<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 31, 2004

Afbragðs laugardagur þetta hefur verið..! Hangsl með Steinari Starálfi í allan dag og var það bara stuð! fórum í kringluna til að byrja með til að fara á bókasafnið og spútnik, og komst að því að trukkabílstjórahúfur fara mer vel en ekki venjulegar Hlýjar húfur einmitt eins og mig vantaði!, eg verð að láta mér bara duga þetta hár mitt, það síkkar og síkkar með hverjum deginum og verður líklegast orðið eins og húfa rétt fyrir næsta vetur ef eg leyfi því að vaxa óstjórnlega mikið, en það er ekki búið að gera neitt sketsjúal fyrir hárið á mér svo það kemru allt í ljós, framtíðin er óljós, og hefði ekkert á móti því að eignast vasaljós til aðskyggnast aðeins inní hana...

Kvöldinu var varið í nammiát! eins og venjulega þá fórum við steini á nammibarinn í 11-11 sem er einfaldlega orðin klassík, hittum þar Kristrúnu Frost, og byrjuðum bara á því að bregða henni, og gerðum það síðan frameftir spjallinu sem við áttum við hana þarna í nokkar mínútur, síðan var valhoppað heim til mín í tölvuna og imbann og tónlistina og þetta venjulega bara!

Gærkvöldið er ehm blackout , blikkblikk...;)

er bara að hlusta á kanis í gúddí fýling og Cartland kallinn hehe;) er að bíða eftir að eg klari að hlaða myndavélina, þarf að taka mynd af sjálfum mér ( omg..:P ) til að teikna og setja á síðu sem eg er að "hanna" .. hún kemur upp árið 2005.. eða fyrr.. eða síðar.. ég auðvitað kann ekkert að gera síðu svo það gerist þá og þegar ef þá og þegar er einhverntíman.. þið skiljiðð.. eg er hlaupinn langt..

föstudagur, janúar 30, 2004

Arpeggiur, Sweep pick, altinate picking, dominic 7und ofl... þetta eru hlutir sem eg fékk að kynnast í gær. Annar gítartími minn í G# leið í gær, fimtd. 29.jan. árið 2004, ár apans.

Það var vart fyndið í gær hversu kalt var úti enda allt að -10°c, og þar sem ég átti að fara í gítartíma, rölti ég af stað um 3leitið, eftir að hafa verið að spila byrjunina á byrjunarlagi Muse plötunnar Origin of Symmetery, lagið New Born. Ég gekk út í þennan nístings kulda sem lá yfir Íslandi í gær. Ég var kominn upp að skóla, sem ku vera í sömu götu og ég bý í, og var allt á því að snúa við vegna kuls í öllum líkamanum. Ég lét mig þó einhvernveginn hafa það þar sem eg sýndi karlmennsku mína í ljós og gekk í mótvindi alla leið niðrí síðumúla, sem er nú venjulega ekki ýkja langt, en vegna óþæginda í lofti leið þetta eins og heil eilífð.
Þegar í gítartímann kom var farið í það sem ég skrifaði hér fyrir ofan, þá aðallega sweep pick og altinate picking, og auðvitað arpeggiur, sem eru gítartaktíkur, sem og við fórum einhvað í skrítin grip og add9 og fleira sem og 7undir og þessháttar.
Tíminn klárast og ég fer í það að pakka gítarnum mínum niður, en hver kemur ekki þá inní stofuna.. enginn annar en hinn ungi vitleysingur Snorri sem mun víst vera einnig í Hvassaleitisskóla..! Skemmtileg tilviljun að lenda á einhverjum sem maður "þekkir".. gaman af því.

Varð ég síðan mér til mikillar undrunar á vitleysunni í sjálfum mér búinn að lofa Hlyni að tölta með honum niður í Tónastöðina niðrí Skipholti, sem var einfaldlega sársaukafullt vegna mikils kulda sem var einfaldlega allan daginn!, því hann Hlynur gerði þau mistök að reyna að tuna vitlausan streng sem hann var ekki að reyna tuna og gekk svo langt að slíta greyið, og þurfti þessvegna að kaupa nýjan streng. Og þurfti ég einnig að koma með honum heim til að setja hann í.. jæja ég gerði góðverk og nú verður ekki aftur snúið..!

ES. Hlynur þú munt enn vera með bleiku nike stuttbuxurnar mínar, og ég vona að þú merkir þér þær ekki eins og hundar merkja sín svæði, allavega ekki læra ósiðina af mikka, eg vil helst fá þær heilar til baka og þurrar.

Ferð í MR var farin, tilgangurinn í þessari ferð var að skoða skólann og kynnast starfi hans.
Sú áætlun tókst.
Það var ósköp ágætt þótt ég sé nú ekki beint með bæði augun á MR þótt annað gægist við og við í átt til hans. Þar eru þau með 2 kennslustofur í fjósum og hinn fræga þjóðfundarsali og hvaðafeina. Síðan er víst skammarkrókur uppi í gluggakistu, sem er nú óvenju stór gluggakista, en annarsvegar mjög lítið borð með áföstum stól að mig minnir, úr tré auðvitað.
Skammarkrókurinn er ekki það hátt uppi þannig að þeir sem hafa komist í MR útaf gáfunum, geta líklegast getið sér til þess að það sé óhætt að láta sig síga niður sirka 1,5metra, en MRingurinn í skammarkróknum myndi líklegast nota horna- og tölfræðina sína í að reikna það út áður en hann myndi hætta á það, og síðan líklegast flýja út í fjós eða bara á næsta sveitabæ.

ATH:MRingar og aðrir sem stefna á MR eða eiga fjölskyldumeðlimi, vandamenn, ættingja, vini, kunningja, félaga þar, eða tengjast MR engan veginn á neinn hátt, ekki taka þessu sem skoti á MR, því ég hef engan veginn neitt á móti honum, ákvað bara aðeins að gantast með stólinn úti í glugga.

Önnur ferð var farin í vikunni og var það á einhvað forvarna leikrit í borgarleikhúsinu, og hét það að mig minnir rauðu skórnir. Flott leikrit, fyrir utan þreytuna sem var í mér, sem gerði það að verkum að mig langaði helst að detta niður dau.. sofandi.., náði ekki miklu pointi í þessu, nema bara að það var buið að segja mér að þetta væri um fíkniefni og freistingu og þessháttar, gott að vita það fyrirfram þó svo að það hafi ekki verið neitt strengjabrúðu sniff þarna eða neitt þannig, bara kynæsandi dansar í rauðum blikkandi skóm. Mjög módern, eins og maður segjir nú á afskaplega góðri íslensku, og flott leikrit og ætli maður mæli nú ekki bara eindregið með því, allavega skapar þetta leikrit umræður eftir sýninguna.

Mæli eindregið með síðum hér til hliðar í linkunum,
Frú Solveig litla er komin með nýja síðu, þeas 5tu blogg síðuna sína,
og sjálfur Starálfurinn er að taka sig á, sem og Nonni verður víst að gera,
en þar er málefnalegt blogg hægri vinstri og ég veit ekki hvað og hvað, gaman af því allavega, eins og maður segjir, fjöldi áskoranna að biðja mann um að halda áfram svo ætli maður taki sér ekki tak!

Mæli einnig með nokkrum böndum ef ykkur leiðist og langar til að skoða nýja tónlist

Jeff Buckley
Sigur Rós
Muse
Yeah Yeah Yeahs
Coldplay
Mugison
The Beatles
Led Zeppelin
Simon & Garfunkel
U2
Belle & Sebastian
Bang Gang
Radiohead

Þið þekkjið flest af þessu vonandi en það sem þið þekkið ekki mæli ég með að þið farið í næstu plötubúð og skellið ykkur á plötur með þeim.
þetta er bara listi yfir það sem er heitast hjá mér um þessar stundir og svo þið fáið hugmyndir af nýrri og skapandi tónlist til að hlusta á.

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Coca Cola... Stendur á rifnum miðanum stem stendur vestan við mig en skugginn beinir út á Faxaflóa.. ætli það hafi ekki verið Hlynur sem reif þennan saklausa miða, það væri líkt honum á margan veginn, Steinar er aðeins rólegri í miðunum.. Steini er þó ekkert rólegur, sérstaklega ekki þegar hann kemst í einhvað sætt.. eins og kókið sem stendur á gólfinu, tappinn beinir upp í loft.. kannski er það eðlilegt, en hver veit, kannski sómalíu tapparnir á kókflöskunum þar beini niður.. ég meina hver veit.. vonandi einhver geti upplýst mig um þetta sem hefur farið til Sómalíu.. Hvar er annars sómalía?

Þetta var ágætis dagur, byrjaði hálf dapur en skánaði þar sem fyrsti gítartíminn á árinu var í dag.. hitti reyndar svo óþægilega á að það var foreldradagur í dag svo þetta var ekki alveg frí þessi dagur, ss. komst ekki með strákunum að eyða deginum í Tónabæ en það blessaðist allt saman.

Fyrsta lag vetrarins var með Led Zeppelin og ber heitið Over the Hills and Far Away.. og er þetta rosalega flott lag spilað á 12strengja kassagítar af gítarsnillingnum ef ekki bara gítargoðinu Jimmy Page.. rosalega flott.. verð að æfa það mjög vel til að ná því.. en það kemur allt, eg er alveg að stefna í það að verða eins góður og hann..! ;)

Hann Magnús gítarkennarinn minn ákvað að kenna mér hverju ég ætti að tékka á þegar eg færi og keypti mér nyjan gítar því eg var einhva að spyrjann að þessu, sem betur fer skildi eg alveg hvað hann var að fara svo ég náði þessu..
Hálsinn er lykilatriði! (þetta endurtók hann nokkrum sinnum)(knew that!)
gá hvort hann er skakkur eða einhvað í þá áttina(vissi þetta nú)
renna höndunum eftir hálsinum til að sjá hvort endarnir séu beittir og skeri(vissi þetta líka)
og einhvað svona þetta voru svona aðalatriðin..!

Ég hef lesið mér rosalega mikið til um gítara.. það er hið besta mál enda hef eg rosalegan áhuga á þessu hljóðfæri sem bara hljóðfærum yfir höfuð, og yfir höfuðið á tónlist einnig!
Maggi skrifaði niður svona nokkur nöfn á gíturum fyrir mig útaf eg var einhavð að spurja hann útí Yamaha gítara, þá benti hann mér á nokkra gítara Washburn, Gibson etc etc.. þekkti þetta allt.. vissi meiraðsegja hverjir væru með umboðið herna á Íslandi og svona hehe:)

Þarf að fara skella mér bráðum í Hljóðfærabúðaferð og fara prófa gítara, það á nefnilega að fara splæsa í nýjan gítar:D Draumagítarinn er Gibson Les Paul Standard.. helst svartur :D Jimmy Page(Led Zeppelin fyrir ófróða) notaði LP Standardinn mest af sínum hva trilljón gíturum og auðvitað er þetta margverðlaunaður gítar sem og flest allir Gibsonar..! En annars er stefnan engin sérstök eins og er.. langar auðvitað mest í Les Paul, þessvegna einhverja copyu en ætla prófa allan andskotann áður.. langar að testa Telecaster líka en þeir eru svo helviti dýrir... finnst þeir flottari en Stratocasterar en hef ekki heyrt soundið.. það dæmir úr um það.. hefði nú ekkert á móti því að vera skreppa til London á næstunni því gítarar þar eru rosalega ódýrir.. myndi held eg skella mér á Epiphone Black Beauty 3! það væri rosalegt..:P fæ hann á einhvern 40þús kall þar með hardshell tösku á meðan hann er ekki einu sinni seldur hér heima en ef svo væri væri hann á 100 og EINHVAÐ þúsund hehe:)

Móðir mín er bara einhvað á móti því að kaupa hljóðfæri af netinu og ég skil það mjög vel! meira vesen að fá það lagað ef það kemur ekki heilt, og ábyrgðin er 40 dagar og meira vesen að henda því út en æj þetter alveg skiljanlegt af konunni, svo eg fer að leita mér að gítar her heima, finn einhvern flottan og góðan og allt það!... þetta blogg mitt er orðið dáldið gítarvænt held eg!! Steini þú getur ss. lesið þetta! ;) og hlynur líka :P

Foreldradagurinn.....
Kennararnir sögðu bara allt gott um mig, ég væri byrjaður að hafa áhuga á því sem ég væri að taka mér fyrir hendur og svona sem er auðvitað alveg satt, þarf bara að taka mig verulega á í Stærðfræði, eg er líka alveg til í það.. er líka helmingi fleiri einingar í stærðfræði á Náttúrufræðibraut heldur en Félagsfræði...! En hver veit í hvaða menntaskóla maður endi, eg gæti þessvegna endað á einhverri myndlistarbraut einhverstaðar, en er samt ekki að nenna því að fara í fb.. gæti reyndar farið í mh þar en þekki þetta ekki alveg.. á eftir að rannsaka þetta mun betur! :)

Eins og ég var buinn að segja áður þá var planið einhvurnveginn á þá leið að fara á náttúrufræði braut í MH og taka síðan einhvern myndlistarkúrs í 1 ár einhverstaðar.. veit ekki einu sinni hvar það var.. þeas man það ekki! og svo í LÍH, en eg var síðan að lesa um Árna Torfa á síðunni hans, og þar hafði hann víst tekið versló og síðan bara masterað FB eftir hann á einu-og-hálfu-ári og tekið alla myndlistar-og-það-tímana og svona þannig hver veit hvað eg geri? allavega ekki ég skal ég þér segja vinur minn góður..! þetter allavega ekkert brennimerkt bakvið eyrað á mér þannig þetta gæti allt breyst á næstu 4 árum.. hef alveg nægan tíma til að spá í þetta held eg bara!!

Skemmtilegt að segja frá því að í Morgunblaðraranum í dag var lítil grein um okkar ástkæru Sigur Rós, um að þeir hneygðu sig bara eftir uppklapp en tækju ekki aukalög.. eða jú stundum bara eftir hvernig skapi þeir væru í.. þeir eru alveg frábærir, gera allt einhvað svo nýtt og er einhvað svo steiktir en samt svo meðvitaðir um allt sem þeir gera.. allavega þeir hafa góð áhrif á teikningarnar mínar.. teiknaði 2 sketsur yfir englar alheimsins um jólin sérstaklega þegar Dánarfregnir og Jarðarfarir komu.. hef reyndar ekki verið neitt mikið að sketsa.. geri það svona af og til.. og þarf eiginlega ða setja Sigur Rós oftar á fóninn við það..!
Á einungis einhverjar sjóræringjaútgáfur af lögunum þeirra.. langar í plöturnar þeirra svona í föstu formi.. hehe en sem betur fer leifa þeir niðurhal af tónlistinni þeirra.. þannig ekki kæra mig fyrir þetta.. þeas það er mjög mikið buið að vera tala um að fara kæra alla fyrir að niðurhala tónlist.. en þetter orðið þónokkuð algengt að hver og einn íslendingur geri þetta af og til! og þá ólöglegt.. finnst að allir ættu að taka Sigur Rós til fyrirmyndar og leyfa þetta bara!
Þeir voru meiraðsegja svo sniðugir að opna Direct Connection hub fyrir tónlistina þeirra þar sem aðdáendur geta bara komið og skipts á plötum og live videoum og sovna.. en allt um það á Sigur-Ros.com ...:)

Gaman að geta til þess að Amma mín sem byr norðan heiða;) er buin að vera í heimsókn hjá mer alla þessa viku:)

laugardagur, janúar 10, 2004

Rosalegt Nýársball Rosalegt, Svitabandið spilaði og Djammdýrin voru svo sannarlega á staðnum, svo sannarlega í stuði, svo sannarlega miklu stuði að það var kominn hálfhringur í kringum okkur þar sem við vorum dansandi eins og djammdýrum ber að gera(kom auðvitað BOGI í kringum okkur(stóðum upp við vegg hehe;))) Höfðum verið á staðnum um daginn að hjálpa til að undirbua ballið eins og okkur er lagið enda dansiböll okkar sérgrein! Síðan var komið að stóru stundinni, (innskot: komumst að því að hlynur djammdyr er karlhóra, selur sig 2 fyrir 1 !!!) enginn ennþá kominn í fýling og Steini Tónabæ var að þeyta cdum, síðan auðvitað komumst við steini í stuð, þar sem hlynur var að útbýta einhverjum rósum!, við gerðum allt vitlaust og þetta var rosalega skemmtilegt ball, fullt af stuð fólki og svona og allskonar bara rosalegt!!!! þið sem voruð þarna vitið alveg hversu geðveikt gaman þetta var og þá þarf eg ekki að skrifa meira um það, en hinsvegar þið beilerarnir sem gætuð dottið inná þetta td. eyrun og solveig þið misstuð af miklu fjöri sem orðum fær ekki lýst.. allavega ekki öðrum og standa her fyrir ofan!

Jæja hálf latur laugardagur, lítið sem ekkert að gera og frænka mín og frændi komu og ákváðu að draga mig pabba og bróður minn í bíó þannig að 2kormákurinnn í röð fór í vaskinn.. því miður:( verður bara að halda kormáks fest til að fagna nýju ári á næstunni;)

Nú er eg ekki buinn að afreka meira þannig eg skrifa óvenju stuttan pistil í dag svo bara lifið heil og svona..!

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Þetta hefur nú gengið hálf brösulega að blogga hér..! óskaplega fátt markvert gerst eins og kemur svo oft fyrir.. en nú eru jólin senn á enda og þréttándinn gjörsamlega í dag! Skólinn byrjaði í gær og jæja það er svosém ágætt... þótt ég væri ennþá frekar til í að vera í fríi, nánast bara talað um samræmduprófin og þannig en það er kannski ágætt því í kjölfarið er líka talað um menntaskólana og þannig, hlakka eiginlega bara til þegar þessi próf eru yfirstaðin og ég kemst í menntaskóla!, þótt ég sé nú ekki beint alveg búinn að ákveða hvert ég ætla mér, því ég hef ekki hugmynd um hvert ég ætla mér..:/ allavega veit að eg tek ekki samfélagsfræðina á samræmdu en tek þó samt náttúrufræðina..! það eru góðar ástæður fyrir að eg tek ekki þetta blessaða samfélagsfræði próf.. það er nú bara þannig að eg þoli ekki landafræði og finnst þetta mjög þungt og okkur er kennt þetta alveg asnalega illa, þurfum að búa til spurningarnar sjálf, sem er samt plús fyrir prófin, og bara ahh hata landafræði..! Saga sem er semsagt líka í þessu prófi er nú bara kennd ennþá verr, haukur bara babblar og babblar og er buinn að kenna okkur 1 þunna bók um Jón Sigurðsson allan þennan vetur sem eg er bunað vera í skólanum eða þeas fyrir áramót! hann er svona maður sem er á móti kerfinu og er alltaf einhvað að babbla um hvað það er vitlaus, eg er hjartanlega sammála mörgu sem hann segjir en það sem fer í taugarnar á mér oftast er að hann lætur þetta bitna á því hvað við lærum, þó það sé ekki fyrir mína þá fyrir annara hönd er þetta hræðilegt fyrir þá sem ætla að taka þetta blessaða próf!! og síðan er þetta bara íslandssaga en ekkert mannkynssaga sem eg verð að segja að er miklu áhugaverðari, semsagt þetta er einungis pólitík og þessháttar sem eg bara einfaldlega skil ekki neitt í þótt ég hafi nú ekki reynt það, enda ekki áhugi fyrir því eins og er!
Þá er það komið á hreynt, en eg verð að skila þessu núna í vikunni blaðinu um það hvaða próf ég ætla að taka og eru það semsagt Íslenska, Danska, Stærðfræði, Enska og Náttúrufræði, og finnst mér þetta bara helv nóg...
Síðan er hann Sverrir námsráðgjafi búinn að vera taka krakka inn til sín og einhvað að spjalla, hann reyndar hætti í dag áður en kom að mér svo eg fer á morgun, en frétti að hann væri eiginlega bara babblandi um hvað Versló væri góður skóli.. ok já eg er ekkert eingann veginn á móti Versló og kemur hann meiraðsegja til greina sem framhaldsskóla fyrir mig, starf hans í þessu er að finna skólann sem hentar okkur best, það mætti halda að honum hafi verið borgað morðfjár til að auglýsa Versló eða einhvað, en eg kannski ætti ekki að vera fullyrða neitt því eg er ekki bunað fara til hans ennþá..!

Samt er eg einhvurnveginn mjög óheillaður á öllum þessum skólum, eiginlega enginn skóli sem höfðar til mín einhvað rosalega með rétt námsefni, en eins og eg segji þá veit eg ekkert hvað mig langar að læra svo þetter kannski vitlaus hugsunarháttur.. en annars er eg eiginlega með það á hreynu að eg ætla að taka þetta svona
Menntó
1ár í myndlistareinhvað man ekert hvað þetta heitir
reyna við LHÍ aka listaháskólaíslands!

Síðan er það bara að eiga glæstan Tónlistarferil með Bryllup sem og Sóló feril og eg veit ekki hvað og hvað og auðvitað listmálari, get nú sýnt fram á hvað ég get með Myndskreyttu ljóðabók listadúettsins sem kemur út einhvurntíman á næstu árum, veit ekki alveg dagsetninguna ennþá;)

Ég er alveg buinn að gleyma því hvað ég ætlaði að skrifaí viðbót, skrifa það bara seinna, er kominn með alveg ágætt blogg, er ekki eins og þessir sem skrifa rosa rosa lítið í einu eins og þið kannski sjáið, þetter svona slatti og slatti.. oftast meira en það :D en eg sit bara herna einmana með maltinu mínu og tónlistinni er nuna að hlusta á Kent er bara með winampinn opinn var að adda einhvurum gömlum góðum lögum þangað :) veit reyndar ekki hvað eg ætla af mér að gera, er að pæla að glugga í bók svona til tilbreytingar, nenni ekki að fara að læra strax... ætlaði reyndar að skrifa um ritgerðina um riddara hringstigans, þar sem haukur kennari lét mig fá nokkrar stafsetningavillur sem voru ekki villur svo eg viti, og var einhvað babblandi um hvað ég væri ólíkur systkinum mínum sem eru bæði einhverjir proffar! og gaf í skyn að eg væri lélegur í stafsetningu, sem eg hef alltaf verið mjög góður í og var meiraðsegja í einhverjum undirbúningi fyrir prófið á fimtd. semsagt tókum upplestur og eg held að eg hafi ekki fengið neina villu eða allavega mjög fáar! sem betur fer gilti þetta ekki neitt svo mer er bara nokk sama, er reyndar kominn með nóg af því að hann sé alltaf að bera mig saman við systkini mín og hvað þau hafi verið góð og þannig !! ég er líkari pabba en mömmu þetter skýringin.. kannski þetta sé þá bara hrós;)
en gat nú skeð ég skrifaði um þetta þó eg hafi ekki ætlað að gera það!! en allavega eg er farinn, út fyrir endimörk alheimsins..!!!

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Gleðilegt Nýtt Ár ! og Takk fyrir það gamla elsku sykurbúðabossarnir mínir!!!
nú er komið árið 2004 og er það ár fögnuðar og skemmtunar, hér með hehe, ég er bara á leiðinni að verða 16 og svonna og ég er að verða stór strákur..! loksins hehe:P´

Ég er búnað vera heldur latur að skrifa undanfarið yfir hátíðarnar, eða meira svona að eg tók mér hlé yfir hátíðarnar , en þið hljótið að fyrirgefa það, þar sem jólin eru nú hátíð ljóss og friðar og ásta og alls bara góðs..! og jólin eru ekki búin;) 6dagar eftir hehe, og þá kemur þrettándinn..! og þá verður nú sprengt meira..!

Jæja eg er búnað hafa það ágætt yfir jólin, reyndar komst ég aldrei í jólaskap en það verður bara að hafa það, ekki hægt að horfa á eftir því núna, var svo rosalega óspenntur fyrir öllu sem var að gerast að mér leið eins og þetta væri bara hversdagsleg helgi með góðum mat.. reyndar get eg ekki sagt að eg fái pakka á hverjum degi en svona er þetta, fekk fleiri gjafir en eg atti von á og það er bara flott.. því þegar maður er nú orðinn svona stór þá fæ ég ekki pakka frá frændfólki lengur, þeas eftir fermingu..! en eg sætti mig alveg við það, fáar gjafir geta alveg verið nóg, það er alltaf hugurinn sem skiptir máli..!;) en svona fyrir ykkur ætla eg að telja upp gjafirnar mínar, eina sem.. umm man ekki hvað kemur... eina sem einhvað;)

CD's
The Thrills - So much for the city
The Coral - Magic and medicine
The Mars Volta - De-loused in the comatorium

Bækur
Harry Potter
Moleskine Sketch book!!:P

DVD
Besta úr 70min (sá dvd mynddiskur sem eg var buinn að segja margoft að eg myndi aldrei kaupa mér, en þar sem eg fekk hann í jólagjöf er þetta í lagi hehe;) enda fékk ég þetta frá Jólasveininum(frændfólk mitt í grafarvogi sem er hætt að gefa mér gjafir en missti sig aðeins í gjafmildinni og gáfu mér, það er svo gaman að gefa mér gjafir;)))

Annað
Lindu Konfekt (Takk en fáir molar í þessu góðir..! en flott uppálúkkið;))
Icelandic einhvað Ásatrúar eða ekki kross eða einhvað þannig, lyklakippu!
12 Candy Canes(skil ekki hvernig systir mín týmdi þessu;))

Ég held virkilega að allt sé upptalið getur samt vel verið að eg sé að gleyma einhverju (fyrirgefðu steini fyrir steleríið á uppsetningunni;)), en eg tel það bara upp síðar þá..! það er auðvitað allt þarna á listanum sem eg vissi að eg myndi fá, bækur og cd's, eina sem kom á óvart var dvdið og annað flokkurinn hehe það var þó einhvað:P

Jóladagur var rólegur eins og venjulega bara horft á tv eins og á aðfangadag hehe, og síðan fór ég í jólaboð til Jólasveinsins í grafarvogi(frændfólk mitt í grafarvogi, þið sem ákvuðuð að sleppa efri hlutanum og byrja inn í miðju bloggi hehe), og það var bara allskostar ágætt þar sem þetter allt svona mjög náin fjölskyldan mín og ég fer sjaldan í boð þar sem eg þekki ekki neinn.. semsagt aþrna þekkti ég alla og var bara að spila scrabble og éta mat eins og það getur nú verið gaman! hehe, Annar í jólum fór líka í jólaboð en það var til hennar ömmu gömlu í Grindavíkinni þar sem öll föðurættin á heima og myndi eiga heima lika ef mamma hefði ekki togað pabba til reykjavíkur, meiraðsegja átti pabbi grunninn, eða var bunað smiða grunninn að húsinu sem hann Sammi frændi á nú heima í þar sem pabbi hefur selt Smára hann eðae inhvað, veit ekki alveg h vernig þetta gekk fyrir sig, en þegar eg komst að því pabbi hefði átt grunninn, (var minni þegar eg komst að þessu), varð eg hálf fúll.. mig langaði nefla alltaf til að alast upp með sveitadurgunum frændum mínum þarna í sveitinni , en mér er orðið svona slétt sama núna á ágætis líf hérna í reykjavík, þótt það sé nú allt miklu frjálsara aþarna í sveitinni.. en nóg um það!!, já jólaboðið hennar ömmu.. einmitt! já það var fínt líka mjög náin fjölskyldan þar, þekkti alla nema örfáa maka frændsystkina minna sem eru svona ekki einhvur sem eg hef fengið tækifæri til að kynnast.. en hvað um það eg spjallaði bara við frændur mína og síðan skruppum við einhvað ut og einhvað..!

Milli jóla og nýárs var nú lítið gert..! jú 29. var skroppið til grindavíkur aftur og hitti ég þar frændur mína aftur og skruppum við á flugeldasöluna og svona og ég kynnti grindvíkinga fyrir vítum og þessháttar hehe;) sammi var alltaf að detta.. það var nú bara slabb í grindavík, reyndar var allstaðar rigning fyrir utan hverfið okkar herna stór kringluhverfið hehe.. eða svona nokkurnveginn allavega sunnan við það var allstaðar rigning..!en jájá þetta var gaman og síðan fattaði eg það um morguninn á 30 des.. að það væri 30 desember!! og 31des væri þá morguninn eftir.. væntanlega! ég átti engan pening enga flugelda.. nema nokkra tívolítertuhólka;) og vítishólka sem komu reyndar að góðu gagni.. ! jæja gerði ekki mikið í því en 31des sem var dagurinn í gær og afmælisdagur bróðir míns, tilhamingjumeðþað, þá sagði pabbi mér að hann ætlaði að "styrkja" mig í flugeldakaupum, eða svona meira kaupa fyrir hann og sprengja fyrir hann.. rétti mér allan peninginn í veskinu sem var 3000 kall, sem varbara flott þakkaði honum auðvitað oft fyrir það því 3000 kall er 3000 kalli meira en 0kr..! síðan fór hann útí hraðbanka og sagðist ætla láta mig fá 1000 kall í viðbót við þetta ef eg væri ekki farinn þegar hann kæmi aftur..! auðvitað beið eg..! og þá lét hann mig fá 1500 kall,! flott það hehe :D hann sagði mér bara að segja mömmu að hann hafi látið mig fá 1500 kall en ekki 4500:P en það var rosa flott, takk pabbi enn og aftur;)

Amma mín kom hingað og yfirtók herbergið mitt og svona þannig eg komst ekki í tölvuna og friðsemdina í herberginu mínu eftir að eg kom heim en allavega ekki strax að því..
Horfði á skaupið með fjölskuldinni og svona eins og venjulega og fannst það nú ekkert rosalega skemmtilegt, þar sem eg er ekki buinn að vera mikið inní pólitíkinni síðastliðið ár (ekkert frekar en venjulega;)) en það var nú samt vel gert! get alveg gefið þeim stig fyrir það þótt eg hafi ekkert skemmt mér rosalega vel, þó svo að Sketsa þátturinn á stöð 2 sem eg missti af, einnig kallaður áramótaskaup stöðvar 2, var helvíti gott, hafði áður séð svona sketsur úr þessu og er þetta helvíti vel gert, náði síðan í endann og gat þá loksins hlegið af einhverju! hehe.. síðan f´ro ég út og náði að sprengja það svona stærtsta því ég óvart gleymdi að kaupa rokeldspytur! hehe en það stærsta var sprengt sem var lika tilgangurinn! var kominn inn alveg bara 5min yfir 12 eða einhvað, venjulega er eg uti allavega svona 15-30 yfir 12 en þessar rokeldspytur vantaði alveg en það er alltilagi, settist bara niður inní stofu og úðaði í mig snakki og horfði á sjónvarpið, síðan um 2 leitið fór ég út, þeas um það leiti sem allir fóru að sofa heima hja mér, og hitti þar fullt af fólki , eða ryendar ekkert fullt en var þarna með nokkrum góðum vinum, steina og hlyni og svona, og palli jafn ruglaður var þarna og frikki lika sem var held eg bara hræddur við okkur með flugelda eða einhvað! en vorum upp við skóla og sprengdum allt í loft upp, en þið sem voruð þarna vitið hversu ruglaðir við getum verið td. eins og með herra keili sem skaust á okkur öll bakvið hólinn.. nenni ekki að skrifa söguna um það hehe;) það var samt afspyrnu gaman!! , síðan var öllum orðið kalt og allir orðnir þreyttir um hálf 4, hefði alveg til í að vera aðeins lengur en ekki einn..! þannig eg fór bara lika og bara allt í lagi, fór síðan inn í stofu og horfði á tv til svona 6 og úðaði auðvitað í mig snakki og gosi sem er svona meðfylgjandi, og fór síðan bara að sofa og svona þetta venjulega! og þetta er held eg bara öll sagan sögð..! nenni ekki að skrifa öll smáatriði núna!
Já og ég má ekki gleyma að mig langar rosalega í nýju bang gang plötuna hún er rosalega góð..!!! :D en ég reyni að skrifa meira núna á þessu nýja ári, engar hátíðir sem eg get tekið mér frí á nema páskarnir eru næstir og þá fer örugglega tíminn í að læra fyrir samræmdu prófin.. ætla samt ekki að velta mér uppúr því strax..! :D

This page is powered by Blogger. Isn't yours?