæja þá er það komið.
Lífið gengur sinn vanagang, fyrir utan að ég er að vinna að einhverjum fáránlega erfiðum Eðlisfræði heimadæmum. talandi um flipp.

Tónlist líðandi stundar er At the drive-in, Simon & Garfunkel, Mozart's Requiem(takk steini) og Novelle Vague -sem er virkilega töff.
Bækurnar eru Hobbitinn og Brennu-Njáls saga sem eru líka frekar feitar bækur!
Kvikmyndin er City of God

kv. noné í ullarsokkum.
ps. er þetta bara ég eða er það virkilega plebbalegt að skrifa alltaf einhvað svona asnalegt eins og ég geri þegar ég "kveð", eins og þetta þarna kv.noné flelfle? nei ég bara spyr.. eða þykir það bara artí að vera plebbalegur hah.

mánudagur, september 26, 2005

Það hlaut að koma að þessu. Haustlaufin hafa þyrpst í kringum mig síðustu sextán daga og haldið mér í skefjum frá þessu bév. bloggi. Ég er að komast í svo gott skap yfir þessu veðri, eða kannski fremur klikkað skap - hef fengið kóment á hálf óvenjulega hegðun undanfarið og ég get ekki sagt að ég neiti því, veit ekki hvað er að hellast yfir saklausa jónið. En já þetta haust sem er að stíga sín fyrstu skref, ég er virkilega að fýla þetta, og hlakka þó ennþá meira þangað til byrjar að snjóa og allt verður hvítt og fínt, vil þó helst losna við slabbið. Kannski var ég bara orðinn leiður á sumrinu.
En hvaða sumri gæti maður þá líka spurt sig að..

ég er kominn að þeirri niðurstöðu sem líklega aðrir hafa áttað sig á fyrir löngu en ég er nú fyrst að koma fyrir mig, eða kannski bara fyrst að skrifa niður, að heimurinn er að fara til helvítis.

Undanfarið hálft ár hefur allt leikið á reiðiskjálfi með yfirnáttúrulegum sjóbylgjum og fellibylum á víð og dreif. Hefur þetta alltaf verið svona meira og minna? er ég bara fyrst að taka eftir þessu núna? allavega þá er það einhvað.
Áður var þetta þannig að loftsteinar klesstu á jörðina og drápu risaeðlur og heimstyrjaldir brutust út, en hei það var ekkert að gerast annan hvern dag.
Núna á örstuttum tíma eru flóðbylgjur búnar að drepa tugþúsundir manna og fellibylurinn einn af öðrum að herja á bandaríkjamenn. Eigum við ekki bara að kenna Bush um þetta? er það ekki okkar eina von um frið í hjartanu að geta kennt karl"greyinu" um þetta. Ég hugsa það sé viturlegast fyrir okkur öll.

Ekki nóg með það að fellibylir séu að drepa mann og annan að þá, það sem ég ætlaði að tala um til að byrja með, eru árstíðirnar á íslandi í alvarlegu rugli. Eitt árið byrjar sumarið í febrúar og næsta árið kemur ekkert sumar! VILTU ÁKVEÐA ÞIG! þetta er ekki hægt, fáið einhvað skipulag á þetta fólk. Sér ekki aumingja ríkisstjórnin um þetta!? Setjið ÞETTA í stefnuskrána ykkar!

Annars bara allt gott að frétta..

þetta er svoldið fyndið, ég mætti hingað(þar sem ég skrifa bloggið áður en það postast) og ég hafði í raun ekkert að skrifa, síðan byrjaði ég að skrifa um ástandið í heiminum og íslandi, og eftir það.. þá er ég bara nokkuð tómur og hef ekki fleira að segja.

Jú ég sókti um mitt kort, það var samþykkt, sama mynd og ég hef í display á msn, þessi græna.. eða marglita, já.. jú það, margir hafa spurt mig að því hvað í fjandanum þetta sé, þessi blessaða litríka mynd, og svarið er einfaldlega að þetta er mynd af mér. Já Nonni orðinn svoldið litríkur, það er alltaf gaman þó ég sé meira fyrir þesssa pleinliti. náttúrulegu liti.... ok hei ég ætla að hætta áður en ég klúðra þessu.

kv. noné náttúrubarn

laugardagur, september 10, 2005

Það er laugardags-fyrirmiðdegi. Ég sit í stól hulinn gæsahúð gagnkvæmt tölvunni og á nokkuð erfitt með að hreyfa puttana. Himnesk hljóð ferðast að eyrum mínum og inn í skilningarvit mín. Ég kemst í einskonar vímu. Ég sit hér í ástandi sem nánast er ekki hægt að lýsa. Það er eins og allar tilfinningar sem felast hér og þar um líkama minn brjótist út og mig langar nánast að fara að gráta.

Ég er að stelast, en þó get ég eiginlega ekki hætt að stelast. Eftir að hafa horft á myndbandið þá leiddi eitt af öðru og ég byrjaði að stelast í músíkina. Ég get ekki hætt enda er ég að bráðna í ei heitu loftinu sem fyllir herbergið mitt.
Ég er horfði á þetta efsta :
Glósóli
og ég fékk virkilega gæsahúð.
þá var það næst linkur á þetta :
Takk ...
og nú ligg ég næstum í stólnum mínum og allt þetta sem ég lýsti fyrir ofan er í fullum gangi.

Ég er búinn að bíða eftir þessu síðan ég fór að sjá Sigur Rós í frankfurt í sumar og ekki bara að þetta lofi góðu heldur lofar þetta bestu. Ég hef nú heyrt talað um að Takk ... eigi að vera betri en ágætis byrjun, sama hversu stór orð það eru, þá get ég samt ekki sagt til um hversu rétt það er..

úr tilfinningaríku andrúmsloftinu sem ég lifi í þessa stundina, yfir í einhvað annað..

Ég skrapp í bíó með nokkrum vinum í gær, á mynd sem ég var einmitt líka búinn að vera bíða eftir, eða Charlie and the Chocolate factory. Það hljómar kannski furðulegt að hópur unglinga fari á fjölskyldumynd í bíó klukkan uþb hálf ellefu á föstudagskvöldi, en hei þetta er sami lýðurinn og horfði á Múmínálfana eitt laugardagskvöldið í sumar.
Góð mynd, þrátt fyrir að ég hafi haft sólgleraugu á mér hálfa myndina í einhverju athygliskasti þá var hún allsekki slæm, heldur bara feiknargóð. Tim Burton stendur alltaf fyrir sínu og eiginlega gerir Johnny Depp það líka.
Svo sá ég bara í auglýsingunum trailer að annari mynd frá Tim Burton, í svona Nightmare before Christmas stíl, það verður einhvað skemmtilegt vona ég.

Ákvað bara að skrifa eina færslu svona til að gera einhvað. Kem kannski bara aftur hingað einhverntíman..
bless?...
kv.noné í ambient fýling


This page is powered by Blogger. Isn't yours?