<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 02, 2005

Aldrei fyrr hefur einhver uppgötvun komið svo flatt upp á mig fyrr en nú, þegar ég lenti í netleysi í rúma viku. Maður getur svosém kennt því leysi um að ekkert hafi verið bloggað hér - en það er ekki að vænta að ég hefði bloggað hvortiðér, þótt netið hefði verið til staðar.
Síðan á afmælisdaginn þá hefur netið legið niðri, og uppgötvun sú sem skall mér skelk fyrir bringu, var sú staðreynd að ég er fáránlega háður blessuðu netinu. Mér hefur liðið eins og ég hafi verið hálf félagslega einangraður síðustu viku, allt vegna þess að ég hef ekki komist í það að heilsa vinum og vandamönnum og eiga við þá samræður.

(hm ég rakst í einhverja takka og ofanritaður texti publishaðist, svo það má segja að eftirfarandi sé editaður póstur.)

Þó félagar mínir hafi meira og minna verið við vinnu eða verið að læra þennan tíma þá saknaði ég þess að geta rabbað við þá í frístundum. Eða einfaldlega fylgjast með hvað gengi á í samfélaginu.
Ljósmyndastrákurinn kom frá útlöndum um það leiti sem ég lenti í þessum blessuðu vandræðum, svo það hefur æxlast þannig að ég hafi eiginlega ekki heyrt í honum nokkuð lengi. Það má kannski kenna því um að í samskiptum mínum og hr.photo-kid er sími ekki hugtak. Annaðhvort erum við í hittingi eða tölvan er málið - það er skondið. Maðurinn er hvortiðer að læra í þotuhreyfli herflugvéla, svo það er kannski meira en sniðugt að láta hann í friði.

Jæja ég notaði netleysistímabilið - sem mun héreftir vera kallað myrka-vikan(myrku-aldirnar?) - og náði mér í ökuréttindi, það er fínt - hef þotið um á sæta renaultnum hennar mömmu sem er afskaplega þægilegur til akstur og hefur meiraðsegja handknúið innsog, sem ég kann ekki á en það er allt annar handleggur.

Sigurður fær að vera afmælisbarnið í þessari færslu, en hann átti afmæli einhverntíman í kringum mitt.

noné kveður frá húsbílum lemúranna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?