<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, ágúst 20, 2005

Ég vaknaði við mjög ógeðfelldan hlut í morgun, eða þeas ég vaknaði í svona 3 skipti og ætlaði loks að drulla mér framúr, en þetta já, þetta svo sannarlega fékk mig til að skoppa uppúr rúminu.
Ég bylti mér einhvað og fann hvernig einhvað datt af andlitinu mínu á koddann minn, svo ég sneri mér við í rúminu og sá þar að þetta sem hafði fallið þessa löngu vegalengd af andliti mínu niður á koddann var ekkert annað en mjög freðinn geitungur. Hann hafði semsagt verið í tjillinu á andlitinu mínu í nokkurn tíma því ég man eftir að hafa heyrt fluguhljóð einhverstaðar rétt við höfuð mitt í eitthvert annað skiptið þegar ég vaknaði.
ég skildi hann eftir bröltandi á koddanum mínum og gekk útúr herberginu og las blaðið og svona.
Ég meina get ég ekki kært hann eða einhvað? Ég ligg þarna skítþunnur í fremur annarlegu ástandi, og hann kemur og notar minn kalda svita sér til fullnustu! einhvað sem hann hefur engann rétt á, að nota mitt annarlega ástand til að gera sér góðan dag! I feel so used and violated!
Eftir rúmlega hálftíma kom móðir mín heim og ég sagði henni allar sólarsöguna.
Moms: Og hvað drapstu hann ekki?
minns: Drap?.. ha?.. ég.. nei..
Svo mamma tók sig gjörsamlega til og drap hann með köldu blóði, eða svona næstum.
Mér var nú ekkert sérstaklega vel við að skríða upp í rúm aftur , og hristi sængurfötin til og frá til að gá hvort nokkuð leyndust fleiri geitungar þarna eða kannski bara eitt stykki bú.
Kannski ný tegund Freð-geitunga, sem chilla í sængurfötum fólks og gera ekki flugu, já eða mönnum, mein.
EN nei ég sem betur fer fann ekki fleira, því þó ég sé ekki hræddur við geitunga þá er ég ekki það töff gaur að ég geti ekki viðurkennt að mér þyki það frekar ógeðslegt að sofa í flugubaði.

Gaman að segja frá því að þegar ég labbaði inn í eldhús síðan og sá blaðið opið á borðinu þá var það fyrsta sem ég rak augun í var lítill kassi sem í stóð "Dagur skordýranna".

Já það var kokteil boð í gær hjá kristínu kokteil, það var fínt. Fín stemning á fólki þótt ég held að flestir hefðu viljað vera með einhvað á borð við bjór , þar sem kokteilar geta verið alveg voðalega væmnir og maður fær fljótt ógeð á svona, en samt skemmtileg pæling að halda kokteil boð þótt enginn hafi kunnað að blanda svona. Ég og hlynur fórum eftir nokkurskonar uppskrift - ætli það hafi ekki bara verið afbrigði af Sex on your face.
Fór niðrí bæ eftir herlegheitin og rambaði inn á innflutningsparty hjá arnari stórabróhlyn, og hitti þar meðal annars orra sigur rós, og hans fíönsei - og þau mundu eftir mér sem var íkt kúl.
Eða já sagan bakvið það var auðvitað að ég fór á sigur rósar tónleika út í frankfúrt og fórum síðan baksviðs þar sem fíönsei orra, frú lukka er systir villa ferðafélaga og bara .. uhm.. flipp?
Allavega þá endaði þetta kvöld bara þónokkuð vel eftir langt og gott tjill með fjölskyldu hlyns.

Svona í lokin þá gerði ég óskaplega ógáfulegan hlut. Það atvikaðist þannig að ég sat á sirkus með einmitt fjölskyldu hlyns, og var með einhvurt andskotans óbragð upp í mér, og mig vantaði einhvað að skyrpa í. Það næsta sem ég fann var öskubakki sem var frekar mikið askaður, og tók upp á því að þreyta einni vænni gossu oní þennan saklausa öskubakka sem einmitt svaraði mér á móti með því að þyrla allri helvítis öskunni yfir mig allan og framan í mig og upp í mig. Mér líður ennþá eins og ég finni öskubragð þegar ég sleiki útum.

noné kveður menningarlegur.

föstudagur, ágúst 19, 2005

VÁ HALLÓ, ég náttúrulega gleymdi að segja frá friiggginng snilld. Ég fór í hagkaup.
hlynur keypti sér nammi. ég borða ekki nammi, því ég er svo fit gaur. ég fann tyggjó. Sem er alveg eins og gamla húbba-búbba!
Hver man ekki eftir því? Stóru húbba búbba kassarnir sem síðan við einhvað verkfall eða einhvern fjanda í húbba búbba verksmiðjunni voru kuttaðir helminga. Sem gerði það að verkum að húbbabúbba kassar voru einungis hálfir.. það var þá sem húbba búbba (djöfull er erfitt að skrifa þetta orð oft) byrjaði að sökka. EN hei ég fann lausn á þeim vanda. Ég keypi tyggjó sem heitir einhvað böbbalisjús, og er alveg eins og gamla gamla húbba búbba með stórum kössum, það er rokk. bara smá innskot, ekki láta þetta draga athyglina frá rosa svölu áfengisfærslunni minni sem undirstrikar að ég sé rosa hip að drekka áfengi með ray ban sólgleraugu og sígó , halló hafn.
damn straight!
enginn biður að heilsa !

Formálinn búinn. Er ekki Inngangurinn næst? eða er það kannski það sama? Allavega þá er metsölubókin fyrir handan hornið en ég hugsa hún verði ekki pöbblissuð fyrr en seinna.

Það er nefnilega þannig að ég er orðinn óhemju veikur. Er að reyna að rífa mig upp úr sleninu, en slenið er stökk. Naglaþjalir og ostaskerar virka ekki á svona kjaftæði. Þessvegna hef ég tekið upp á því að byrja að flytja ógrynnin öll af áfengi heim til mín, og er ætlunin að drekkja sér í gegnum veikindin.
Kom heim með sýrópsflösku áðan og mamma hélt ég væri genginn af vitinu, spurði á þá leið hvort ég ætlaði að eyða öllum sumarlaununum mínum í þessa vitleysu, og virtist ekkert kippa sér upp við það þegar ég reyndi að útskýra það fyrir henni að þetta væri bara sýrúp. Það er reyndar ekki á hverjum degi sem ég kem arkandi með sýrúpsflöskur inn á heimili mitt.
Ég er nú reyndar gjörsamlega með óráði og hef ég hrætt hlyn litla upp úr skónum í allan dag með ímiskonar uppátækjum, eins og að henda í hann kókglösum og halda uppistand fyrir afgreiðslukonu. Svo nú bíð ég bara eftir að mamma og hlynur taki höndum saman og leggi mig inn.

Það er kannski einhvað skrítið við þetta - ég varð ekki veikur fyrr en um sex leitið í gærkvöldi og þrátt fyrir það hef ég flutt inn 1l. af Malibu, 1l. af Kaptein, 350ml. af Vodka , 20 bjóra, og 750ml. af uhm.. sýrúpi.. enda kemst mamma ekki að til að elda, hún til dæmis notaði óvart romm í staðinn fyrir matarolíu þegar hún steikti hamborgara upp af pönnu í gær. Systir mín hefur aldrei orðið jafn græn.

Jú skólinn, hann er að byrja, og ég vera búinn að kaupa bækur jeij. Andskotinn megi samt hafa þá sem setja saman töfluna mína. Þeir búast við að ég geri ekki annað en að læra og troða mér í fulla töflu á hverri einustu önn, 23 einingar er heldur mikið finnst mér ! Sem betur fer er lítið mál að segja sig úr áfanga þannnig það verður svo sannarlega gert.

Þá er þessum inngangi að ljúka - vil að lokum mæla steerklega með nýju Leaves plötunni The Angela Test

noné kveður með Englapróf (nei ég er ekki svona lélegur í ensku þótt ég sé bara að fara í 203)

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Ég skil ekki myndasögur í fréttablaðinu.. nánar tiltekið Pú&pa (heita þær það ekki annars?). Andskotans vitleysa sem engum manni ætti að finnast fyndið. Eina sem mér finnst sniðugt við þetta er að hann kallar "hinn almáttuga" = Ðugs.. samt skil ég aldrei sögurnar.

Jú jæja, það er ekki hægt að komast framhjá því, allavega ekki langt framhjá því, en að segja það að það sé langt síðan ég bloggaði. Nei, engar afsakanir í þetta skiptið eins og ég er gjarn á að koma með. Klausur á borð við "sorry þúst hvað það er óglsa langt síðan ég bloggaði bra þúst havði ekki tíma!", eru svo sannarlega ekki við stjórnvöldin lengur, heldur tek ég þetta í mallann(þar sem engir magavöðvar eru sjáanlegir) á mér, eins og sannur ( já eða ósannur, hvort sem er) karlmaður. Ég hef afsökun, sem ég ætla ekki að beita, en samt sem áður(jájá kemur helvítis afsökunin.. auðvitað) þá var ég staddur í Grindavík í allt sumar, þar sem hugtakið tölvur er ekki til og rafmagn, er jú af skornum skammti - og jú viti menn, ég sá nokkrar rollur þarna í þokkabót.

Grindavík er skondinn bær.. ég var nú búinn að skrifa einhvað um ættfeður mína í þessum bæ í öðrum færslum, eins og um heyrnaskerta frændann og síendurteknarsögur-ömmuna. Og ætli það sé frá mörgu öðru að segja, frá þessum blessaða bæ? nei ég held ekki.

En hei köttum á krappið - ég er kominn heim (í búðardalinn?), og fann skóna mína fljótlega eftir síðustu færslu, svo að nonnið liggur í lind, og reykir epli og reykelsi í tonnavís.

Áfram með söguna ( byrjaði hún einhverntíman?), (vá ég ætla verða þekktur sem bloggarinn sem skrifar alltaf hálfa færsluna inn í sviga ). Ég skrapp til frankfúrt, sem er í þýskalandi, og það var gaman. mjög gaman meiraðsegja. fór þangað með fræknu fólki og var gaman. (uppiskroppameðlýsingarorðjájájá). Ef þú lesandi kær hefur ekki þegar heyrt ferðasöguna, sem ég nenni TÓTALLÍ ekki að skrifa niður, og þig langar ofboðslega mikið að heyra hana.. þá getur þú bara gerst svo netvænn að vafra um netið og leyta að ferðasögu hjá einhverjum öðrum sem fór með mér, á þeirra bloggum. Og ef þú veist ekki hverjir ferðafélagara mínir voru.. þá get ég ekki sagt annað en gangi þér vel.

Skólinn er að byrja, og tek ég því fagnandi. húrra.. og ég man ekkert hvað var allt svona skemmtilegt og margt sem ég ætlaði að skrifa en það skiptir ekki máli.. allavega ekki fyrir mig - einungis ÞÚ sem verður leið/ur ef þig vantaði meira lesefni, en það eru jú mörg blogg í sjónum svo þú ættir ekki að vera í miklum vandræðum.. hip
ég skrifa jafnvel aftur hér

kveður noné já


óókey, burt með bullið - ég fann skóna mína, halló reykjavík.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?