<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 24, 2005

Hippinn er reiður í dag. Á þessum sólskinsdegi þar sem allir ættu að gleðjast saman á vellinum í austri, gefandi hvor öðrum stubbaknús og drekka bjór - en nei, hippinn setur heima í ofsaveðri innanhúss og skrifar þessa færslu í snatri áður en tölvan skemmist af fokveðrinu!
Jú, komum öll og gleðjumst! Hava Nagila! Því noné fór í bóklegt ökupróf og stóðst með sóma, 2 villur, feiknargott og gaman allt saman!

Var svo lánsamur að hitta Aron uppi í Frumherja þar sem við þreyttum þungt prófið. Það var "númer" 'M' - ef það segir lesendum einhvað. Ég gef ekkert upp um gengi Arons þar sem hann fékk ekki að vita neitt og öllu var haldið leyndu fyrir honum. Samsæri bílavinafélagsins.
Fórum þess í stað bara á select og keyptum okkur kartöflusalatsbeikonpylsu í gogginn og vorum vel sáttir með það, þrátt fyrir að faðir Arons hafi reynt laumulega að kyrkja hann í gegnum símann. Hvað um það.. enginn dó.
Ég hringdi líka í nokkra velvalda til að segja frá gengi mínu, eins og Pál Öku og Lita-Ás, og óskuðu þau mér til hamingju.

Ég lagði síðan leið mína upp í nóatún til að eiga fund með hlybba litla, en greip þar mig maður að nafni Gummi , og einkennist af hvítum sloppi þegar hann vinnur, má líka einmitt kalla verslunarstjóra. Sá atarna lofaði mig og gaf mér nánast heit um vinnu í sumar - hann þyrfti aðeins að eiga orð við Ragga kjötverja um málið áður. Án þess að hafa heyrt hvað fór þeirra á milli er ég ekki frá því að Raggi sá, eigi einhvað við mig ótalað því að þegar Guðmundur réttu nafni kom til baka til mín sagði hann einhvað á þessa vegu:
- "Já.. uhm.. sko.. þú eiginlega passar ekki inn í kjötdeildina.. þú ert með svo mikið hár.. en ég skal kannski hringja í þig uppá kassavinnu..."
Helvískur. Helvítis kassadrasl. Og ég sem var að enda við að panta mér tíma í klippingu!
Þetta sko eiðilagði gjörsamlega fyrir mér daginn!
Ég er ekki frá því að plön mín um að gjörningast niðrí bæ í allt sumar séu að verða að veruleika! - ekki að það sé neitt slæmt, maður bara fær lítið upp úr því.

Bróðir minn eignaðist dóttur. Til hamingju. Hún var skírð Hreindís Freyja. Ekki spyrja.

Ég er ekki frá því að ég sé aðeins utan við mig. Frænka mín kom og þar sem ég stóð hliðina á pabba og hún óskaði auðvitað honum til hamingju með barnabarnið þá fannst mér eins og hún væri að óska mér til hamingju með bílprófið. Heimski Jón. Augun bara virtust skjótast til mín. Augnagotur.

Ég kom heim bálreiður með tárin í augnum vegna nóatúns. Og hlynur sem var með jafn mikið hár og ég þegar hann byrjaði í þessu kjötstússi!. Ég kom heim og samdi sinfóníu á píanóið. Ég ætti jafnvel oftar að vera í vondu skapi. Þeas ef ég vill fjöldaframleiða sinfóníur.

Atvinnulausi noné kveður úr húskynnum Mozarts.

sunnudagur, maí 15, 2005

Ég hef lengi haft það hugfast að skrifa einhvað hér, maðurinn er kominn í sumarfrí og þessháttar svo ég sá enga fyrirstöðu fyrir því að auka ekki skrifkvóta minn hér á þessari dýrindissíðu. En ég hugsa að það þurfi meira til því ég einhvernveginn hef ekki fundið neitt ritefni sem þessu hæfir, þó hef ég verið duglegur við að skrifa ljóð og byrjaði á bók einnig sem gefin verður út vonandi á þessu ári, jafnvel í sumar, en ég er einmitt búinn með sirka 1 blaðsíðu - ég er ekki frá því að þetta lofi góðu. Endalausar ritstíflur trufla mig þó, og brátt mun vinna gera það sama. Þeas ef ég er með einhverja vinnu? ég hélt ég væri með vinnu í nóatúni en komst hinsvegar að því að ég hafði aldrei fengið það staðfest, jæja maður sér til, annars verð ég bara með gjörninga á laugarveginum og læt vegfarendur gefa mér klink í pípuhatt. Síðan kannski redda ég mér litlum apa sem rænir hina og þessa sem nískir eru - já svoleiðis gerir maður það, svoldið hróa hattar stíll þar sem maður er að ræna þá ríku og gefa þeim atvinnulausu.

Já maður er svo sannarlega búinn að lifa við ritstíflu - einhvernveginn næ ég ekki að fá innblástur frá morrison, þó svo að ég hlusti á hann og pæli í honum á meðan ég hlusta, þá er eins og ég geti ekki gert neitt annað á meðan - hann svona leyfir mér ekki að stela frá honum áhrifum, þannig ef ég er að hlusta þá er bara eins gott að ég hlusti og ekkert annað því annars bara f#% =# $"I segir hann.. þessvegna hefur ekki gengið að blogga á meðan ég hlusta á doors, bara gengur ekki - öðru gildir samt um sigur rós sem hefur ávallt veitt mér mikinn innblástur, þó svo að ég hafi ekki verið í miklu skapi fyrir það þunglyndi núna, doors er meira sumarmúsík, og það er einhvað sem ég er í skapi fyrir!

Ég auglýsi hérmeð með einhverju sem kann að fiffa til útlit á svona blogspot síðum, þetta útlit er ógeðslegt - ég er þó ánægður með að hafa getað breytt litunum sem voru appelsínugulir, finnst þetta brúna dæmi skemmtilegra og vill meira þannig.. mynd í bannerinn og einhvað svona - gefið mér nú tips.

Hugsa að ég hafi ekki sagt frá því hér en noné er á leiðinni til frankfúrt, færa út hippann, kynnast nýjum menningarheimum. Hann ætlar einmitt að sjá þunglynda meðlimi sigur rósar stíga á stokk og taka nokkur lög. Sumir myndu kannski spyrja sig "hvað er hann að fara að gera til frankfurt til að sjá íslenskt band?" og þeir hafa svosém allan rétt til þess að gera það, og jafnvel bara halda því áfram því ég get svo sannarlega ekki svarað þessari spurningu, spyrjið jónas eða einhvern af þeim sem ákvað þetta!... noné mun semsagt arka um götur frankfúrt í enda júlí og steikjast í hitanum og vera nokkuð hip og kúl eins og hann vitanlega reynir alltaf með misjöfnu móti. Ég veit þó ekki hversu miklu kúli ég mun halda þarna úti, ég verð nefnilega alltaf svo skelkaður þegar ég heyri þýsku, og þar sem ég verð í frankfúrt þá er ég ekki frá því að ég heyri varla annað en þýsku, og jafnvel samferðarfólk mitt tali hana líka! Allir öskrandi "Sieg Heil!" , sveiflandi hakakrossfánum og lemja mig til blóðs þar sem ég hafi óvart fest davíðsstjörnuna á ermina á jakkanum mínum... eða er þýskaland ekki ennþá þannig? Ég flý þá bara til frakklands þar sem þetta er ekki það langt frá landamærunum og fel mig í einhverri vínekru og lifi þar sællegu lífi, sauðdrukkinn. Það verður gaman.

Það var óendanlega gott veður í dag, austurvöllur gerði mér góðan dag, þar sem ég, steini og hlynur lærðum frönsku og líffræði.. eða já.. en þar sem ég er kominn í sumarfrí frá og með síðastliðnum fimmtudegi, þá var ég þeim til halds og traust þar sem ég er svo góður í þessum fögum og borðaði kjúklingasamloku.

Var í þann veginn að horfa á myndina 'Með mann á bakinu' eftir Jón Gnarr - mögnuð mynd án efa.

noné kveður, frá húsakynnum batteríslauss síma

laugardagur, maí 07, 2005

Eftir annars mikið sjónvarpsáhorf af og til þennan síðastliðinn vetur þá er ég ekki frá því að ég viti hverjar mest sýndu myndirnar á stöð 2, rúv og stöð2bíó (bíórásin heitin) eru. Eftirtaldar hafa verið sýndar óhemju oft, yfirleitt á stöð2bíó annan hvern dag, en ég ákvað að færsla þetta því að tvær þessara mynda eru í sjónvarpinu í kvöld og ein þeirra var sýnd í gær, en hér koma tilnefningarnar.

Mest sýndu bíómyndir í íslensku sjónvarpi síðastliðinn vetur:

Groundhog day

Taking care of buisness
Miss kondjíníalití

Tvær fyrstu eru frábærar myndir en þeir sýna þær aðeins of oft hugsa ég, miss.c+einhvaðsemégkannekkiaðstafa er hinsvegar ekki góð mynd þótt ég hafi séð hana fáránlega oft miðað við gæði, fáránlega leiðinleg en samt er ég alltaf að lenda í því að horfa á hana, það er ekki sniðugt.

Fór á Hitchiker's guide to the galaxy í gær með nokkrum velvöldum, og er þessi bíómynd ekkert annað en frábær, húmorinn er svo góður, og niðurdregna vélmennið klassi. Einhvað sem allir ættu að sjá. Nú er bara að vinda sér beint í bækurnar sem eru ekki nema fimm..!

(ég held ég ætti bara að opna kvikmyndir.is/jón síðu til að gagnrýna myndir sem ég hef séð)

Því Eternal sunshine of the spottless mind er mjög svo góð, mjög mjög mjög góð.. man eftir því að hlynur sagði mér að hann hefði ekki verið í stuði fyrir þessa mynd svo ég fyrirgef honum það að hafa sagt hana fáránlega leiðinilega, þó svo að ég hefði enga ástæðu til þess að fyrirgefa honum ekki ef hann hefði verið í stuði fyrir svona mynd en ég meina þá fær maðurinn bara fyrirgefningu sama hvað og fuck that..

Þar sem þetta fáránlega leiðinlega blogg snýst um myndir þá ætla ég bara að hætta og segja eins og er en þá er ég að fara að horfa á top gun..

ég hlakkatil þegar prófin klárast.. 3 eftir, þá ætla ég að lesa eins og brjáli.. klára vinci, potter, og lesa þá nýju potter þegar hún kemur hvenær sem það er.. taka upp puttalanginn í galaxinu og það, herramannabækurnar og jafnvel nokkrar sögubækur sem fræða mig um da vinci, napóléon og teiknun.. eða FLE!

kv.noné, kennir dönsku um að ýta á 'publish post' takkann eftir að hafa skrifað þessa fáránlegu færslu, og óskar í leiðinni stóra jóni til ham.amlið - hippinn dó, vonandi var þetta bara dvali..

fimmtudagur, maí 05, 2005

Ég er ekki frá því að ég væri búinn að blogga um 15 sinnum í dag, og hvað þá enn oftar síðastliðna daga, en ég hef þurft að lifa við tölvuleysi að mestu leiti þar sem ég hef verið hlekkjaður við gamla rauða skrifborðstólinn minn, sem til að bæta gráu ofan á svart hallar 45° niður á við, sem hefur verið staðsettur í kompunni hérna hliðina á herberginu mínu, sem áður kallaðist herbergi systur minnar, áður en hún fékk sjón og fattaði það að fálmarnir höfðu ekki logið um stærð herbergisins eins og mamma vildi meina, og færði sig inn í gamla herbergi bróður míns, sem ákvað að flytja út í géttó og gifta sig og nú á næstu dögum endar allt í barni...
JÁ! prófalestur hefur staðið yfir svo sannarlega.. ekki nóg með það að hafa þurft að læra stæ203 upp frá grunni á innan við viku, sem tókst að mestu leiti með hjálp góðviljugs pabba-Einstein, þá var það víst bara fyrsta prófið af fimm..
ég sem sniðugur drengur slapp undan tveim þungum prófum með því að segja mig úr tveim áföngum í byrjun annar og tók þar af leiðandi "lágmarks" marga áfanga *hóst*listdanspíur*hóst*, og tek þarafleiðandi fimm.. sem er alveg nóg þar sem ég stundaði þessa önn ákaflega afskaplega óneitanlega rosalega vel, og þarf ekki að læra nema 2 áfanga upp frá grunni.. Ofannefndan stærðfræði áfanga (parabólur=Q.E.D.!), og svo ekkert annað en Nát113, sem er jarðfræði en er ss samt ekki jarðfræði.. þú veist?

Auðvitað lenti maður hjá Páli Imsland, já gaurnum með brúskinn í eyranu, sem þýðir ekkert annað en það að maður gat ekki vakað. Herra Imsland, öðrum orðum Páll Lokbrá, er syfjandi..

Hippabloggið gerði mig svo hippalegan að ég gerðist ótölvuvæddur og hætti að blogga í já dágóðan tíma (eða bara svona eins og venjulega) . Ég er samt ekki hættur, varla byrjaður að vera hippi.. það kemur allt með tímanum. hugsa ég..

Framtíðin er spennandi hugsaði ég í dag.. en þó ekki..
mér finnst fortíðin mun meira spennandi.
Ég hefði án efa viljað vera uppi á átjándu öld, á rómantíska tímanum, skrifa ljóð, eiga bréfdúfu, og vera bara plein hip og kúl!
Það er bara einhvað svo heillandi!
Hversu heillandi er það líka að mæta með mandólín fyrir neðan svalirnar hjá stúlkunni sem maður er ástfanginn af og jóðla ástarsöngva.. ég meina hver myndi ekki falla fyrir því?
óheppnar þessar alþýðustúlkur sem áttu heima í kjöllurum..
Sá samt sniðugt í mogganum í dag.. það var svona "Ást er..", þar stóð "Ást er.. stefnumót á netinu".
Mig langar þessvegna svoldið í tímavél.. fyrir utan að ég var að lýsa því yfir að ég heillaðist meira af fortíðinni og ég hugsa að ég þurfi að bíða fram í framtíðina eftir tímavél..
Ekki nema ég notist við galdra sem voru einmitt frekar vinsælir hér á öldum áður!
Það var einmitt maður sem átti afdrep á landi forfeðra minna fyrir norðan á vatnsnesinu sem hét held ég einmitt pétur eða einhvað 'Galdra-Pétur'.. að mig minnnir , eða átti hann verbúð?.. allavega hann var galdrakall, einhverju sunnan við þá ytri ánastaði, líklega nálægt þeim stað sem hlaðan stóð áður en snjóflóðið geysaði.
Ekki nema að bókin/myndin The Time Machine hafi verið sönn? get leitað þá tímavél uppi og lagt af stað í langferð, samferða nellí.
Samt sem áður myndi ég fyrst taka flug til London og þá tjabúmm 18.öld halló kalli.. ekkert spennandi við ísland á þessum tíma.. ekki nema það að ég myndi líklegast þykja óvenju gáfaður.. kannski það væri ekkert svo slæmt eftir alltsaman?
Hringi bara í mækúl djei ref.. spyr hann hvort hann vilji ekki selja mér bílinn sinn fyrir slik og ingen ting, æj þarna hvíta bílinn, sem hann notaði í myndinni þarna aftur til fortíðar/framtíðar..

Legði mér spólu áðan.. nánar tiltekið mynddisk, eða DvD..
Ég leigði Endalaust sólskin, grunlauss huga - sem mig hefur langað til að sjá áður en hún kom inn um dyrnar á leigunni.. ss þegar hún var í bíó.. hlynur sagði að hún væri ömurleg, mér er sama, mig langaði svo að sjá hana. Ætlaði reyndar að fyrra bragði að taka Tommy, með The Who.. en báðar á dvd sem þýddi að ég hefði þurft að borga 1000 kall.. og líka að ég ætlaði ekkert að leygja spólu þar sem ég á að vera læra undir próf!..
Raggi vildi samt ekki láta mig fá 2 dvd á 500.. ég hefði þurft að láta þurrka alla punktana mína út.. og ég vil sko fríspólu einn daginn, búinn að vera safna þessu í mörg ár.. og bara kominn með 5.. 1 punkt fyrir hvert skil.. ég held einhver hafi einhvern tíman þurrkað einhvað út! það bara hlýtur að vera!.. Raggi gaf samt hlyni kúlusúkk poka en leyfði mér bara að skila á föstudaginn í staðinn útaf prófalestri.. kynþáttahatari!

"Don't Feed The Books!"

kv.noné , ennþá hippi

This page is powered by Blogger. Isn't yours?