<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júlí 09, 2005

Ég þoli ekki þjófa! Þótt ég hafi stundum markað mig sem stelsjúkan í einhverjum athyglisköstum þá þoli ég algjörlega ekki þjófa í partyum. Ef ég þrengi hópinn svolítið, þá hata ég skóþjófa!
Svoleiðis var það nefnilega að ég skrapp í lítið vinalegt party heima hjá honum Tuma í gær. Ég fór úr skónum við innganginn eins og snyrtilegur maður gerir yfirleitt við innkomu í hús annara en sinna eigin.
Um hálf þrjú leitið voru kvartanir byrjaðar að berast niður í kjallarakytruna sem við hjengum í, og ákvað því hóstinn að reka gestina út. Ég hefði farið, nema hvað, að skórnir mínir voru horfnir.
Í brjálæði mínu fór ég inn í eldhús og vafði álpappír utan um lappirnar á mér. Það var einhvað heillaræði frá Benna sem hafði lent í einhverju svipuðu út í Glastonburry eða einhverjum fjanda. Ég gekk út í þvöguna fyrir utan og skoðaði lappir manna hátt og lágt. Ég leitaði í nokkrum runnum í kring og fljótlega voru skórnir farnir að rifna af mér.
Ég heyrði í hvívetna setninguna "Hey, hann er í álpappírsskóm!", á meðan þeir tættust undan mér og ég flýtti mér aftur í skjól innan í kjallaraíbúðina. Ég tók upp á því að hringja í mann og annan sem ég hafði vitað af í partyinu fyrr um kvöldið og byrjaði að ásaka mann og annan um skóstuldur. Til dæmis Fróða.

Ég var að róta í skóhrúgu þegar ég sá skó sem voru nákvæmlega eins og Fróða. Svo ég spurði Tuma sem stóð rétt hjá hvort þetta væru ekki skórnir hans Fróða. Hann jánkaði því svo hann leyfði mér að hringja í hann svo ég gæti yfirheyrt kauðann. Fróði vildi ekkert um málið segja, svo að það náði ekki lengra. Þegar ég er búinn í símanum spyr ég síðan Tuma hvort nokkur á heimilinu eigi þessa skó eða einhvað því hann Fróði eigi þá svo sannarlega ekki! Tumi endar þessar samræður á því að segja að hann eigi þá sjálfur!!

Ræninginn skildi þó eftir sig minjagrip, og það voru nákvæmlega eins skór og mínir, fyrir utan að þeir voru grútskítugir og illa slitnir, og þeir voru uþb 5 númerum of litlir, sem þýddi að ég komst ekki í þá. Það er einmitt það sem ég skil ekki, hver í fjandanum nennir að vera í allllltof stórum skóm? Jájá hann ruglaðist fjandakornið, líklegast blindfullur greyið og vissi ekkerth vað hann var að gera og skilur líklegast ekkert í því hver hafi þrifið skóna hans á meðan partyinu stóð og þeir hafi hlaupið svo mikið í öfuga átt í þvottinum að nú séu þeir alltof stórir. Svona er heimurinn furðulegur.

Að lokum vill ég lýsa eftir skónum mínum sem eru númer 45, Vans skór (æ þessir eins og inniskórnir), í rauðum og hvítum köbblóttum lit. Og ef einhver sem er að lesa þetta var einmitt að spá í því afhverju skórnir hans væru orðnir svona stórir, þá tek ég glaður við þeim því þitt par er heima hjá tuma. Og ég fyrirgef þér, en bara ef þú skilar þeim.

noné kveður á sokkalistunum

föstudagur, júlí 08, 2005

Ég er týndur. Týndur í litlu fiskiþorpi, langt langt í burt, og rata rétt svo heim um helgar. Ég fékk mér vinnu úr allri alfaraleið sunnanlega á Reykjanesskaganum. Nokkur hús á víð og dreyf skapa þetta svokallaða þorp, og vilja bæjarbúar helst kalla það Grindavík, aðrir Drulluvík, og vil ég helst bara sleppa því að kalla það einhvað. En ég get þó ekki flúið það að annar handleggur ættar minnar ákvað að setjast að í þessu blessaða þorpi og verð ég víst að sætta mig við það, og engu get ég breytt, þó svo ég reyni. Ætti að biðja eimskip að koma með gáma til að flytja frændfólk mitt meira norður á bóginn.
Veit svosém ekki hversu soðinn í hausnum ég var þegar ég var lítill en einhverjar gráður suðu þarna inni í vesælu heilabúi mínu, þar sem mig langaði ekkert meira en að búa í blessaðri Grindavíkinni. Núna fékk ég tækifræi til þess, og vinn á netaverstæði þar í bæ, og til að fólk átti sig á því hversu stór bær þetta er þá erum við ekki nema 5 frændur sem að vinnum á netaverkstæðinu og á víst að bætast við ein frænka á næstu dögum.
Ég bý uppi á lofti hjá ömmu minni, sem er heldur betur kósýpönk. Með hjónarúm og einn hippastól inní gríðarstóru herbergi undir súð. Og nei, hjónarúmið er ekki það sama og amma mín sefur í heldur hef ég mitt eigið, og allt loftið að auki bara fyrir mig. En þar sem ég hef ekki bætt svo mikið á mig síðan ég fór úr bænum, þá er eitt feiknarstórt herbergi nóg til að ég kafni ekki úr litlu rými.

Amma er svöl sko.. nema það sem sýður hausinn á mér er að hún endurtekur alltaf sömu hlutina aftur og aftur, og yfirleitt hluti sem skipta mig engu máli.
Eins og það þegar hún sagði mér að systir sín myndi koma í hálftíu kaffi næsta dag, en það skipti mig minnstu máli þar sem ég væri í vinnunni, en síðan endurtók hún það í svona fimmtán skipti í viðbót.
Ennþá soðnari(ég nota orðið soðið því það lýsir ástandinu best, þá er allt rosa sveitt inní hausnum á þér en ekki grillað né steikt - það er semsagt ónotanlegt og ógeðslegt) varð ég þegar frændur mínir, jafnaldrar, skruppu á hróaskeldu í rúma viku og ég var einn í þessum blessaða bæ! Ekki nóg með það heldur var ég að vinna með frænda mínum sem er heyrnaskertur og það er þar af leiðandi mjög steikt að tala við hann.

Frændi : Hvenær eru bíóin í reykjavík?
Ég : mm, það er bara mismunandi
Frændi : Hvenær eru bíóin í reykjavík?
Ég : það fer eftir bíóum
Frændi : Fer það bara ekki eftir bíóum ?
Ég : Ég sagði það!
Frændinn gengur í burtu eins og ég hafi ekki sagt neitt.

Þetta er svosem ágætt - allavega þegar ég sé launaseðlana húhú!

Þessi heyrnaskerti frændi minn er reyndar snillingur. Hann er með málmplötu í hausnum eða segul eða einhvern fjanda svo ef hann setur td hníf á sérstakan stað á hausnum á sér helst hann fastur!
Síðan gaf hann mér líka allt plötu safnið sitt sem voru 60 12" og 10 7" - purple, zeppelin, who og allur fjandinn!
reyndar komu plötur á borð við "Þú reystir mig upp! með Anne og garðar" og barnaplötur með ómari ragnars inn á milli en ég lét það ekki á mig fá!

Amma mín er samt líka ofursvöl þrátt fyrir ofangreint, en hún vildi endilega panta pizzu útaf hún kunni það ekki, og endilega grilla ofan í mig því hún hafði aldrei grillað áður. Síðan var maður bara grand í grindavík og skálaði rauðvíni við ömmu og hundinn hennar - heimabruggað og allt.

Til að ég bregði mér aðeins frá Grindavík og út að Skógum, en þar fór ég á ættarmót þarsíðustu helgi, en þar var iðulega mjög furðulegt fólk. Við fundum td pabba Napoleon Dynamite, en þvímiður var sá kúlisti ekki frændi minn heldur maður frænku minnar. En við ( ég og frændi minn ) komumst ss að því að hann héti Haraldur Dynamite, og hefði hent barninu frá sér til ameríku að búa hjá ömmu sinni, en eins og þið sem hafið séð myndina sáuð að hann bjó ekki hjá pabba sínum. Maðurinn var , hans vegna því miður, en mér til skemmtunar, fáránlega líkur honum, meiraðsegja taktarnir og allt. Ég hefði átt að hellann fullan og látann taka dansinn eins og sonurinn gerði svo eftirminnilega.

Og svo ég komi aðeins fótfestu við bæinn aftur , þá var seinasta helgi mögnuð, og partyið hjá sindra eldon endaði sem mjög gott svo hlynur þú misstir af ýmsu. Og ég hef ákveðið að veggfóðra inni hjá mér og vera ýkt flippaður hippi hér eftir, eða meira með haustinu.

Plötur í hippahúsinu hennar ömmu:
Coldplay - X&Y
Radiohead - The Bends
The Thrills - So much for the city

noné netaverkamaður kveður með handapati

This page is powered by Blogger. Isn't yours?