<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 18, 2005

Mér finnst alveg einkar furðulegt hvernig sumir ungir tónlistarmenn eru alveg ótrúlega færir í að búa til einstaklega fagra og brjálæðislega góða tónlist!.. og þá sérstaklega íslenskir, þar sem ég hef ekki fært eyru mín langt út fyrir strandlengjuna, þeas í hlustun á unglingsbílskúrsbönd..
í þessum flokki má nefna bönd á borð við Lödu Sport, sem hefur nú kannski liðað við frekar lengi, Doddann, Bob og fleira.. en nokkuð sem ég hef verið að fara yfirum útaf er bandið Big Kahuna, sem skil einfaldlega ekki hvernig fer að því að búa til þessa æðislegu músík.
Mér líður eins og þeir sprauti koffíni í eyrun á mér þegar tónar laganna óma út úr hátölurunum.
Einkar vel gefnir drengir í hljóðfæraleik - einungis 15 - 16 ára, og spila þessa frábæru indí-nýbylgjupopprokk músík, og vá þetta er bara ótrúlegt..

mæli með að tékka á þessu, þetta er brjálað:
http://www.rokk.is/default.asp?Flytjandi_ID=1299&sida=um_flytjanda

Þetta er einhvað sem ég hef aldrei getað náð tökum á, að semja indie tónlist, hendurnar og hugurinn leyfa mér það einhvernveginn ekki, það er eins og ég kunni ekki rétta formúlu fyrir það, kannski á ég bara vitlausar græjur?
Á meðan ég á í "minnstu" vandræðum með að semja "gæða" jazz og allan fjandann af rokkskotinni músík - á borð við Mars Volta og Muse með sönglínum sem má greina gífurleg áhrif frá Jeff Buckley heitnum (nei ok ég lýg kannski smá.. þetta sem ég er búinn að vera að segja er held ég það sem ég vil frekar en ég hef gert, það sem ég sem er oftast óttaleg froða) þá hef ég aldrei komist nálægt því að semja gott indie lag.. ætli endalaus eyðsla í fríkí effecta sé ekki aðal ástæðan fyrir að músíkin mín verður alltaf freðin - ég held ég þurfi að fara á bókasafnið og fá mér svona "how to" bók - How To Write Indie Songs
-
Árshátíðin í gær og lagningadagar búnir..
Lagningadagar voru góðir, væn slökun sem fylgir þeim, myndi kalla þetta nokkurskonar frí með skipulagðri skemmtun - ég meina ekki er það slæmt..
Tók þátt í ljósmyndasamkeppni með rauðu Chinon 80's vélina hennar mömmu sem btw rokkar feitan.. það koma falleg hljóð þegar ég tek mynd og hún er einfaldlega frábær - þrátt fyrir að myndirnar sem ég hef fest á filmu séu kannski ekki góðar - en það skiptir ekki máli, það er hugurinn bakvið myndirnar sem skipta máli (þeas ef einhver er?)
fór síðan á fyrirlestur hjá hirti og dóra um gítarsnillinga sem var alveg frekar góður, maður fékk þarna að sjá tryllingsleg sóló hjá stevie ray vaughnawdfawioj og önnur flott myndbrot, og já nokkuð gott bara nokkuð gott - notaði líka tækifærið, fyrst ég réð hvenær ég mætti í skólann, til þess að segja upp vinnunni, that's niice
en það var bara til þess að reyna að fá inngöngu í félagið sem ace er í "fuckwork" - sjáum til hvernig það gengur..

Hjálmar spiluðu líka á Matgarði í gær, Snorri pissaði í sig, og ég mætti seint - en náði þó nokkrum lögum og þeir voru elskendur í lagi eins og vanalega..
Bingó með Villa tók við og Villi mætti ekki fyrr en þetta var að klárast svo Steini og Gunni Skúla tóku við þessu þangað til Villi mætti svo loksins og þá fór þetta sko að vera skemmtilegt..!

Árshátíðin var góð : Matur á Rossopomodoro, fyrirparty hjá Gró, fyrirparty hjá Hemma, Grandhótel-kýldur-Grandhótel, eftirparty=nei, og hjemhjem

Helgi framundan og engin vinna svo þetta er nice - þarf síðan að fara taka mig á í skóla og skrifa íslensku ritgerð um Málfar Íslenskra Unglinga - that's niiice


sunnudagur, febrúar 06, 2005

Ég var í þann veginn að horfa á eina ósmekklegustu og ógeðfellstu íslensku auglýsingu sem ég hef nokkurn tíman séð.
"ekki leika þér að lífi annarra", segir þulurinn, og maðurinn ákveður að henda stelpu í vegg sem liggur yfir stiga sem veldur því að hún flýgur þar niður..
Sama hversu "sniðug" og "öðruvísi" hugmynd þetta er hjá Umferðarstofnun að gera svona rosalega áhugaverða auglýsingu, sem fær áhorfandann til að gapa, missa málið og virkilega hugsa sinn gang, þá er þetta einfaldlegaof ömurlegt!!
Ég átti ekki til aukatekið orð þegar ég sá stelpuna fljúga í vegginn.. meiraðsegja fékk mig til að blogga.. það er þá kannski einhvað gott í hjarta þessarar auglýsingar.. vá..

Helgin búin að vera nokkuð góð, þrátt fyrir vonskuveðrið sem hún ákvað að enda á.. en hei það skiptir ekki máli þar sem sunnudagar eru innidagar og það rignir ekki inni er það? nei.. eða jú samt inní strætó, og inní bíl bróður hlyns..

Föstudagurinn var langur og nokkuð fínn (föstudagurinn langi?), 2"parteyheé"mokka og puccini ásamt nokkrum..
Laugardagurinn var þó betri verð ég að segja en Ásrún(æj þarna litla dökkhærðastelpan) ákvað að halda partí..
mætti þar slatti fíns fólks í góðu skapi en voru svalirnar líklegast "staður kvöldsins".. til hamingju með það..
pöntuð var party pizza, sem var alltof stór og ég borðaði ekki, en hún var samtsemáður pöntuð..
nei ég borðaði hana ekki því ég beilaði og fór í vatnsdeigsbollur og fjörmjólk hjá úlfi með diljá, úlfur var eftir að borða party pizzu..

Dagurinn í dag var líka ákaflega góður, vaknað seint, bollur í morgunmat og já dagurinn litaðist mjög svo af.. uhh.. hvernig eru sunnudagar svosem á litinn, gráir? jáá.. eða bleikir..
eða glærir.. rigning er ákaflega glær og blaut..

Allavega.. þá skoðaði ég nokkuð í morgun sem ég gerði í gærkvöldi í kringum 5leitið í nótt þegar ég var nýkominn heim.. þetta lýsir ástandi mínu í gær nokkuð vel.. nei ég var ekki drukkinn, ég drekk ekki, oj: http://easy.go.is/nonniholms/


"SHUT UP!! ...is what marie said to the angel when he told her she was pregnant..."

Manneskja dagsins: Halla Tryggva..
samt bara útaf hún á amli, hamingju!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?