<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 30, 2005

Blöðrur eru skemmtileg fyrirbæri. Sérstaklega fylltar af helíum.
Mínar blöðrur hinsvegar eru hvorki skemmtilegar né fylltar af helíum - allavega svo best ég viti. Mér tókst einhvernveginn að hnoða saman 2 gæðablöðrum undir hvorn hælinn minn fyrir sig, svo ég haltra mest allt sem ég fer núna. Það er rokk.

Gleðifréttir fyrir steina en ég ákvað að taka að mér að fara í Beneventum framboð. X-Orðaflaumur. Ég held þetta verði svoldið gaman gaman. Það er gaman gaman.

Damn ég er óvenju tómur núna, nýkominn úr skólanum. Sókti um starf í nóatúni.. aftur.. þrátt fyrir að vera nýhættur.. bara bakköpp ef ég fæ ekkert í sumar. Er samt með skotmark á vinnu á hvalaskoðunarskipi sem mamma adda er að kaupa. Það væri feitt.
- "And now is keikó 9 óklokk", held ég gæti gert þetta nokkuð vel meðal annars.

Svo er bara árshátíð framundan og vonandi meiri lærdómsátökun, ætti kannski að gera það núna en nenni því ekki - já svona er þetta.. Alltaf!

Mæli með lögunum "komdu með" og "i am a landslide" með Sindra Eldon á rokkinu.is, nokkuð magnað stöff.
Hér maður hér!

Já ég er að vinna í teiknun mun meira núna og hugsa ég fari að setja jafnvel einhvað á veraldarvefinn - byrja þó í fyrsta þrepi stigans með að skanna einhvað inn á tölvuna mína. En hver veit nema maður láti verða úr þessu loksins. Gæti verið gaman.

noné - yfir og út.

mánudagur, mars 28, 2005

Núna rétt áðan fór ég í óþarflega langa sjoppuferð, ekki það að maður hafi ekki oft farið þangað þegar manni vantar ódýrt og mikið nammi, en það hefði samt sem áður dugað að skokka 200metra út í bláa turn og afgreiða málið fljótt. Það er kannski fyndnast við það að maður hefur ekki komið í bláa turninn í ár og aldir þó svo að þessi sjoppa sé næst manni, en svoleiðis er það að maður er alltaf á ferð og flugi og núna fer maður yfirleitt í sjoppur í miðbænum, á borð við krambúðina eða lækjatorg, eða það alla klassískasta, hlíðasjoppuna Allra Best. Þessa síðastnefndu skrapp ég í áðan. Ég tók strætó.
Þannig var mál með vexti að hittingur átti að eiga sér stað á Puccini, þegar ég var hinsvegar kominn upp í strætó fékk ég sms um að puccini væri lokað, og þar sem ég átti ekki inneign gat ég ekki spurt um staðsetningu neins. Ég fór út upp við MH og gekk í sjoppuna, keypti mér nammi, og reddaði málunum ærlega.
Nú sit ég hér að horfa á italian job sem ég einmitt horfði á eftirminnilega fyrir einu of hálfu ári. Fyrst á leið til finnlands í flugvél, brot af henni, og síðan í bíó í finnalandi með annars vegar finnskum texta og sænskum líka í þokkabót. Það var gaman. Skrítnast þótti mér að flugvélin var að sína þetta þegar myndin var enn í bíó í báðum löndum - bæði finnlandi og íslandi, og líklegast allstaðar annarsstaðar þar sem hún var á annað borð í sýningu.
Gamla italian job er samt betri.

Ég fór líka í skemmtilegan bíltúr með honum hlyni áðan sem þurfti að sækja tösku heim til gróar. Í þeirri tösku, sem hann hafði gleymt hjá henni á árshátíðinni, voru 2flöt ógeð, hann hellti því í mig. Sérstaklega skemmtileg grandaferð.

Ljóðið mitt skoraði ekki mörg stig hérna í síðustu færslu. Sumir hafa kannski fengið fyrir hjartað vegna dramaleika en aðrir hafa kannski tekið það fallega til sín og misst málið, það skiptir kannski ekki máli þó svo að það væri gaman ef einhver hefði tekið það fallega til sín og mistt málið.

Nú ætlar noné að lítí imbann, far vel þið göfugu skepnur nafla alheims.

þriðjudagur, mars 22, 2005

noné er orðinn óður. Bloggar orðið oft á dag - nema það sé kannski bara í dag.
Þetta er samt bara viðbót því ég gleymdi því sem ég ætlaði að segja áðan þegar ég bloggaði - en komment minnti mig á það.

Í dag í labbitörninu góða, gengum við fram hjá kaþólsku kirkjunni, einhvað var hún nú undarleg, því þegar við vorum rétt að stíga inn á umráðasvæði kaþólikkanna, þá ákvað hún að hringja klukkunni tvisvar, síðan breytti hún um tóntegund, hringdi 90 sinnum - JÁ! 90 sinnum! , og síðan sex sinnum í viðbót í tilefni þess að klukkan væri orðin 6. Það var freðið í lagi ójá.. kannski ennþá freðnara að ég hafi talið þetta, en samt. Mamma mín tjáði mér það hinsvegar að kirkjan hringdi ekki á venjulögum dögum, og útskýrði lætin í turninum þannig að þetta væri í tilefni páskanna, og ætti því að heyrast dimmari hljómur í kirkjuklukkunum eða einhvað í þá áttina.. þessir kaþólikkar.. váá..

Í tilefni næturhúmsins ákvað ég líka að semja mitt fyrsta ljóð í mörg ár - nema að eggjakvörnin hérna fyrir nokkrum bloggum síðan gæti kallast ólínupælt ljóð, maður spyr sig.
en já ég fæ líka svona yfir mig þegar ég ákveð að semja ljóð að þetta sé ekkert smá asnalegt allt saman - að semja ljóð - samt finnst mér það svalt.. maður ætti kannnski bara að halda þessu fyrir sjálfan sig.. en þó


Í vestri er hvernig, en hvernig er hvað?

Hvernig birtan skín
á annars dökkhært blómið
sem stendur brosandi
í votum jarðveginum,
vestan við steinvegginn,
þorpið úr grjóti.


Hvernig fallegt brosið
virkar eins og segull
á hjarta fiðrildis
sem situr varnarlaust
í skuggsælu afdrepi sannleikans,
litlaust og dauft,
hrætt við hinn stóra heim
sem hefur mesta löngun
til að gleypa það.


Hvernig er það?
Hvernig er hvað?


Hvernig fiðrildið
sem hefur minnsta getu
til að fljúga,
svífur yfir að hinu
fallega vestræna blómi,
og sest að,
með fiðring í maganum,
og heldur fyrir augun
af einskærri hræðslu.

Hvernig fiðrildið
missir öndina,
fellur í grasið,
ánægt,
með glampann
af brosi blómsins
í augunum.

Hvernig er það?
Það er hvernig.


noné kveður frá rauðvínsglasi bohemiu.

mánudagur, mars 21, 2005

Þessi mánudagur var svo sannarlega ekki jafn dauður og aðrir mánudagar hafa iðulega verið í mínu lífi sem og flestra, yfirleitt kvartað yfir þreytu eftir helgina og allir hálf dauðir - í dag varð breyting á þar sem þessi helgi er löng - mjög löng - það lön að hún nær yfir 2 helgar - meiraðsegja er þessi helgi nánar tiltekið ein og hálf vika og kallast páskafrí - það er æði.

Ég byrjaði daginn á bankaferð sem að mixaðist út í kringluferð og meiraðsegja strætóferð í þokkabót. Haldið var niðrí bæ í hádegiskaffi á kofanum með ásrúnu en að vanda voru snorri og fróði seinir fyrir og komu ekki fyrr en þegar hádegiskaffinu var að ljúka - sem var annars þessi æðislega máltíð , einhver huge samloka og appelsín, nokkuð gott.

Dagurinn fór samt mest allur í rölt - við löbbuðum frá kofanum niðrá ingólfstorg, síðan gegnum grjótaþorpið útí vesturbæ og alla leið í ísbúðina við hagamel. Hittum þar melkorku fyrir slysni með einhverri vinkonu sinni og keyptum okkar gamaldagsís - minni sykur, minni fita - júbbí. Þegar við ákváðum að halda ferðinni áfram þrátt fyrir andmæli fróða, hittum við svo óvart Þórdísi og vinkonu hennar sem voru einmitt á leiðinni í ísbúðina.. tilviljun? held sko ekki! einhver hefur planað þetta allt fyrir aftan mig þó svo að ég hafi verið frumkvöðull af þessum göngutúr um alla reykjavík. Þegar tillaga mín að labba út á nes og síðan út á gróttu var felld ákváðum við að labba aftur niðrí miðbæ þar sem fjöldinn tók strætó í sitthvorar áttirnar - ég ætlaði reyndar að labba heim en það varð ekki úr því.

Ágætis dagur, þó hann sé ekki allur úti enn.. það er nefnilega þannig að dagarnir mínir skiftast yfirleitt í tvo parta, fyrir kvöldmat og eftir kvöldmat. F.Kvöldmat fer yfirleitt í ekki neitt eða í skóla og þannig rugl - þetta er td í fyrsta skipti í langan tíma sem ég geri einhvað, en þar sem maður fer yfirleitt heim í kvöldmat eftir F.Kvöldmats-part dagsins þá tekur E.Kvöldmats-parturinn alltaf við og þá er gert einhvað allt annað og ekkert samansem merki milli þessara parta.. það er mjög furðulegt, en nokkuð gaman. júbbí.

Keypti mér Woodstock á dvd áðan yess, það er svo flippað.

Hlynur, pabbi var að hugsum að selja hjólið þitt - komdu nú og sæktu ryðdrusluna

Dem.. það var svo margt sem ég ætlaði að skrifa en ég man ekkert - ég er orðinn furðulega gleyminn.. jæja rita þá bara aðra færslu um það sem átti að koma líka fyrir í þessari
Noné kveður í gleymni.

sunnudagur, mars 20, 2005

Ðé Paques eru nú á leiðinni. Þegar ég hringdi áðan til að tékka á staðsetningunni sögðust þeir vera rétt austan við Skaftarárfell, en páskahérinn hafði rétt þurft að stíga út til að pissa. Monsieur Paques var nett hress á því kallinn, en hann sagði að hérinn væri frekar freðinn eftir afdrif helgarinnar. Um sex daga leið er yfir Skeiðarársand, en eins og ég skildi það rétt munu þeir verða komnir á um sjöunda degi til borgarinnar. Paques var að hugsum að skella upp veislu þegar hann arrivéde, en ef hérinn verður ekki búinn að taka sig til í andlitinu fyrir þann tíma þá verður víst lítið um það. Þetta litla hommapar var einhvað að tala um að leigja sér smáíbúð í grafarvoginum og hafa það náðugt í fríinu, en ætli maður tali þá ekki til. Sóknarbörnin á suðurlandinu eru svo feiki mörg að ég rétt vona að þeir nái hingað í tíma - gefi mér kannski eins og eitt egg. Hver ætli sé styrktaraðilli páskahérans? ætli hann myndi gefa mér egg frá nóa eða mónu, góu eða freyju, opal eða jafnvel bara bónus?
Kannski hann komi með nýjung.. gefi mér loðið súkkulaðipáskaegg með eggjarauðu í föstu formi innan í, og lítinn sætan páskahéra ofan á - allt heila klabbið merkt Monsieur Paques&co.hf

Mig langar svoldið í svona Freyju egg - "stúútfullt af nammi" - er það annars ekki eggið sem er úr svona rís-súkkulaði? skiljið eftir komment, ég vil ekki einhvern sora á páskunum..
Maður getur líka tekið eins og einn rúnt í bónus og gert þetta ódýrt - keypt nóa páskaegg númer 7 á 100kall, eða allavega einhvað í líkindum.

Rakst á áhugaverða færslu hjá Stóra-Jónka um páskaegg, þar sem hann lýsti því að allir vildu alltaf nóa páskaegg, og ef einhver kæmi með þá hugmynd að fá sér einhvað annað myndi allt fara í bál og brand og maður yrði útskúfaður úr samfélaginu
Mér fannst þetta aðallega áhugavert, því ég hef tekið eftir þessu - en nú spyr ég, hversu mörg ykkar sem viljið ekki annað en Nóa páskaegg, hafið virkilega smakkað eins og eitt frá góu, mónu, opal, bónus eða já núna nýjasta nýtt - freyju ?

Sjálfur vildi ég alltaf nóa, var með fordóma og læti, og það er einkar fyndið því ég hafði aldrei smakkað neitt annað. Ég reyndar prófaði það einhverntíman að kaupa mér Mónu - þar sem fyrir sama pening fékk ég miklu stærra egg! (framað þessum degi, þegar stríð herjar í bónus, þrælar eru teknir í ánauð og menn eru skotnir á hverju tilboðshorni, þá voru nóa eggin heldur betur dýr!)
Ég hef samt verið að velta fyrir mér að gera eins og eg gerði nokkur ár , að kaupa mér bara egg númer 2 á skít og kanil og kaupa nammi fyrir restina (þeas þetta var í þá daga sem mamma lét mig fá jafn mikinn pening og systir mín fékk egg fyrir og ég gat ráðið hvað ég gerði við hann nokkurn veginn.) - maður ætti kannski að sleppa herlegheitunum alveg, það er ekki eins og þetta sé einhvað merkilegt ennþá - maður er stútfullur af nammi og sætabrauði daginn út og daginn inn. Laugardagar eru ekkert sérstakir núna nammilega séð - nema maður getur fengið mun meira nammi á þeim dögum? Allt nammið og fíneríin á sérstökum hátíðisdögum finnast mér heldur ekki ennþá sérstök - þetta er allt orðið svo hversdagslegt!
Ég man td eftir þeim dögum sem það kom alveg sælubros yfir mig þegar ég smakkaði á smá sykri úr grænum poka sem innihélt sælgæti fyrir 50 krónur - sirka einn svartur fiskur eitt hlaup og síðan einn sterkur brjóstsykur.. nú til dags er þetta eins og allt annað, - mér líður yfirleitt bara verr ef ég borða nammi núna þar sem allir hlaupbangsarnir hafa tekið höndum saman og rifið upp gat á maganum á mér og tekið að synda í blóðrásinni, en þar sem þeir eru ekki með nein sérstaklega góð liðamót eiga þeir það til að setjast að í löppunum á mér og halda party, kveikja varðeld , og grilla hvorn annan. Þetta þýðir það að lappirnar á mér eru eins og tveir hlaupkallar - með léleg liðmót og labba hægt.

Vissir þú að...
- Jón er að hugsum að skreppa norður rétt yfir aðal páskadagana?
- Jón á að nota páskana til að læra allan fjandann og verða námshestur?
- Jón er ekki byrjaður á því..?
- Jón ætlar að byrja að semja ljóð?
- Jón er búinn að vera með orðið Bronkítis á heilanum í marga daga núna?
- Jón vill verða bókaormur, það er gaman að lesa, núna í lestringi er Da Vinci Lykillinn?
- Jón hefur komið fyrir 7 sinnum í þessum lið færslunnar?
... nei ég átti ekki heldur von á að þú vissir þetta

Noné - að spila jazz

fimmtudagur, mars 17, 2005

Mig er án efa farið að langa til að semja ljóð aftur. Ég segi aftur þar sem ég gerði mikið af því þegar ég var lítill og ætlaði alltaf að verða skáld, bjó meiraðsegja til ljóðabók og allt, en ég held þvímiður að hún sé horfin af tölvunni þar sem ég gerði hana þegar ég var um... 9 ára? Samt óneytanlega góð, að ég held - ég var undir áhrifum frá Bíódögum, og var fyrsta ljóðið sungið við titillag myndarinnar - það var magnað.

Umm ég er stoltur í dag, ekki bara dag en bara núna síðustu daga - ég er hættur að skrópa, enda búinn að skrópa meira en ofmikið og ég er byrjaður að læra heima í fyrsta skipti eftir jól, og það er bara nokkuð góð tilfinning.

Ég er að horfa á dramatíska fjölskyldumynd um geimferðir, apa og strák sem vingast við konu og á þýskan pabba.

Ég ætlaði að skreppa á Ömmukaffi í kvöld, en Uhu voru að spila og ég var búinn að segja magga trumbu að ég ætlaði að láta sjá mig.. Auðvitað beilaði ég - þó ekki eins og Fróði - en maður getur þó kennt innipúkunum vinum sínum um eða einhvað, get það kannski ekki, þar sem ég hefði ávallt getað farið einn, en þá kenni ég bara veðrinu um. Helvítis veður.

Það er einhver vitleysingur á msn að reyna tala við mig á frönsku.. bældir hæfileikar mínir í því tungumáli láta ekki ljós sitt skína núna, svo ég er að gera mig að fífli.. dem
libertad para los patos!

ég hugsa að ég hafi þetta ofur stutt, enda er ég niðursokkinn í þetta fjölskyldudrama og maður ætti kannski að fara að semja nokkra lagstúfa og ljóð..
Noné kveður úr húskynnum farandsöngvarans

laugardagur, mars 12, 2005

Vetrarþunglyndið er án efa að leka niður kinnar mínar, niður á gólf. Hamingjan er að taka yfir.

Ég vaknaði snemma í morgun, kl 9. Þegar ég vaknaði brá mér, ég hélt að kl væri orðin 2 því mér fannst ég hafa sofið svo lengi og vel. Ég hef aldrei vaknað kl 9 útkvíldur, eða allavega hefur það ekki komið fyrir lengi, mætti samt alveg byrja að gerast oftar.
En ég skundaði á kóræfingu kl 12, en þar sem enginn hafði haft orku í að koma með kaffi og kökur handa fólkinu - jahh nema eins og 2 kexpakka og 1brauð handa 5000 - þá reddaði villi þessu, en að einhverjum orsökum hafði hann haft 4 lamba innvöðva(hringvöðva?) í bílnum, og hann bara skar þetta niður og fólk borðaði með bestu list. Já þetta var allt einkar furðulegt.

Mér leið undarlega eftir æfinguna. Vel. Undarlega vel.
Vínberum var kastað og menn gripu með munninum og skemmtilegum stellingum margur hver.

Á meðan ég gekk heim leið mér ennþá svona undarlega vel, þangað til ég gekk upp á árekstur á mótum háaleitisbrautar og listabrautarinnar, og öll ánægjan hvarf. Mér hefur aldrei liðið svo furðulega að ganga upp að árekstri. Heimur minn varð aftur blautur og dapur og svart þunglyndið læddist inn í mig eins og eitraður reykur. Mér leið ekki vel.
Ég gerði nú ekki í því að gá að manninum sem sat í bílnum, klesstan upp við staur, en hundurinn í aftursætinu sagði mér að hann væri lifandi.
Móðir mín sagði mér svo að sjúkrabíll hefði mætt á svæðið, tekið manninn á börum og keyrt ljós og hávaðalaust í burt.
Ég veit ekki hvort það á að þýða það að maðurinn hafi verið dáinn eða einfaldlega svo lítið slasaður að ekki var bráðnauðsinlegt að drífa sig. Maður spyr sig og vonar það besta.

Mér var boðið í afmæli til G.Óskars og Sig.Unnars í kvöld - til hamingju - , en ég veit ekki hvort ég læt sjá mig. Kópavogurinn er langt í burt - þrátt fyrir að þetta sé rétt við enda fossvogsins.
Ég hugsa að ég festi mig í kósípönk í sófa heima hjá ásrúnu , hvort sem hún verður heima eður ei.

Ég sá Gísla Martein ganga frá útvarpshúsinu um daginn. Gefið mér five.
Ásrún er hrædd. Einhver fyllibytta að reyna við hana.
Mig langar að horfa á englar alheimsins núna!.
Mamma á afmæli, amma er heimsókn. jeij.

Mér fannst það fyndið um daginn þegar ég var að horfa á fransk/enska mynd eða einhvað álíka sem hét Vatel í sjónvarpinu, að þá þegar gaurinn sagði "good morning" þá var honum svarað af einhverjum bakara "Je m'appelle".
Skondið.
Það fyndna er samt að Je m'appelle þýðir Ég heiti en ekkert í nánd við Góðan daginn.

ok feitt
bless
noné
Noné

mánudagur, mars 07, 2005

Eggið lá í gólfinu. Þegar ég beygði mig niður til að taka það upp, fann ég það ekki, en þegar ég hreyfði á mér löppina fann ég fyrir tilvist eggsins sem lá við rætur lappa minna. Ég tók það upp og byrjaði að hrista að vild.

Ég er orðinn jafn slappur bloggari og ég hef ávallt verið, endalaus lengd milli hvers bloggs, og þrátt fyrir að ég hafi jafnvel gert einhvað sniðugt þá á ég yfirleitt erfitt með að byrja og bara skrifa eins og ég eigi lífið að leysa.. maður kennir endalausum ritstíflum um, en afhverju? afhverju er maður alltaf að bölva þessum blessuðu ritstíflum?
á þessum tíma hef ég gert hina ágætustu ritgerð á einu eftirmiðdegi, sem mér fannst takast alveg frekar ágætlega vel, þrátt fyrir að mér hafi sýnst kennarinn ekki á sama máli sem talaði um MJÖG(undirstrikað og allt) lélegt orðafar... fjandinn hafi það, en dem, þetta er bara ég.
Jón Kiljan Hólms stiklar á stóru.

Frá síðustu skrifum hefur kannski ekkert sérstaklega merkilegt gerst, eða þar sem gleymni mín hefur verið í sögulegu hámarki, verð ég að viðurkenna að ég man ekki bofs hvað hefur á daga mína drifið.. gleymni og þreyta eru ennþá að þrjá mig og ég kenni þessum fjandans bláu pillum um, mér dettur ekki í hug hvað þetta getur verið annað, allavega gleymnin - þótt ég hafi aldrei verið eins hraður í hugsun og það sem kallast mun ofur-hratt, þá hef ég aldrei verið svona sljór..
Jón kvartar yfir tildrögum lífsins.

Ég man reyndar hvað ég aðhófst um helgina. Hana einkenndi: Puccini, Mjög löng bankaferð með 60númeralengd, Pizzuát, Ásrún og Puccini - Skákmótsnammi g-mjólkogsykur, meira pizzuát sem sprengdi heiminn, og síðan sönggleði..
Jón stiklar á litlu.

Nú er í imbanum appollo13 sem á hug minn allan þessa stundina? og lærdómur bíður mín.. ég get nú samt varla beðið eftir honum.. mmm.. ?

Diskurinn: Mars Volta - Frances the mute (ekki spurja hvernig hann er, ég er ekki búnað hlusta á hann)

Einnig vil ég óska til hamingju, afmælisbarninu sem býr í hliðinni.
JónJón segir blessbless.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?