<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 18, 2004

Úti fyrir er stinningskaldi og norðanátt. Snjókornin eru byrjuð að falla, og frostið læsir sig við götur borgarinnar.
Jón hniprar sig saman í stólnum, í lágkúrulegu herbergi sínu, í íbúð foreldra sinna, í austurbæ Reykjavíkur, og hripar nokkur vel valin orð niður á lyklaborð, fyrir lesendur sína. Jón er rithöfundur. Áhuga rithöfundur.
Jón skrifar ekki bækur, í bækur, né þá í blöð. Hann skrifar blogg.

Blogg er hámenning póstmódernista á internetinu dag eftir dag, og tekur enga stefnubreytingu hvað varðar ritstíl, háfleyg orð eða lengd. Blogg hefur enga stefnu.
Blogg er eins og ólæst dagbók þar sem höfundi bókar dettur ekki í hug að rita um einkalíf sitt, eins og ef hún væri læst.
- "Blogg er eins fyrir blinda og enska er fyrir heyrnarlausum."

Jón er rithöfundur. Áhuga rithöfundur.
Annar hver unglingur á Íslandi er rithöfundur. Áhuga rithöfundur.

Jón er dæmigerður treg-gáfaður borderline-nördi, sem hefur fátt meira gaman en af list og menningu Reykjavíkurborgar, og má sjá á honum að uppeldi og æska hafa gert honum það kleift að lýta út fyrir að vera krakkhaus, niðurdrepandi, og lífslítill karakter í teiknimynd frá sjöunda áratugnum.
Langur búkur hans gerir honum ókleift að sitja í baksæti flugvélar án þess að vera allur í keng, útlýtandi eins og kubbur í kassagerð, og lítll frítími og ofnæmi fyrir alheiminum hafa myndað bauga á annars hrjúft og ómátt andlit hans.
Jón er stelsjúkur, athyglissjúkur, og á við geðræn vandamál að stríða.
Jón er spámaður, svo segjir orðabókin. Orðabókin lýgur aldrei.

---

Í dag er kominn jafn mikill mánuður síðan ég bloggaði seinast, og þegar ég var að fagna "mánaðar blogginu" í seinustu færslu. Ég held ég fari að búa til mína eigin mánuði, Jóns mánuði.
Þetta eru ss í rauninni bara venjulegir mánuðir, en það mínusast alltaf 2dagar frá. Það mætti segja að þessir tveir dagar hverfi bara, og eru ekki taldir með þó svo að þeir séu þarna.
Þessum tvem dögum er síðan eitt í trúarlegar þarfir, við að rækta trúna, Jóns trú= efasemdar trú.

Skoðið aðeins orðið Trú, þetta er asnalegt orð.
- "True.."

---

Leigði tvær myndir áðan, svona í tilefni af leiðinlegu sunnudagseftirmiðdegi(kveldi), en endaði þó með að horfa fyrst á Bond - daimonds are forever. Þessar tvær voru nánar tiltekið:

- The Shawshank Redemption - talin ein besta mynd sem nokkurntíman hefur verið gerð, hef þó ekki enn byrjað að horfa á hana svo eg hef lítið um það að segja. Útnefnd til 7 Óskarsverðlauna og skartar ekki ómerkilegri mönnum en þeim Tim Robbins og Morgan Freeman. -"Fear can hold your prisoner.. Hope can set you free".

- Pulp Fiction - einnig talin með betri myndum síðan Gvuð má vita hvað. Hef ekki heldur litið hana augum þó svo það sé hálf undarlegt. Svo er sagt að þetta sé besta mynd Tarantinos, og þar sem ég hef ekki séð hinar(Kill Bill og allt þetta) þá er um að gera að byrja á toppnum.

---

Ég er í vetrarfríi.
Hlynur er úti , reyndar á landinu eins og er svo best ég viti, ss kominn heim, vonum að það hafi allt farið vel, og klöppum.
Steinar týndur.

Bíddubíddu einhverjar lesbíur í sjónvarpinu núna.. varð bara að segja frá þessu - nei gat nú skeð, þetta var bara "the L word" að byrja, gaman af þessu.

Áfram með upptalninguna:

-Allir einhversstaðar svo ég leigði mér bara spólur sem ég ætla fara horfa á núna.
-Skrapp uppí nóatún áðan þar sem þau voru að loka og hafði gaman af umræðum við Dodda um hvar vesturbærinn byrjaði sem og hvar hann og seltjarnarnesið mættust.. komumst ekki að neinni niðurstöðu með það síðarnefnda, þar sem ég er ekki vel að mér í vesturbæjarmálum og var byrjaður að röfla um skerjafjörðinn og snælands vídjó, á meðan hann var að tala um frostaskjólið og grandann.
-Einhvað leikfélagsparty í gangi útá álftanesi, mjög margir þar, en ég er ekki í þessu blessaða leikfélagi, so beat it, ég er í kórnum.
-Óðríkur Algaula á næsta leiti, þarf að skrá sig fyrir 22okt., ég er í miklum pælingum með að skrá mig, hvort sem ég mun flytja verkið einn og óstuddur eða fá hjálp góðhjartaðra MH-inga, sem myndu leggja mér lið. , Er svosem ekki búinn að útsetja neitt meira en gítarinn, röddina, smá bassa og hugsa um trommurnar, en strengjakvartett væri ekkert leiðinlegt..

---

Vá ég var næstum því klukkutíma að skrifa þessa færslu.. mig sem vantaði bara að koma þessum fyrsta hluta bloggsins niður á blað, hitt fylgdi eftir..
Ætla skella mér í Shawshank redemption, góðar stundir...


---

Þetta sem þú lest núna er editaður-póstur.. Þar sem ég sagði frá því að þetta væri jafn mikill mánuður og í seinustu færslu síðan ég skrifaði seinast, þá tókst mér að klúðra því með því að vera of lengi að skrifa færsluna svo að hún var stimpluð á þann átjánda en ekki þann sautjánda..
þetta endaði í jafn miklu rugli og seinast, get gert grín af þessu í næsta pósti sem á örugglega eftir að mistakast jafn skemmtilega

---

Enn og aftur editaður póstur.. nú búinn að horfa á Shawshank redemption og verð að segja´að hún var alveg helvíti mögnuð.. hinsvegar komst eg að því þegar ég las þetta yfir núna að ég hefði þurft að skrifa bloggið þann sextánda, (ekki þann sautjánda né þann átjánda) til þess að fá út þennan blessaða "mánuð" sem eg er buinn að vera tala um hægri vinstri í færslunni... trúarleg ræktun í Jóns mánuðum fer semsagt fram 3 daga í hverjum mánuði í stað tveggja, góðar stundir..

This page is powered by Blogger. Isn't yours?