<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Þverflauta og Gítareffectar.. hverjum myndi nú eiginlega detta í hug að skella svo ólíkum hlutum saman?, Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur? Maður með þverflautu og disortion á henni, hvaða rugl væri það nú!.. Ég sá einmitt svipaðann mann í dag þegar eg var að hjóla heim úr vesturbænum, og var maðurinn staddur rétt hjá Lækjartorgi, með Þverflautu, lítinn magnara, og síðan glás af gítareffectum með allskonar furðulegum hljóðum, og síðan en ekki síst gamla konu við hliðiná sér sem ég held að hafi bara unnið við það að brosa(svona til að lokka fólk til þess að gefa grey manninum smá pening!)..
Mér þótti þetta alveg stórmerkilegt,  þó svo að ég hafi ekki gefið mér tíma til að stoppa neitt að ráði til að hlusta á hann - hafði reyndar heyrt einhvur ógurlega furðuleg hljóð alla leið á Austurvöll, og komst þá síðan að þetta var þessi blessaði þverflautumaður og KolaportsTrúbadorinn í sambland!(reyndar var Kolaportstrúbadorinn staddur fyrir utan 10-11 í þetta skiptið, sem er líklegast hans annað heimili.. held hann bara skiptist á þessum 2 stöðum.. - var hann ekki líka að fá plötusamning í vor einhvurntíman eða einhvað álíka?)..
Gaman af því.. gaman af því..
 
Ég hafði semsagt verið að koma úr vesturbænum eins og ég nefndi áður, en í morgun var einhvur atburður sem kallaður var "Hjól í borg" að mig minnir rétt, og var á vegum vinnuskólans(einn af þessum fræðsludögum), og mætti maður galvaskur upp í Árbæ!! kl 9 í morgun..
Byrjuðum á því að fara í fótbolta, sem og að rífa buxurnar , fá steina í skóna og blæða í buxurnar..
Síðan í einhvurar hjólaþrautir þar sem Hlynur vann sigur af bítum, jeij!
Jú og síðan endaði þetta nú auðvitað allt á því að farið var að hjóla(hitt var nú bara upphitun..!! duh..)..
Við hjóluðum niður Árbæinn og í Elliðárdalinn - þar sem ég flaug útí ánna "forðum daga" - síðan í Fossvoginn, þar sem Einsi Kaldi var svo lukkusamur að stúta hjólinu sínu, en allt reddaðist í því að lokum, og næst á dagskrá var Öskjuhlíðin, þar sem við fórum í gegnum Hermannagöngin og svona og vorum uppgefin í höndunum eftir að hafa dregið okkur áfram í drullu og rotnuðum rottum.. og svo endaði þetta allt á pulluáti í Nauthólsvíkinni..
daddara , þetta var svona sagan í stuttu máli !..
Einnig voru alltaf einhverjar fræðslur inná milli, þar sem við lærðum ýmislegt á borð við að Öskjuhlíðin hafi einu sinni verið eyja og fleira spennandi..
 
Jahh ég var að fatta að eftir pulluátið var ferðin svo sannarlega ekki búin!, við hjóluðum út skerjafjörðinn og inní vesturbæ  - (líklegast! ég var nú að koma þaðan í upphafi sögunnar).. - og var ferðinni heitið í sund.. en þar sem helmingur hjólreiðarmannanna var ekki með sunddót , skruppum við hin sem ss fórum ekki í sund í Hacky Sack.. og gekk það svona undir og ofan.. og auðvitað hjólaði ég á endanum heim , með Hlyni og Steinari..
Og þá er sagan mætt á þann stað þar sem ég hætti henni seinast..
 
Ég mætti heim eftir fínustu ferð og skrapp í sturtu, og áður en ég vissi af var barnaafmæli í húsinu komið á fullt skrið.. en systir mín á einmitt afmæli í dag og er hmm að ég best veit 12 ára.. allavega svona ca. .. 1 til 2 ár mínus , plús , skiptir ekki svo miklu máli á þessum árum.. allavega fyrir mér.. og já til hamingju með það..
 
Sagan er eiginlega svona að mestu leiti búin þar sem ég er búinn að loka mig inní herbergi síðan ég kom úr sturtu, og sit í gamla góða rauða tölvustólnum mínum með The Vines og fleiri á fóninum..
***
Eins og ég sagði frá í seinustu færslu, var ég á leiðinni á fjöldskyldumót fyrir norðan á Vatnsnesinu, - þar var svo sannarlega djammað og djúsað með fjöldskyldumeðlimum.. þeas frændsystkinum mínum og get ég svo sannarlega með sanni sagt að þetta hafi verið skrautleg ferð.. , en þó engu að síður mjög svo skemmtirleg!, er skildur svo miklu ágætisfólki!..
 
Líka gaman að því að ég er orðinn lang stærstur í þessari fjölskyldu, sem ku vera í móðurlegg - og rak ég mig 3-4 sinnum upp í hurðarkarminn í Gömlu-Stofunni í bænum hennar ömmu.. óskaplega fyndið það/en vont.. og þó er ég ekki nema ca. 1.86 á hæð!.. þó ég viti svosjúm óskup lítið um það, hef ekki mælt mig þónokkuð lengi.. þetta var bara svona ónákvæm mæling um að eg væri svona 10cm stærri en pabbi og að hann væri ca. 1.76, svo það sést strax hversu ónækvæm mælingin var, en gaman að þessu þó..
 
Eitt það skondnasta við þessa ferð að um nóttina vorum við frændsystkinin inní fjósi, (*hóst* þar sem allt búsið var geymt),  með gítar í svaka stemningu.. eins og ég segji.. gaman af því!..
 ***
Held það sé einhvur tíska að segja frá góðum lögum eða plötum eða einhvað.. ég ætla taka svona nokkurskonar þátt í tískunni en einungis mæla með þeim hljómsveitum sem hafa ómað um eyru mín síðustu daga og staðið uppúr..
 
The Vines - Svo sannarlega mögnuð sveit, Grunge-ið (eða grukkið eins og sumir vilja kalla stefnuna) alveg í hámarki og svo sannarlega ágætis tilbreyting frá róligheitunum í Buckley eða sýrurokkinu frá Muse og Mars-Volta.. þó þær séu nú alltaf ákaflega heilagar fyrir mér.. Mæli endregið með Highly Evolved - frumverki þeirra kappa, en ég á eftir að tékka á þeirri nýju, hún er örugglega engu síðri, allavega er síngúllinn þeirra 'Ride' alveg helvíti magnaður..
Lady & Bird - Barði er æði, það er nú bara þannig, og í þessum dúett með henni Keren Ann, og verð svo sannarlega að segja að þau eru að gera sig.. Þessi plata er mjög góð í heildina og bið alla íslenska (sem útlenda) tónlistaráhugamenn endilega að kynna sér þessa plötu.. en eins og vitur vinur minn sagði , þá er þessi plata eins og kökusneið, þú borðar ekki einungis botninn - heldur alla sneiðina , og meinar hann þá að hún sé lang best í heild en ekki í hlutum... og verður með sanni ávallt betri við hverja hlustun, svo ef einhverjum finnst hún góð við fyrstu hlustun þá á hann ekki von á vondu frá plötunni.. svo sannarlega ekki..
Led Zeppelin - Þetta er nú ekkert nýtt , en heldur þó áfram að óma um eyru mín, ávallt - ef þú þekkir ekki þessa hljómsveit eða hefur ekki kynnt þér hana neitt að ráði, þá bið ég þig félagi góður að rífa þig upp af rassgatinu - hætta að lesa þetta vitleysingja blogg mitt , og bruna niðrí næstu plötubúð og næla þér í einhverja plötu, þú átt svo sannarlega ekki eftir að sjá eftir því!..
Jeff Buckley - Hvað get ég sagt? snilld.. aðallega búinn að vera hlusta á live upptökur og einhvað sem ég átti ekki áður..
Hera - Hera Pera.. hún er assskoti góður tónlistarmaður!, flestir íslendingar ættu nú að þekkja hana og vita hvað í hana er spunnið.. hún er góð, æði góð...
 
Síðan hef ég nú bara verið að hlusta á allan fjandann eins og venjulega, ég leit nú bara yfir playlistann og tók svona einhvað, margt annað þarna bara nennti ekki að skrifa meira .. bítlarnir og eg veit ekki hvað og hvað, allskonar músík sem steini er búinn að vera dæla í mig sem ég veit ekkert um svo það er rosalega erfitt að skrfia um hana en eins og ég segji er playlistinn minn stútfullur af stökum lögum og alskonar dóti.. þetta var nú bara einfaldlega það sem eg nennti að skrifa um í dag, skrifa um meira seinna..
***
Who Would Have Thought!?! Ég datt aftur af hjólinu mínu.. ég held ég ætti að fara leita læknis útaf þessu.. eða byrja að hjóla með hjálpardekk eða einhvað álíka.. þetta er ofsalegt..
Ekki nóg með það að eg hafi dottið þá lenti ég á andlitinu í þokkabót!, nánar tiltekið kinnbeininu og næsta dag gat eg varla borðað, en nú er þetta komið í samt lag, svona að mestu leiti allavega..
***
Jeij Begó er komin heim, Fjórfalt Húrra fyrir því!, þetta er nú meira æðigæðið
***
Vá löng færsla.. held ég allavega.. Þið ráðið hvort þið takið þetta í bútum eða hvað.. Getið lesið einn kubb á dag svo þetta endist ykkur þangað til ég blogga meira.. - þótt þið lesið þetta líklegast þegar þið eruð búin að lesa allt.. ætti kannski að taka þetta fram þarna uppá toppinum.. nenni því ekki..
***
Ég held ég þurfi gleraugu.. og á endanum heyrnatæki líka.. but who doesn't?
***
Verði ykkur að góðu...
 
 


laugardagur, júlí 17, 2004

Og nú er öldin önnur... liggur allavega við.. Jahh, nú hef ég ekki bloggað í meira en mánuð, og er stoltur af því!, eða jújú svosjém, en samt ekkert sem skiptir neinum sköpum.
Sumarið hefur flogið eins og hver annar virkur dagur, þegar ekkert annað kemst að nema vinna og leti, og leggst það svona lala í mig. Ég hefði ekkert á móti því að lifa þannig lífi að þurfa ekki að vinna mér inn peninga (þrátt fyrir að ég þurfi þess ekki, þá kýs ég það til að vera ekki alltaf staur) og fá allt uppí hendurnar án þess að lyfta litla fingri.. en svoleiðis er það nú svo sannarlega ekki!, seisei nei..
 
Unglingavinnan er að klárast.. júbbíjeij, þeas í næstu viku.. en þá tekur líklegast ennþá meiri vinna við, þar sem Nói gamli er einhvað að reyna draga mann í fullt djobb, sem er svosjúm ágætt uppá peningana að gera.
Skólinn byrjar að mig minnir 23.ágúst.. en jújú ég komst inn í Hamrahlíðina - það er gott.
Vinnuskólahátíðin var í gær ("tæknilega séð" fyrradag þar sem klukkan er yfir miðnætti), og var hún bara alveg hin fínasta, það var eitthvurt steikt band sem steig á stokk  og spilaði útúrreykt-harðsýrupunkrokk, og var alveg helvíti mögnuð!, veit ekki hvað hún heitir því miður, en hefði ekkert á móti því að heyra í þeim aftur - gaurarnir voru líka helvíti svalir, í jakkafötum og með skrítin sólgleraugu(þó ekki allir eins), en mér fannst þetta töff.. síðan voru reyndar einhvurir dansarar með þeim sem mér fannst hefðu átt að vera sendir í dansskóla áður, en jahh ætli þetta hafi ekki verið nógu steikt til að eiga við tónlistina..
 
Bændur munu hörfa norður í sveitir snemma í bítíð, en þá mun vera haldið 'Fjöldsskyldumót' á bæ nokkrum kenndum við Ánastaði, þá Ytri þeas, á Vatnsnesinu í Vestur-Húnavatnssýslu.
Lagt verður af stað frá höfuðborginni snemma í fyrramálið, og mun ferðalangurinn ég eigi einu sinni buinn að pakka. Nú veit ég ei hvað mun vera gert þar en vona svo sannarlega að þetta verði hin mesta skemmtun.
 
Skrapp í bíó í kvöld með honum Hlyni á Spiderman 2.. óskup ágæt mynd, en dramað var í hámarki alla myndina, það einfaldlega einkenndi myndina, en þó ágæt mynd.. , nýkominn heim, ca 1:45, wúhbídúah fyrir því.. eða einhvað..
 
Einnig er fréttnæmt að ég flaug framyfir mig útí Elliðarána núna á miðvikudaginn seinasta, gaman að því, "stór"slasaður þannig séð, nenni þó ekki að skýra frá því að þessu, segjum það bara að ég er bæði of sljór og ekki góður prjónari..
 
Kannski ég bloggi meira eftir helgi, ég ætla að fara að koma mér í rúmið eða einhvað.. gaman að heyra í ykkur aftur..

This page is powered by Blogger. Isn't yours?