<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, apríl 17, 2005

Ég fór í sturtu í gær.
Ekki það að það sé virkilega markverð frásögn, nema hvað að ég ákvað að gerast hippi.
Fann hvernig innblásturinn heltók mig þegar ég lét blautt vatnið leika um líkamann og ég var einhvað svo.. nakinn.
Fékk löngun til að teikna, teikna afskaplega listræna mynd, með óútskýranlegri tjáningu - einmitt í anda hins sanna hippa.
- Mér leið aftur eins og á bítlatímabilinu þegar við vorum byrjaðir að taka sýru, og semja nokkuð nýstárlegri lög - fólk var að fíla þetta. Ég þakka Dylan innilega fyrir að kynna okkur fyrir jazzinum.
Ég fann hvernig augað var grafið í hendina á mér og skærir litirnir lýstu tilveruna upp. Hversu dimmt sem var þá leið mér vel því ég sá það sem ég vildi sjá eins og vildi sjá það.

Ég fór beint að leita að hárbandi til að skella í hárið á mér en fann ekki neitt nema úr lopa.. - það hefði kannski verið hinn sanni íslenski hippi nútímans. Með lopahárband og í lopapeysu , jafnvel í föðurlandi og með benz merki um hálsinn og til að toppa það allt, með njóla vafðann í úfið hárið.

Eftir mikla bleytu hljóp ég fram og skellti koníakí framan í andlitið á mér. Mamma og pabbi horfðu agndofa á mig þar sem þau sátu inni í stofu þar sem vínskápurinn er staðsettur.
Pabbi talaði um að ég liti út fyrir að hafa drukkið sterkt vín í áraraðir og mamma sagði að ég væri orðinn nokk drykkfelldur - en svona er þetta, ég er hippó og mér líður best í blautu feni með sólgleraugu og barta.

--
Ég hef semsagt komist að því hvernig líf eftir dauðann virkar og afhverju geðklofi er til. En látum okkur nú sjá - ég var ss án efa Geörg Harryson, og þar sem hann dó ekki fyrr en 2001 - þá má segja að ég hafi verið geðklofi frá '88 til 2001 og síðan þar sem þessi karakter minn var orðinn gamall og þurfti að deyja þá losnaði ég við annan hlutann og er orðinn heill núna aftur og held þannig í raunninni áfram að lifa. Ég tildæmis var líka einu sinni hrói höttur. Kann svosem ekki alla söguna svo ég get ekki rakið alla sögu mína sem frægar og merkilegar manneskjur. Þetta er sniðugt.. er það ekki?

Ég átti í samræðum við nokkuð útlenskan einstakling í gær - ég komst að því að ég væri feiminn og sexí, en maðurinn var heldur betur kynhneigður á einhvern hátt. Alla hætti jafnvel.
Hann var samt óvenju næs náungi og vildi endilega halda í hendina á mér og grátbað um koss - ég gat ekki neitað honum og við enduðum heima hjá honum í kynsvalli.. nei.. nei.. NEI...
samt nokkuð freskur náungi.

Nonni skrifar ekki Beneventi næstu 2 annir , en kosningarnar voru svo hljóðandi : 47% fyrir heimamönnum á móti 50% eldingarsinnuðum - 16 manns urðu á milli í troðningunum. Afskaplega skemmtilegar kosningar , sem ollu því að ég fór heim til mín og drekkti mér í sorgum framan við imbann og mætti með byggingarfélag með mér í kórferð út á snæfellsnes sem tók við helgina eftir. Hún var líka frekar fín, nokkuð góð nokkuð góð!

Ég hugsa að ég taki upp að velta mér uppúrí morgundögginni þegar ég vakna í stað þess að fara í sturtu - maður er einhvað svo mun frjálsari heldur en að vefjast inn í sturtuhengi og eiga á von um að kafna - og verða fremur stunginn af býflugu þegar maður valtar óvart yfir heimili hennar í æsingnum. Verst að maður gæti bara gert það á sumrin hérna á klakanum.. og bara suma daga.. þegar það er heitt.. og þegar það er dögg til staðar.. því það hjálpar afskaplega lítið til að velta sér uppúr þurru grasi og verða allur grasgrænn í staðinn fyrir blautur og ferskur hippalingur.
Eini gallinn er að morgundöginn mín samblandast gömlu skólalóðinni minni - og nú á dögum gæti þetta kallast perraskapur en ekki Power to the people, let's roll around in the sun eating each other. eða.. þú veist..

Fór óvart til hveragerðis áðan.. ruglaðist á götuheitum.. stóragerði - hvera.. nei.. nei neiii..

Leonardo da Vinci var svalur gaur.. efa það ekki að hann hefði gerst hippi með mér ef hann hefði ekki verið uppi bara fyrir svona nokkrum árum..
hippinn flýgur úr nútímasamfélaginu og dreifir blómum yfir órakaða líkamsparta.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?