<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 27, 2004

Þessi færsla er fyrir hana Katrínu mína! .. skondið að allar færslur eru nú byrjaðar að vera tileinkaðar einhverjum.. hvað er málið með það? spyr ég sem er búinn að vera tileinka færslurnar mínar.. maðurinn leitar að svari fólk! hjálpið honum!!!.. nei.. annars.. þetta er í lagi.

Jæja, nú eru the jólin yfirstaðin. Þessir 3 jólaaðaldagar. JÓLIN!.. þessi blessuðu jól sem eru svo umtöluð þeyttust framhjá mér með bros á vör án þess að blikka einu einasta auga.. já þau fóru svo sannarlega hratt hjá kæru lesendur!
En aftur á móti voru þau afskaplega ánægjuleg!

Róleg jól þessi, og það var einkar ágætt. Fékk nokkra pakka.. eða nánar tiltekið fimm, frá mínum nánustu ættingjum.

Jólagjafalistinn hljómar árið 2004 svona:

Frá Ma&Pa : Led Zeppelin - I (cd) & Shrek 2 (dvd) - mjög ánægður með það!
Frá Ömmu : At the Drive-in - relationship of command - mjög ánægður með það líka!
Frá hinni Ömmu : Vettlingar - júbbí
Frá Lil'Sys : Útvarps-penna! - hvar finnur maður svona snilld! aldrei heyrt um svona lagað áður!, nokkuð magnað, stingur bara heyrnatólunum í og byrjar að skrifa!
Frá Bró'o'HansKon : Bangsa! - Þvílík gæfusemi! ég var fyrst ekki viss hvernig ég átti að bregðast við en rosalega er hann magnaður! Í fyrsta lagi þá getur hann gelt! með einu "handtaki", sem felst í því að ýta á takka í löppinni á honum, byrjar hundurinn að gelta! (kannski vegna óánægju með að maður sé að ýta heljarfast í löppina á honum?) .. Allavega þá er það ekki nóg með það heldur ber hann tösku á bakinu! og hún var full af nammi! nokk gott það!

Illi bróðir Úlfs, Hrólfur, er fullur á msninu hans Úlfs!

Þorláksmessa var einnig haldin heilög þó svo að ég sé byrjaður á jólunum, þá hvað um það!.. þetta er hluti af því!, í vitlausri röð...
Ég ásamt góðum hóp kórara úr hamrahlíðarkórunum, gengum niður Laugarveginn syngjandi eins og vitleysingar brennandi mann og annan , og hlaupandi af okkur kaldar hreðjarnar(já þetta seinasta var ógeðslegt.. ég veit).. sumir vilja kalla þetta fyrirbæri Friðargönguna.. já við skulum bara þá vera inn og kalla þetta Friðargönguna.. hún átti líka 25 ára afmæli svo hún á það skilið að vera kölluð réttu nafni.
Allavega eftir þessi ósköp sundraðist hópurinn og ég lenti í góðra vina hóp eða þeim Fródó, Snorra, Diljáwr, Thordeysar, Ace, Elínar og Sólar.. fórum í kolaportið og síðan á 67 hlaðborð.. namm..!
Eftir öll ósköpin af áti hittum við Kat og já Ace ákvað að yfirgefa okkur í tilefni af því.. Gengum 4x laugarveginn, hittum Hlyn og Steina og fórum heim.. þetta var kalt kvöld en gott..

Jóladagur kom ekki næstur í röðinni en var þó þarna fljótlega á eftir.. það var dagurinn þegar maður var loksins þiðnaður og ákvað að halda eitt stykki jólaboð, draga upp matador og hafa það virkilega gaman ! Matador er gífurleg snilld!.. já um nóttina, aðfaranótt jóladags ákvað ég líka að skreppa niðrí dómkirkju og syngja nokkra sálma fyrir almenning, það var allt gott og blessað og dreif ég mig bara heim beint eftir á með Villa'færalltofmargapakka'Sigurðssyni.. eða ss, ég heim til mín og hann til sín.. hann skutlaði mér bara.. í alvörunni..

í dag er aftur á móti annar í jólum, ég skrópaði í kórsöng, vegna jólaboðs hjá ömmu og fékk mér einn konfekt mola og nokkur malt glös.. ójá.. meira að segja konfekt sem ég gaf gömlu, og það smakkaðist einkar vel.. auðvitað..

Svefngalsinn er að taka yfir mig, ég ráðlegg sjálfum mér sterklega að hætta að skrifa áður en.. jahh áður en hvað? maður spyr sig þessarar einföldu spurningar og.. og hvað? maður hefur ekki hundsvit um svarið, maður einfaldlega getur ekki svarað þessu! Þýðir þetta að maður sé heimskur, vitlaus eða einfaldlega kolruglaður í hausnum? nei það gerir það ekki! ekki það nei? nei nei..

Það er gífurlega asnalegt að spurja einhvern spurningar og svara sér sjálfur í sömu svipan..
Heyrði dæmi um þetta um daginn, man því miður ekki hver sagði mér þetta og ekki hvernig setningin var, en setjum þetta svona upp:

Kalli: Jæja Jónas, ertu ekki í stuði? Jú auðvitað ertu í stuði.
Jónas: Ha? hvað sagðirðu? ég heyrði ekk..
Kalli: Ég sagði : Jæja Jónas, ertu ekki í stuði? Jú auðvitað ertu í stuði.

Kvót kvöldsins: hahahahaa og tréð sem hljóp í vatnið og kveikti í sér hahaha
Hér er verið að tala um Lordoftherings, þetta ku vera mismæli..

Diskur jólanna : Isidor - Betty takes a ride - sé svo sannarlega ekki eftir að hafa spreðað peningum í þetta þegar ég fór á Jólaköttinn hér rétt fyrir jól ! svo sannarlega ekki nei! NEI segi ég!

Nú er komið að því að stíga inn í tímann sem kallast 'ámillijólognýárs', og vil ég minna þá á það sem eru að aumka sér yfir því að jólin séu búin, að jólin eru víst þrettán dagar, allt fram á þrettándann sem er ekki fyrr en einhverntíman á næsta ári..

fimmtudagur, desember 23, 2004

Þetta blogg er tileinkað henni elsku Diljá sem ég elska svo mikið og langar svo mikið að blogga um? .. og auðvitað öllum hinum sem ég elska rosalega mikið útaf ég vil ekki að þau verði fúl á jólunum.. Slawpbs er samheiti yfir alla sem ég þekki. Ég elska Slawpbs og þetta blogg er tileinkað öllum þeim og ég elska þau öll rosalega mikið. Gleðileg Jól Slawbs.. þið vitið hver þið eruð.. já líka þú Nóri..

Ég er ekki ánægður með seinustu tvær bloggfærslur.. ég var ánægður með flestar hinar sem komu á undan þeim.. og að blogga einhvað sem maður er ekki ánægður með er ekkert skemmtilegt.. ætli maður sé ekki ennþá visst mikið fastur í þessari ritstíflu sem ég er búinn að vera með.. þetta fer að koma, fer að koma..
Ég býst við að ég verði ekki sáttur með þetta fyrr en ég byrja að blogga rosa arty færslur sem eru hver annari lengri og meira indie, og rithátturinn verður orðinn rosalega trendy og allt rosa farty.. er þetta kannski bara allt að koma?

Ég hef átt yndislega daga upp á síðkastið (gaman af því að ég hef bloggað tvær færslur á síðustu dögum og þær eru allar um það sama..), dagurinn var eiginlega bara mjög fínn!
Ég átti frí í vinnunni 'jibbí', og notaði hann óvenju vel (annað en þegar ég ætlaði að vakna snemma á mánudaginn og fara á bæjarrölt, þá endaði ég með að sofa til 3, og fara á kóræfingu kl 6(tekur ákveðið langan tíma fyrir mig að vakna))..
en já ég ss byrjaði daginn á að fara í bæinn, steini ákvað að halda framhjá með lækninum, svo ég dró með mér þær Beggu og Ásrawn.. sem var alveg hreint fínt.. gerðum ekki margt, það var skítakuldi úti svo við settumst aðallega inná kaffihús, nánar tiltekið Kofa Tómasar Frænda, og fengum okkur rjúkandi kakó, sem endaði með að verða kalt-weird?.. kannski vegna þess að ég drakk það ekki um leið og notaði tímann í að anda reyk á meðan kakóið kólnaði eins og vitleysingur, án úlpu, á norður pólnum ( var þetta ekki svoldið trendy setning? haaa.. þetta er allt að koma!)..

Jú svo fórum við á Nonnabita, það var líka fremur feitt eins og venjulega.. sátum þar óvenju lengi eða í rúman klukkutíma.. ekki nóg með það! heldur fórum við á lækjartorg líka! ásrún heim, begga í bus (Begga Bus?), og ég rölti yfir í Dómkirkjuna sem var nokkra metra í burt.. það var kalt..

Kóræfingin gekk sinn vanagang, nema ég komst að því að ég hafði átt að læra endalaust mikið af textum og einhvað og ég kann ekki neitt.. það er böggandi.. 9 erindi af sálm 88 og 6 af 74 eða einhvað? tooo much.. , jæja ég eyði þá bara aðfangadeginum í að læra þetta.. æ nei alveg rétt ég er að VINNA!..
og hei Friðargangan á morgun, júbbí, það er einhvað sem ætti að koma manni í jólskap..

Ég lét Villa skutla mér uppí Austurbæ eftir kóræfinguna en hann og Jónas voru á hraðferð upp í Smáralind, afeinhverjumorsökum, að fá sér að borða.. sumir greinilega komnir með leið á Select, haaa!.. en já ekki nóg með það heldur tókst Villa að keyra yfir hælinn á mér þegar ég var að reyna að stökkva út úr bílnum.. lucky me! Haltraði svo inn í Austurbæ þar sem ég var á hraðferð, og tónleikarnir..(gleymdi að segja það að ég var á leiðinni á tónleika, ss. "Jólaköttinn" þar sem Ókind, Lada-Sport, Benny Craspo's Gang og Isidor voru að spila).. voru byrjaðir, ég fékk sem betur fer miða en missti eiginlega alveg af Lödu-Sport! Þar hitti þar þær elsku Kat og frú.Dýradóttur-Ace, sem gerði kvöldið bara enn-enn betra!..
Isidor bættu upp fyrir Lödu-Sport missinn, og gerðu þeir það svo laglega að ég ákvað að skella mér á eintak af disknum þeirra: Betty takes a ride, sem fer á fóninn jafnvel á eftir þegar ég fer að sofa.. (þeas ef ég fer ekkert rosalega seint að sofa.. vinna á morgun kl níu vúhú!).. Hafði séð þá Isidor einu sinni áður svona með öðru eyranu þegar þeir spiluðu í norðurkjallara einhverntíman í haust, en þetta var einfaldlega fráábær frammistaða þeirra meðlima, stórt klapp fyrir þeim ! *klapp*..
Jú jæja síðan stóðu BC´sG á svið og voru alveg ágætir, ekki alveg að fýla alla tónlistina þeirra, nokkur lög samt alveg þónokkuð góð, og stóðu þeir sig alveg svelll vel á sviðinu! annað klapp til þeirra!
Ladan fær að sjálfsögðu klapp fyrir að vera ómótstæðilegir!
Síðan kom "hljómsveit kvöldsins", dadrarara Ókind.. æði að venju! klapp og jafnvel tramp í þokkabót til þeirra!
Frú.Dýradóttir ákvað að vera beiler og fara þegar Ókind byrjuðu.. slaaappt það, en hei jólin snúast víst einungis um að pakka inn jólagjöfum og gera þær sætar..! - meira infó um jólapælingar: Hjá Steina-Pælara..!
Jæja þeir í Ókind tóku allskyns slagara og er mig farið að klæja í fingurgómunum yfir að komast yfir eintak af plötunni þeirra gömlu góðu!

Spurning til lesenda:"Veit einhver hvort að ný plata frá Ókind sé nokkuð á leiðinni?"

Strætó var á tæpu nótunum en allir komust þó heim til sín með Seinastastrætóheim sem betur fer!
Ég er ánægður með þetta blogg held ég baraðstað! það er frekar langt og lýsir reyndar bara einum frekar frábærum degi í lífi mínu, og þó það sé ekki artyfartytrendýogindie þá gæti mér ekki verið meira sama. svona vil ég hafa þetta.. finnst reyndar líka lúmskt gaman af þriðjupersónu bloggunum mínum, svoldið jahh.. sérstakt?

Hrós dagsins fær MS-mjólkursamsalan, fyrir að minna íslensk heimili á gömlu góðu alvöru alíslensku jólasveinana, sem einmitt príða núna mjólkurfernurnar geisivinsælu! gott hjá þeim, börn nú til dags halda að ekkert annað sé rétt en kókakóla jólasveinninn sígamli..(síungi passaði óskaplega illa þar sem gaurinn er hvíthærður og skeggjaður!)

Kvót: - Hvað er það hræðilegasta sem hefur komið fyrir þig?
- Þegar ég stökk fram af Húsi Verslunarinnar.. og dó ekki..
Af einhverjum ástæðum var hlegið dátt af þessu..
síðan allir hinir kvótarnir sem ullu uppúr bæjartúristunum í dag.. þetta er það eina sem ég man því miður..

- Hann er með svo dúllulega rödd!!

ps.Samlokan sem ég bloggaði um í gær liggur ennþá hér á borðinu og er orðin hörð.. það er ógeðslegt.. mjólkurfernan og glasið líka.. ekkert harðari en venjulega þrátt fyrir það..

Lag Dagsins er tvímælalaust : Ókind - Jólakötturinn

Gleðileg Jól enn og aftur kæru lesendur og eins og ég sagði þá elska ég ykkur öll óendanlega mikið! Ég er ekki frá því heldur að ég sé kominn í vægt jólaskap eftir þennan yndislega dag! Eigið góð jól!
Með jólakveðjum frá Nonna Hólms..! (týpískt að ég bloggi aftur á morgun?)..!
miðvikudagur, desember 22, 2004

Ah.. lífið er ágætt.. jólin eru að koma og svona og allt Steina að þakka þá er ég að komast í jólafýlinginn!.. það er Raf-magnað..! og é ger meiraðsegja með fullan disk af smákökum og tvær samlokur og næstum fulla mjólkurfernu hérna hliðina á mér.. kl er 22 mín yfir 12.. óhollt? jáb..

Seinasta færsla var gjörsamlega í ruglinu, ég var ekki að fýla hana.. (*innskot*:þessi samloka sem ég er að borða er með alltof miklu smjöri eða einhvað, og það er.. jahh viðbjóður?) .. hún var stórt stikl yfir fremur viðburðaríka mánuði sem hafa liðið síðan ég bloggaði almennilega seinast.. Jón kallinn er búinn að vera í ritstíflu síðan í byrjun mánaðarins og ég held að, eða vona, að það sé einhvað að losna um hana loksins..

Jæja margt drifið á daga mína.. Ber einna helst að nefna það að ég söng með Sinfóníunni ásamt restinni af Kór menntaskólans við hamrahlíð sem og Hamrahlíðarkórnum, sem var æði.. Sungum eitt stykki Magnificat í Ddúr eftir JS Bach.. og mæli með því verki sem og við sungum einhvað eftir einhvern annan gaur, einhverja kantetu og einhvað fleira.. það var líka æði..

Jæja ég þraukaði síðan yfir prófin og náði að klára fyrstu önn í mh með því að sleppa því gjörsamlega að falla.. fékk þá alveg 20 einingar metnar.. ! og það er æðislegt (*innskot*:ég er með teygju í hárinu, það er íkt!(hommalegt? nah..))..

Ert þú kominn í jólaskap? hélt ekki.. (ef steini var að senda þér jólalög skal ég trúa þér..)
Kenning um að jólunum hefði ekki verið stolið kom fram í kómentum í punktafæslunni hér á undan.. jáá en samt?
Grinch stelur jólunum og skilar þeim á jóladag.. það meikar sens.. ekkert NonnSens í gangi á þeim bænum.. hemm.. samt ekki? bleah..

Já og jú.. jólaballið.. skrautlegt? og æðislegt.. leiddi af sér símhringingu örvæntingarfullrar móður.. ehm.. ekki spyrja..

Nú er hið eina sanna jólafrí skollið á, og já það hefur aðallega farið í vinnu og kóræfingar sem og söng.. allt gott og blessað með það nema væri til í meira frí.. hei þetta reddast.. er að hugsa um að byrja blogga oftar..

Ég á pantaðann gítar og effecta frá útlöndum.. gæti trúað að pakkinn kæmi ekki fyrr en eftir jól..

Annars gleðileg jól, nema ég bloggi fyrir jól, hver veit hver veit!!


Lag Dagsins(eða næturinnar?) : Frank Sinatra - I've got you under my skin

ps. Mjólkurfernan er búin.. ehm hehe..
laugardagur, desember 18, 2004

Hver stal jólunum?

Í dag er hvorki meira né minna en 18des.. þegar þessi bloggfærsla verður yfir liðin verður líklegast kominn sá nítjándi, þar sem ég tek oftast minn tíma í að blogga og einungis 20 mín í miðnætti.
Einkennandi fyrir aðdraganda þessara jóla er hve litlu jólaskapi flestir virðast vera í, þar á meðal ég.. Ég finn ekki fyrir vott af jólagleði eða spennu.
Þó svo að ég sé búinn að fara í jólaboð og alles, það skemmtilegasta sem ég hef farið í, til hennar elsku Diljáar, sem var mjög vel heppnað, og þakka kærlega fyrir það!.. með öllum tilheyrandi mat, sem var ekkert annað en æði!
Í dag í vinnunni voru tveir gamlir harmonikkuleikarar hliðiná grænmetisborðinu þar sem ég var á fullu í áfyllingunni, að spila skemmtileg jólalög! ákveðið tjútt við það en kom mér ekki í hið almenna jólaskap..

ætli það hafi ekki verið Grinch.. eða trölli eins og sumir íslendingar þekkja hann.. sem stal þessum blessuðu jólum..

Jólaballið var á fimmtudaginn.. það var í hreint út sagt frábært á allan hátt!..


Ég náði öllum prófunum!... meiraðsegja dönskunni!.. Til lukku með það Jón.. takk..

Mig langar í nýja síðu.. aðeins persónulegri!..

Í enda hvers árs fara svokallaðir Jónsmánuðir í rugl.. gleymdi að minnast á það þegar þeir lifnuðu við..

Vá fyrirgefið punktana.. kl er að ganga eitt núna.. punktarnir urðu til þess að titillinn dó.. sköpunargleðin dó..

Gleðileg Jól! ef ég sé mér ekki fært um að blogga aftur fljótlega..

This page is powered by Blogger. Isn't yours?