<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 28, 2006

Það er skemmtilega langt síðan ég kom hingað síðast, loggaði mig inn og birti færslu. Rúmlega þrír mánuðir hafa liðið án þess að ég hafi stigið fæti mínum hingað inn (enda væri sá hlutur nokkuð ógerlegur í framkvæmd) en nú hef ég loksins dregið aðra löppina yfir dyrakarminn og rétt næ að teygja mig í lyklaborðið til að hripa þessi orð hérna niður í laptoppinn minn.

Ég get nú ekki annað sagt en ég hafi verið staðráðinn í því að hætta að blogga. Það skiptir svosém ekki máli þó ég byrji að blogga hérna aftur, umferðin var hvortiðér lítil sem engin þegar ég hætti. Bloggfærslur komu á mánaðrfresti og afhverju ekki að halda þá uppi bloggsíðu sem endurnýjar sig á 3ja mánaða fresti. MAÐUR SPYR SIG NÚ BARA SVONA! helv(#"$

Það er nefnilega ákveðin saga í hausnum á mér sem mig vantar að koma frá mér endanlega. Það er gaman að segja frá henni en eg er búinn að segja frá henni frekar oft svo hérna legg ég endalínuna og ef fólk vill heyra þessa sögu verða þau bara að lesa hana hér.

Það vildi þannig til að ég fór í afmæli á föstudaginn var. Það vildi einnig þannig til að ég var með áfengi við hönd, enda á ég það til að vera nokkuð drykkfelldur, má svosém kalla það alkahólisma. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að alkar eiga það til að vera drykkfelldir.. en þó ekki allir. Ég myndi flokka mig í hóp alka sem eru ekki drykkfelldur en á það þó til.. svona við stöku tækifæri.
Allaveganna, þá kom ég í þetta afmæli vel á 4bjór og alltígóðu með það, og bara hress og ofurskemmtilegur eins og ég á til að vera. Þegar ég kom úr afmælinu var ég kominn á 7unda bjór og allt í góðu ennþá. Fór bara snemma heim því það lá þannig á mér og var kominn heim til mín um þrjú leitið. Ekkert rugl í gangi þetta kvöldið.

Það gerist svo næsta morgun þegar ég vakna, og þá hafði ég verið búinn að fara að sofa, að ég vakna nærbuxnalaus. Ég bölva í háum hljóðum þar sem ég finn ekki nærbuxurnar mínar í fljótu bragði, en ég sef yfirleitt alltaf í nærbuxum, en ég þarf svo ískyggilega mikið að pissa. Í þokkabót við þetta er ég með fáránlegan hausverk, ég sem fæ aldrei hausverk eftir gleðigleði (ég meina hvað í fjandanum á hausverkur svosém að vera?), og ofan á það stendur fata á miðju gólfinu í herberginu mínu, og bongótromman mín sem ég hef átt til að nota fyrir náttborð hafði tekið á rás og var nú staðnæmd undir skrifborðinu mínu.
Án þess að kippa mér neitt upp við það frekar rölti ég í þunnindum fram á klósett og skvetti smá vökva upp úr maganum á mér, en þó, bara smá.
Eftir þessa klósettferð geng ég fram á vit móður minnar sem tekur svo sannarlega ekki vel á móti mér;
Mam: "Hvað í fjandanum er að þér drengur?!?"
Jón: "Hm..Ha?, hvað meinarðu?"
Mam: "Afhverju ælirðu eins og þú eigir lífið að leysa?! Hvað varstu að gera barn?"
Jón: (án þess að skilja neitt í neinu) "Ha?, hvað meinarðu?" (svo best ég viti vissi hún ekki einu sinni að ég hefði verið að enda við að æla)
Mam: "Manstu ekki eftir því eða!?"
Jón: (enn einu sinni án þess að skilja hvert heimurinn væri að fara) "Ha? Hvað í fj*ndanum meinarðu?"
Í framhaldi af þessum samræðum segir mamma mín mér skemmtilega sögu sem byrjar á því að segja að hún hafi verið ánægð að ég hafi komið svona snemma heim, því yfirleitt á hún erfitt með að sofa þegar ég er á gleðigleði langt fram eftir nóttu. Eftir þá þakkarræðu kemur hinsvegar saga sem ég man ekki eftir, og er varla viss um að ég trúi.
Það var þannig að móðir mín vaknar um hálffimm leitið við óhljóð úr herberginu mínu. Þar ligg ég búinn að æla yfir mig allan, allan veginn og meirhluta koddans - allt gert í SVEFNI - og þar af leiðandi hefði átt auðvelt með að drukkna í minni eigin ælu ef það hefði ekki verið fyrir tilvist móður minnar. Blessunarlega sit ég enn hér lifandi og get skrifað þessa sögu niður.
Móðir mín reynir að drulla mér framúr, án afláts þar sem ég sýni einhvað lítið lífsmark, en nær að lokum að koma mér inn á klósett þar sem ég loka mig af og kveiki á sturtunni. Þar inni er ég í rúmlega tíu mínútur og að sögn mömmu tókst mér meðal annars að æla á sturtuhengið.. en í stað þess að fara í sturtu .... þá fer ég úr nærbuxunum og trítla aftur inní herbergi á sama tíma og ég kasta þeirri kveðju að mömmu að það sé allt í góðu með mig, og fer aftur að sofa..

Sko að muna ekki einhvað svona, og eftir svona vægt fyllerí þá veit eg ekki hvað er að ské. Mamma ítrekar við mig að ég eigi bara að hætta að drekka, sem væri náttúrulega vitur kostur, en einhverra hluta vegna bætir mamma alltaf við að þetta sé alltaf að gerast, en ég get nú reyndar alveg sagt það og undirstrikað með góðri samvisku að þetta hefur aldrei gerst áður og gerist vonandi aldrei aftur. Allavega ef þetta gerist aftur á ég örugglega eftir að enda með að drukkna í minni eigin.. já.. jæja ákvað bara að koma með smá innskot svona fyrst sumarfríið er búið og skólinn er loksins byrjaður. Já lífið er undarlegt.

föstudagur, maí 26, 2006

Ég veit ekki alveg hvað ég er búinn að vera að tala um hvað lífið sé æðislegt. Það er alveg ótrúlegt hvernig ástand maður kemst í eftir að hafa horft á svona feel good myndir eins og ég hef mikið dundað við síðustu daga, manni finnst allt svo frábært og allt vera hægt. En það er einmitt það að ég hef einungis verið að Horfa á feel good myndir og það sýnir einfaldlega að lífið er ekki eins æðislegt eins og ég tala um. Ekki að ég vilji meina að ég kvarti neitt yfir leti líferninu sem ég lifi þessa stundina þar sem ég er ekki byrjaður að vinna og hef yfirhöfuð ekkert að gera á daginn.

Eða ss það sem ég vildi sagt hafa var það að lífið er ágætis en hmm.. veit ekki hvernig ég á að orða þetta, ef þetta skilst ekki af ofangreindum texta þá þarf að stilla eina eða tvær skrúfur.

Plöturnar;
Red Hot Chili Peppers - Stadium Arcadium
Kent - Hagnesta Hill

Á morgun er svo útskrift og afmælisfyller. Ég geri bara eins og síðast, býð fólki að koma niður á austurvöll og eiga þar góðan dag ef vel viðrar, endilega fá sér bjór og skælbrosa á móts við sólina, þó það verði ekki líklegt að ég verði þar því eg verð að syngja í útskrift uppí mh, en fólk má samt mæta ef það vill, það er ekki mitt að ráða.

Ég horfði á aðra feel good mynd rétt í þessu, about a boy. Ef lífið væri nú eins og bíómyndir. Kannski það sé möguleiki.

Komst að því að ég gæti keypt pistasíuhnetur á svona heilsubar á select, afksaplega sniðugt.

Minni á að ég á afmæli á morgun takk fyrir.

miðvikudagur, maí 24, 2006

Á tímabili hélt ég að Reykjavíkurborg ætlaði að sniðganga mig eins og hún gerði síðastliðið sumar. Ég held reyndar að það hafi verið mér sjálfum að kenna að ég hafi ekki fengið vinnu hjá borginni í fyrra, en ég komst að því í ár að ég þurfti að staðfesta vinnuumsóknir mínar í þrígang til þess eins að fá svar.
Raunin varð önnur en í fyrra, því í dag fékk ég vinnu, sem þýðir að ég mun ekki flýja stórborg Íslands, Reykjavík, og fara til Grindavíkur eins og ég neyddist til hér á árum áður, eða einu ári áður.
Vinnan er reyndar ekki ýkja merkileg, þetta er skárra en ekki neitt, og ég fæ allavega að taka mín frí þó svo að höfuðkallinn sem stjórnar þessu hafi ekki verið neitt afskaplega ánægður. Jújú ég fékk ss vinnu í borgargörðum í laugardalnum. Bara enn ein garðavinnan, sem ég hélt ég væri hættur að fást við eftir að ég kláraði unglingavinnuna á sínum tíma. Jæja ég get kannski ekki kvartað, vinnustaðir hafa almennt tekið höndum saman og gert eitt stórt samsæri á móti því að ég fái að vinna hjá þeim, svo ég er bara ánægður að fá að gera einhvað.
Jáb, ég byrja á mánudaginn, húrra.

Ég er búinn að vera að vinna í því að horfa á klassa myndir sem fá mann til að líða eins og allt sé æðislegt (emo..?, ég verð reyndar að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvað þessir emo-stimplar á fólk þýða, afhverju er tildæmis frú.emo-tussa kölluð emo-tussa? einhver að útskýra þessa vitleysu takk..) Já þar ber hæst að nefna tvær myndir, eða kannski þrjár.

Það eru Garden State, Amélie sem ég var að enda við að horfa á í þessu, og svo auðvitað Good Will Hunting sem ég talaði um einhverntíman um daginn... svo já núna í mómentinu er ég á þeirri skoðun að lífið sé æðislegt og allt sé hægt.

Lífið er einungis löng æfing fyrir leikrit sem aldrei verður sýnt.

Ég ætla að fara takast á við þetta æðislega líf.

föstudagur, maí 19, 2006

Hvað á ég að gera við sjálfan mig? Ég er búinn að vera í sumarfríi frá því síðastliðinn föstudag, það er ss komin nákvæmlega vika síðan ég byrjaði í sumarfríi. Og hvað er ég búinn að gera síðan ? ... Ekkert!. Venjulega ætti maður ekki að kvarta yfir því en það er eins og ég þurfi alltaf að hafa einhvað að gera, en það hefur einfaldlega ekki verið að takast þessa síðastliðnu daga.

Eina sem ég hef gert af mér er;
Ég hef farið í eins og einn bolta,
stressað mig yfir einhverju helvítis inntökuprófi í Fíh sem ég er ekki einu sinni viss um að ég ætli að fara í,
farið í atvinnuviðtal og ekki fengið vinnuna því ég þurfti frí til að fara til tjúsklands.. og reyndar roskilde líka..,
farið á lokaball, sem var mjög fínt þrátt fyrir að það líti út fyrir að enginn hafi skemmt sér þarna nema ég,
fór svo í leit næt júróvisjón partí hjá hnokka í gær, þar sem við horfðum á júró á spólu,
svo auðvitað bara kór kór kór kór kór kór og kór.

En í dag. Í dag er ég eirðarlaus, því að í dag er EKKI kór, og þá hef ég auðvitað ekkert að gera því það er nánast það eina sem ég geri.
Silvía söng ; gongrjétjúleisjöns æslend, I have a life.

Einhverra hluta vegna get ég get ekki tekið undir þetta..

fimmtudagur, maí 04, 2006

Ég hef oft lent í því síðastliðna daga að finna upp áhugavert málefni fyrir bloggfærslu. Ekki það að ég hafi gert einhvað í því eins og sést ef rennt er yfir þessa blessuðu síðu mína en samt sem áður hugsaði ég, það er þó tilbreyting.

Það sem fékk mig loksins til að skrifa þetta blogg var orðið kanilsnúður.
En það er nú saga að segja frá því:

Ég kom heim af þjóðarbókhlöðunni í dag eftir að hafa labbað þaðan og upp á bergstaðastræti og þaðan að landspítalanum og tekið strætó upp að kringlu og labbað þaðan heim á leið. Ekki að það komi þessari sögu neitt við, eða þá það að þetta sé einhver saga yfir höfuð, þá gerðist það næst að ég fékk mér nýuppáhellt kaffi og nældi mér í 2 kanélsnúða úr poka sem móðir mín hafði rétt í því sem ég nældi mér í þá, keypt í bónus, svokallaðri grísaverslun landsins. Aðallega er sú frásögn merkileg sökum þess að ég veit ekki hversu mörg ár eru síðan kanilsnúðar voru til á heimilinu, kannski hálft ef ég er heppinn, en eins og ég segi þá hef ég auðvitað enga tölu á þeim dögum eða árum sem um er talað. Útí annað, þá borðaði ég þessa lostafullu kanilsnúða, en ég hafði einfaldlega gleymt því hversu fáránlega góðir þeir voru á bragðið. Útfrá því sagði ég ásrúnu á msn hversu rosalega góðir kanilsnúðarnir voru með þessum ljúffenga kaffidreitli sem ég var að snæða, og þar af leiðandi bauð ég henni í kaffi og kanilsnúða með því skilyrði að hún myndi klára að læra undir íslenskuprófið sem ég er að fara í á morgun, og þar af leiðandi þyrfti hún að geta skilgreint hver höfundur, frá hvaða tímabili og hvert nafn uppgefins ljóðbrots, væri. Sem dæmi má taka Umkvörtun eftir alþýðuskáldið Bólu-Hjálmar en það er auðvitað frá rómantíska tímabilinu, þó svo að ljóðið þurfi nú ekki beint að vera rómantískt þrátt fyrir einhverja ártalstölu. En nú erum við nú komin langt út fyrir efnið, því það sem gerðist næst var að hún sleppti því að gefa mér svar hvort hún vildi koma eða ekki því umræðurnar fóru út í það að ég myndi taka fyrir hana líffræði, stærðfræði og frönsku próf og þá myndi hún koma í kaffi og ég hætti að skilja lífið og fyrirfór mér tvisvar, en á meðan kólnaði kaffið og kanilsnúðarnir skrælnuðu upp á litlum sætum diski á hringborði sem umvafið var böngsum, því í rauninni var þetta lítið teboð sem ég hafði verið að halda og fannst einmanalegt að vera einn með.. og útí annað. Eftir mat , núna bara áðan, þá hugsaði ég um kanilsnúð, en þá datt mér bloggið í hug sem átti ekkert að tengjast þessu heldur átti bara að vera sirka tvær línur ;

En það var þannig að mér þótti orðið kanilsnúður minna mig óþæginlega mikið á busalinginn og mhinginn kidda lár. Það var skrítið. Eiginlega rosalega skrítið.

En já útfrá þessu kom þetta bráðfjöruga og klausulanga blogg en þið getið alveg bara lesið þessar tvær línur hérna fyrir ofan til að ná allri klausunni í heild sinni. Verst að maður byrjar sjaldnast að lesa blogg í miðjunni.

En svona er þetta, ég er önnum kafinn í íslensku lestri sem er fyrsta prófið mitt á morgun. Fjölnismenn og Verðandimenn eiga í stríði inni í kollinum á mér þar sem Jónas Hall skeytir fram ljóðinu Ísland í "grímuna" á verðandi mönnum, en Hannes Haf svarar í sömu mynt og fleygir ljóðinu Stormur til baka og feykir þeim í burt. Ólöf frá Hlöðum heldur áfram að reyna við Fyrr var oft í koti kátt gaurinn á meðan að Hallgrímur Pétursson babblar út í eitt um Jessarann og hans píslagöngu og Bjarni Thor lofsamar veturinn. Gvuð hvað Íslendingar voru ruglaðir hér áður fyrr.

þriðjudagur, maí 02, 2006

Gvuð má það vita og það veit ég einnig að nú eru prófin að hellast yfir mig eins og vatn úr ískaldri mjólkurkönnu, en það var einhver algjér vitleysingur sem ákvað að setja vatn í mjólkurkönnuna, en yfirleitt geymir hann safa þar. Samt sem áður þá er ég að ég held á góðu róli, fór á bókhlöðuna í dag og las og las líka í gær enda er ég algjör lestrarhestur.

nei djók, allt þetta blogg var djók, ég er ekki svona ömurlegur..

en jú það eru próf, ég hef ekki tíma í þetta.

laugardagur, apríl 22, 2006

Ég bjó mér til unaðslega samloku, var bara að klára hana rétt í þessu. Ég bjó til nokkurskonar subway, notaðist við langlokubrauð frá myllunni. Skinku, ost og kjúkling hitaði ég í öbbaranum svokölluðum og síðan skellti ég smá af káli, tómatós og gúrks á fjallið og sprautaði eftir það heilögu frönsku sinnepi yfir klabbið alltasaman. Síðan var því lokað saman og borið fram með pepsiglasi.

Ég horfði á myndina Good Will Hunting í gærkvöldi. Rosa góð mynd. Hún innihélt samræður sem gerðu það að verkum að ég þurfti að halda fyrir munninn á mér til að skella ekki uppúr og vekja fjölskylduna af værum blundi.

Konan:,,Hérna er símanúmerið mitt. Getum farið og fengið okkur kaffibolla saman."
Will Hunting:,,Já, eða við getum bara farið og borðað fullt af karamellum."

Ef einhverjum dettur nokkurn tíman í hug að bjóða mér í kaffibolla þá mun ég án efa nota þetta, hjé.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?