<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 24, 2005

Jón sofnaði áðan á heilsugæslu-biðstofunni..
hversu lengi þarf maður eiginlega að bíða eftir áliti læknis á einu litlu eyra sem er að detta af, til þess að ná að sofna? - eða var ég kannski bara svona ómælandi þreyttur.. pæling

já ég veit, langt síðan ég bloggaði síðast.. svona er þetta þegar skólinn byrjar aftur. Ég tók mig nú nokkuð vel á í jólafríinu en því miður er það bara einfaldlega búið! amalegt það en hvað getur maður svosem gert..
ætli ég verði ekki að reyna að taka mig á aftur, því ég nenni ekkert þegar ég blogga svona sjaldan að telja upp allt sem hefur komið fyrir mig, ekki að það sé einhvað sérstaklega margt, en það er allavega nóg..

Gíhíhíhíhítarinn minn ogtilheyrandi létu loksins sjá sig fyrir nokkrum dögum, og ég gæti ekki verið ánægðari, frábært stöff - stöff er skondið orð, sérstaklega ef maður hugsar út í það að þetta er ekki íslenskt orð, held ég ekki einu sinni tökuorð og samt skrifar maður það með fallegu alíslensku ö-i, og þrátt fyrir það finnst mér asnalegra að skrifa 'stuff'.. ég gæti reyndar líka farið auðveldu leiðina og sleppt þessum pælingum með því að skrifa einhvað annað íslenskt orð, ss. hlutur, efni, gums, dót, drasl, fylla, troða í, stoppa, stífla (nokkur síðustu orðin áttu ekki heima í sama samhengi..eh)

Ég skrapp með fínum förunautum í bíó á laugardaginn, sáum kóreisku myndina Oldboy sem var nokkuð súréalísk en eiginlega alveg feiknar góð, mikill húmor í bland við sumt verulega viðbjóðslegt eða þá ákaflega steikt, en skemmtilegt plott í þessari mynd, og líka skemmtileg tilbreyting!.. það verður fyndið að sjá hollíwood útgáfu af þessari mynd 2006

Eftir þetta fórum við, fína förunautið, niður í bæ og skelltum okkur á puccini í eitt stykki eplatóbakspípu, nokkuð skondið það.. eftir þetta gengum við sem eftir vorum sposkir um Vesturbæinn í "leit að fólki" og var það nokkuð fyndin ferð sem endaði heima hjá tuma í gula herberginu hans. nokkuð gott kvöld án efa, en frekar súrt - skondið rétta orðið?

Keypti mér nokkrar plötur um daginn á óvenju góðri útsölu í skífunni:

Neil Young:After the gold rush
The Velvet Underground & Nico:Andy Warhol
The Beach Boys:Pet Sounds
Blur:Think Tank
The Thrills:Let's Bottle Bohemia

Já nokkuð góðir diskar hér á ferð án efa..

Pési'frændi'beikon ákvað að taka upp á því að taka við mig viðtal fyrir næsta Beneventum, rokk!

Annars pæling, hversu mikill api þarf einstaklingur að vera til þess að setja annan einstakling, e.t.v. Mig, í áfanga, td EFN103, þótt svo að hann viti að einstaklingurinn þurfi að vera búinn með undanfara af honum, sem dæmi NAT123, og vitandi það að hann sé ekki búinn með hann og þar af leiðandi megi hann ekki sitja áfangann og hefur auðvitað ekkert að gera þar því hann veit ekkert hvað er í gangi í tímum og þarf þar að leiðandi að segja sig úr tímanum sem veldur 3eininga lækkun sem og hann fær fall í áfanganum og veldur þessum leiðinlega skólaleiða sem fær hann til þess að segja sig úr öðrum áfanga, líkt og EÐL103, sem gerir það að verkum að nú er hann búinn að segja sig úr 6einingum yfir allt, fær fall í 2 áföngum og nennir ekki að mæta í skólann.. nei annars bara að pæla sko..

Komst í fjarsjóð inni hjá bróði mínum, sem ég hef verið að stela úr hægt og bítandi en ákvað nú að taka allt sem mig listi í þar sem hann er fluttur að heiman fyrir langa löngu og systir mín er að taka yfir herbergið hans.. já ég er að tala um geisladiskarekka bróður míns.. ekki það að hann hafi verið stór.. og ekki það heldur að hann hafi verið einhver mikill tónlistarunnandi eða haft mikið vit á tónlist yfir höfuð, en ég get ekki neitað því að það sem hann átti var mikið gott efni.. og ég á það núna..
sem dæmi má nefna hljómsveitir á borð við: Queen, Genesis, Stuðmenn, Sálina, the presedents of usa, bítlarnir ofl.
svo hafa komið nokkrir diskar úr stofunni, aðallega Simon&Garfunkel diskar, Beethoven og svo Lennon legend..
Já ég er búinn að vera stækka við mig geisladiska safnið og það heldur áfram á meðan ég á pening..
Já ég er með stelsýki.. ehm


núna er ég búinn að sitja yfir þessu bloggi í dágóðan tíma og ekki skrifað orð.. ég held það sé samasemmerki um það að ég eigi bara að publisha.. Hvað finnst þér?mánudagur, janúar 03, 2005

Lífið gengur sinn óvanagang eins og það gerir vanalega ekki, og það er eiginlega bara betra..
Margt hefur á dagana drifið, en kannski markverðast að segja þeim sem ekki hafa tekið eftir því að nú hefur talan 2005 gengið aðalsmannslega fram úr forvera sínum, 2004, en hann hefur sest í helgan stein til sirka eilífðar..

Ég skellti mér á Martröð á Jólanótt síðastliðinn fimmtudag með nokkrum góðkunnum vinum mínum, og vinkonum. Fyrir þá sem ekki vita hvað Martröð á Jólanótt er, þá er það uppfærsla leikfélags MH á Tim Burton meistaraverkinu The Nighmare before Christmas! Má nokkurn veginn segja að þetta hafi verið viss liður á Tim Burton maraþoninu okkar Katrínar, en það felst í því að horfa á allar myndir Tim Burton's á "einu bretti", eða.. ekki?.. Það verður haldið við troðinn sal, fárra manneskja, einhverntíman, vonandi, og engum er boðið. Hvet engann til að mæta! Fjölfækkum!

Áramótin gengu í garð eins og ég skýrði frá áðan, en þeim var fagnað fyrst um sinn í faðmi fjölskyldunnar með nokkrum rakettuskotum ásamt einni köku sem vildi ólm troða einhverju rusli í augað á mér, sem varð þess valdandi að ég var með erting í auganu næsta klukkutímann. Eftir að hafa hellt vatnskönnu upp í augað á mér á hlið til að reyna að ná aðskotahlutnum í burt, var ég dreginn út af Steina, Hlyni og Sigganum, sem og friðriki litla, en tengda?frænkur hans fylgdu með. Við hófum þá ferð á því að troða okkur inn í runna og þessháttar, og halda í þá gömlu hefð að fara upp í skóla og klára skotblysin sem endaði.. jahh eða byrjaði? með kúlublysi í augað á Hlyni, sem gerði það að verkum að hann fékk rauðann blett á augnlokið og nokkur augnhár sviðnuðu.. hver lendir ekki í því af og til?
Kvöldið endaði síðan í "teiti" í herbergi eddu þar sem aðal sportið var að skoða skaramúss á meðan restin fór út í vindil..

Jæja nýtt ár.. nýtt..upphaf? ný byrjun?.. nahh.. fátt breyst.. held ég, hef kannski ekki látið reyna á það.. ss komist að því hvort einhvað sé einhvað sérstaklega breytt.. maður spyr sig.. maður spyr.. hinsvegar þeir sem spyrja þig afhverju ég skrifi Alltaf einhvað í stað fyrir eitthvað þá er það ekki að ég sé einhvað lélegur í málfræði þannig séð, bara vandi mig á þetta og ég hélt alltaf að þetta væri rétt, nennti síðan ekki að venja mig af þessu (til hvers?) og hei þetta er bara töff.. á sinn hátt?

Nýtt: Mew

Diskur ársins 2004 : The Mars Volta - De-loused in the comatorium.. ég get einfaldlega hlustað á hann aftur og aftur og aftur..! bjargaði mér í gegnum samræmdu prófin sem varð til þess að ég komst inn í MH.. - það besta sem hefur komið fyrir mig.. gróf hann síðan upp um jólin og hann hefur ekki einu sinni fengið að víkja fyrir jólaplötunum mínum..!
Í öðru sæti er hinsvegar tvímælalaust Franz Ferdinand - Franz Ferdinand - það er fyndið hvað það er ekkert lélegt við þessa plötu! hún rokkar!

Tónlistarmaðurinn : Jeff Buckley, hvað segir maður? forfallinn aðdáandi?.. neinei mér líkar bara við verkin hans.. ehm - hógværð..
Mugison hinsvegar rífur annað sætið í tætlur, hann á þannig séð rétt á fyrsta, en ég geri upp á milli.. só sorry Mugi..

Best: MH

Árið í heild?: BEST! - þetta er einaldlega besta ár sem ég hef lifað ! kláraði "barnaskóla", útskrifaðist úr honum með stæl, komst inn í MH, spilaði á mínum fyrstu opinberu tónleikum! - sem reyndar fór í klúður en hver gerir það ekki(þið sem lentuð ekki í því ekki svara..).. Seinasti hluti ársins hefur sérstaklega verið brjálæðislega góður og ég vona að sá tími haldi bara áfram eins lengi og mögulegt er!..

Ég ætlaði mér nú ekkert að fara að gera einhvað yfirlit yfir árið en þar sem ég byrjaði ákvað ég að halda áfram, en þótt ég sé bara rétt byrjaður og þetta sé nú frekar gróft, þá ætla ég að hætta.. ég nenni ekki að hugsa mikið til viðbótar. hugur minn er alvarlega djúpt sokkinn og ég tel mér réttast að fara að reyna að sofa..

This page is powered by Blogger. Isn't yours?